Pleasure, pleasure!

31.10.03

Ég fór til Siggu í gær til að fá hjá henni lánaða snilldarþættina Coupling. Þetta hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi ef hún hefði ekki tekið á móti mér í búningi og boðið mér inn þar sem tvær aðrar stelpur voru í búningi. Það var fimmtudagskvöld. Ég reyndi að halda ró minni og þáði köku kurteisislega. Til þess að gera andrúmsloftið enn furðulegra fóru þær að tala saman bæði á ensku og íslensku og svo upp úr þurru bættist við litblindur gaur! Ég var farinn að ókyrrast. Enskuíslendingsblandnar samræður, búningar og litblindingi á sama stað og ég er eitthvað sem er þétt upp við mín snappmörk. Þegar rauðhaus bættist svo í hópinn lét ég mig hverfa. Ég skil alla vega núna af hverju helmingurinn á síðunni hennar Siggu er á ensku ;)

29.10.03

David Attenborough er á leiðinni til Íslands og heldur fyrirlestur í salnum í Kópavoginum fimmtudaginn 6. nóvember klukkan 20:30. Ég er ekki frá því að maður bombi sér bara og hlusti á kallinn enda búinn að góna á þættina hans síðan ég var lítill.


Dabbi alltaf í stuði

28.10.03

Nú er það svart! Allt orðið hvítt!

27.10.03

Ég fór í erfðafræðipróf í morgun klukkan átta. Próf á mánudegi klukkan átta! Hvað er að? Mér gekk álíka vel og mér finnst þessi tímasetning góð. Ítalirnir mættu báðir galvarskir og var þeim rétt próf á íslensku. Ég held að þeim hafi ekki gengið vel heldur. Haukur sagði að við hefðum haft svolítið hátt fram á gangi eftir prófið og að hafi heyrst í mér segja yes yes inn í sal. Ég vísa þessu alfarið á bug!

25.10.03

Andlitið á mér verður minna og minna symnetrískt með hverjum deginum sem líður núna. Ástæðan er sýking eða eitthvað gums í vinstra auganu. Lenti einmitt í þessu sama fyrr í ár. Vildi bara koma þessu á framfæri.

24.10.03

Ég er í pásu í verklegri vistfræði eins og er. Tíminn er búinn að vera nokkuð áhugaverður enda hefur orðið penis verið í gríðar mikilli notkun. Penis, penis, penis, penis heyrði maður út um allt. Í tal bárust einnig mutant risa sniglabellir. En já . . . . Maggi hefði skemmt sér konungalega geri ég ráð fyrir.

Þetta minnir mig á fyrirlestrana í fyrra í Dýrafræðinni þar sem sífellt var verið að tala um anus. Ég er ekki þroskaðari en svo að mér finnst þetta ákaflega fyndið.

23.10.03

Eins og glöggir hafa tekið eftir hef ég enn eina ferðina breytt um útlit. Einnig fór ég í gegnum tenglalistann og kippti út ýmsum einstaklingum og ættu þeir allir að skammast sín. Til að losna við tuðið í Huldu fengu þau skötuhjúin að fljóta inn í tenglana sem og Bjarki hennar Katrínar. Hann er með mér í líffræðinni og hefur það að aðalmarkmiði að fá Ítalina til að elda fyrir sig pasta. Ef mér leiðist aftur á móti bloggið hans verður honum snarlega kippt héðan út.

22.10.03

Ef Siggi tilkynnir skyndilega að hann ætli út til Þýskalands verð ég nú ekkert sérlega hissa.

21.10.03

Formlega hefur verið hætt við að henda öðrum Ítalanum ofan í gjótu þar sem hann eldaði handa mér pasta um daginn. Hinn er aftur á móti á gjótubarmi!

20.10.03

Eins og margir vita þá er Snorri litli brósi nokkuð iðinn við að semja þungarokkstónlist. Ég get nú ekki sagt að ég sé aðdáandi þeirrar stefnu því mér líður eins og ég sé að hlusta á kölska sjálfan syngja með hásri viðbjóðsröddu.

Hér má aftur á móti finna púkalaust lag eftir Snorra sem er bara nokkuð flott. Hann á aftur á móti eftir að bæta við "söng" við þetta þannig að þið skuluð njóta á meðan þið getið ;)

Þeir sem aftur á móti vilja hlusta á meiri tónlist eftir geta nálgast fullunnin lög hér!

19.10.03

Ítalirnir elduðu ekkert pasta fyrir okkur í kvöld! Líkurnar á því að þeir endi ofan í gjótu hafa því stóraukist að nýju.

Conspiracy kom mér frekar á óvart. Hún byggist á "Wannsee gögnunum" sem fundust í skjalsafni þýska ríkisins eftir stríð. Hún er í stuttu máli um fundinn þar sem herförin gegn gyðingum var formlega ákveðin. Spúkí mynd með frábærum leikurum!

16.10.03

Þessir Ítalir eru nú ekki alslæmir. Ég hugsa að ég sé hættur við að henda þeim ofan í gjótu. Á laugardaginn ætlum við að hittast og gera skýrslu og svo ætla þær að elda ofan í okkur ítalskt pasta. Ekki slæmt það! Þeim leist ekkert á að við myndum fá okkur íslenskan þorramat.

Talandi um að vera töddsí. . . . . Heil Hitler!

13.10.03

Allir aðdáendur afspyrnulélegs söngs ættu ekki að láta þennan gullmola hér fram hjá sér fara!

Haukur er á góðri leið með að skapa þarna nýja listgrein. Sú tilviljunarkennda röddun sem á sér stundum stað hjá honum er auðvitað aðdáunarefni sem góður árangur hans með gítarinn. Hann þarf ekki einu sinni að skipta um hljóma til þess að þetta takist vel hjá honum.

12.10.03

Fegurð. . .

10.10.03

Ég fór út að skokka áðan og var þokkaútgeislunin með ólíkindum! Innanverðar rúður bílanna sem keyrðu framhjá fylltust samstundis af móðu og prísa ég mig sælan yfir að hafa hreinlega ekki bara verið nauðgað!

8.10.03

wtf?

Allir að lesa nema Haukur!
Það fer að líða að góðum tónleikum hjá Sinfoníunni en fyrstu þrjár sinfoníur Shostakovich verða fluttar 16. október. Þar sem fullt er af frábærum tónleikum í vetur ættu allir því að kaupa sér "Hljóðkortið" sem veitir nemendum helmingsafslátt af öllum tónleikum sinfoníunnar í vetur!

Ég var að komast að því að nýtt batterý í fartölvuna mína kostar heilar 24 þúsund krónur! Þetta verð er alveg kreisíj! Ég komst í mikið ójafnvægi við þessar fréttir og held ég að ég verði hreinlega að horfa á einhvern Weebl and Bob þátt núna. . .

7.10.03

Manni risi er búinn að setja inn myndirnar frá pókerkvöldinu hjá mér síðan fyrir langa löngu. Áhugasamir um mitt líf geta nálgast þær hér!

PIE!

urg
Andvaka enn eina ferðina. Ég gæti lamið dverg!

6.10.03

Ég er svo mikið hönk að það er engu lagi líkt og ég held að það hafi ekki heldur farið fram hjá neinum í hverfinu mínu í kvöld. Ástæðan er nefnilega sú að ég fór út að skokka! Bílarnir sem keyrðu fram hjá hægðu á sér til að geta fylgst með þessu fallega undri sem geystist af sjálfsöryggi og þokka um hverfið.

Hvað er annars málið með orðið ballarhaf???

5.10.03

Fjandans helgar! Þær eru rétt nýbyrjaðar þegar þær eru að verða búnar. Ég hata Sunnudaga!

3.10.03

Snorri er búinn að vera grunsamlega lengi á klósettinu. Ég er farinn að hallast að því að hann sé sofnaður þarna inni með andlitið ofan í lærin. Það væri nú ekki í fyrsta skipti!

1.10.03

Allt að gerast
Ég fór niður í tónskóla í kvöld með nótur fyrir hljómsveitina en stoppaði mun lengur en ég hafði ætlað mér. Ég var fenginn til að spila marimbupart í verki eftir Guðna Franzson sem hann ætlar nú reyndar að umskrifa fyrir píanó handa mér fyrir næstu æfingu. Svo las strengjasveitin í gegnum stuttu píanókonsertslufsuna mína en allt stefnir í að hún verði flutt á Myrkum músíkdögum af nemendahljómsveitinni ásamt mér, Freknunni og Ingunni samnemanda okkar. Hátíðin er í febrúar þannig að allir eiga að taka frá öll kvöld í þeim mánuði því ég veit ekki alveg hvenær tónleikarnir verða!

Stjórnandi verður áðurnefndur Guðni Franzson. . . .