Pleasure, pleasure!

30.1.05

Það sökkar að vera veikur. Ég er þó alveg rólegur enda veit ég að hönkaónæmiskerfið mitt er að taka þessa sýkla í nefið. Haukur vill þó meina að hvítu blóðkornin mín séu bóhemar sem gera ekkert annað að hanga á kaffihúsum drekkandi bjór. Maggi vill svo meina að þau séu bara hömpandi hvert annað og skeyti engu um starf sitt. Þetta er vitaskuld bull!

Svo er Bruckner málið bara svo þið vitið það!

28.1.05

Að hugsa sér óskammfeilnina í litla bróður mínum. Hann kom askvaðandi áðan að mér þar sem ég lá veikur inni í stofu (já, hönk verða líka veik) og sagði mér að hætta að nota nærbuxurnar sínar! Ég bara gapti enda alsaklaus. Mér er það enn í fersku minni er hann var alltaf að lauma sér í mínar og ekki lengra en 3 vikur síðan ég nappaði hann síðast.


Laumuógeðið í mínum nærbuxum

24.1.05

Myndagums
Mér hefur verið skipað að setja inn myndir undanfarinna vikna inn á netið og eyða þeim gömlu og sé ég mér ekki annað fært en að hlýða.

Í seinasta mánuði hélt Atli party sem hann bauð Karen í. Hún bauð svo mér og ég bauð gimpalufsunum sem gjarnan vilja vera nálægt mér og mínum líkama. Við Verzlingarnir kepptum svo við mr-ingana í trivial sem nutu svo góðs af því hversu vel við vorum komnir í glas. Myndir af því má finna hér!

Hér má svo finna myndir af einhverju gumsi hjá Hauki frá því í seinasta mánuði og svo eru myndirnar frá matarboðinu hjá Sigga beibí hér!

Myndirnar síðan um helgina má svo finna hér.

21.1.05

Andinn hefur komið yfir Hauk enn eina ferðina. Þvílík forréttindi að fá að þekkja svona andans menn!


Ástin svífur yfir ruslatunnum Þrastarhóla líkt og ruslapokar fullir af rusli,
en í þessu tilfelli er hún blind og heyrnarlaus.
Ísinn leggur yfir hafið en ástin bræðir snjóinn.
Ó mig auman!
Hvar er ástin?
Hvar er ástin?
Hvar?

20.1.05

Uppáhaldslagið mitt um þessar mundir er Flottur jakki með Ragga Bjarna. Þvílík snilld að þetta skuli ekki vera grín!

Og þið þarna líffræðigimp á öðru ári! Ég er með þroskunarfræðibókina til sölu á aðeins 4500 í stað 6580. Þetta eru kostakjör sem aðeins gimp hafna!

11.1.05

Halli bauð okkur Sigga til sín í kvöld að horfa á Amazing race á Íslandi og Helga eldaði fyrir okkur kreisíj góðan grænmetisrétt. Halli er búinn að ala hana vel upp enda var hún ekki með neina stæla og hélt sig til hlés allt kvöldið. Svo eru þau víst að fara að gifta sig í sumar! Enginn að segja manni fréttir (Siggi og Manni). Það var hallærislega gaman að sjá þennan þátt enda er maður svo mikil smásál að maður fékk nánast gæsahúð við áhorfið. Áfram Ísland!