Pleasure, pleasure!

30.3.02

Mér barst eftirfarandi tölvupóstur um daginn:

Sæll Egill
Ég verð nú að segja það að eftir að hafa skoðað heimsíðu þína þá er ég alveg undrandi. Ég bara trúi varla að þú, svona mikill listamaður, skulir nánast bara skrifa um eitthvert soraeðli annarra. Rúnka sér hér og rúnka sér þar, hann er svo mikill sóði og þessi og hinn eru svo ömurlegir. Ég hélt að þú hugsaðir um mun æðri hluti svo sem tónlist, bókmenntir og sögu svo eitthvað sé nefnt, allavega hafa mín kynni af þér gefið það í skyn. Þú hefur greinilega bara sýnt mér sparihliðina þína, saklausa engilinn sem allar mömmur þrá, en ekki þinn rétta mann. Þetta bréf er því skrifað til að vara þig við hvert þú stefnir.

Með von um að þú takir þig á meðan þú hefur tækifæri til.
kveðja,
Unnur (Mamma hans Bergþórs)



Þetta er allt saman satt og rétt og ég skal reyna að bæla sóðaeðli mitt þó ég viti að það eigi eftir að reynast mér mjög erfitt. Ég vil nota tækifærið og þakka henni móður hans Begga kærlega fyrir að benda mér á þetta.

28.3.02

Mér finnst þessi mynd hér vera mjög fyndin. Ég vistaði hana á sínum tíma vegna þess hve Bjarki er ógeðslegur á henni en svo tók ég eftir því um daginn að systir hennar Eddu er þarna í bakrunni í þvílíku stuði. (Glöggir geta séð Helga klóra sér í auganu.)

26.3.02

Eins og flestir vita þá er Siggi ógeðslegur og á hann það til að runka sér á ólíklegustu stöðum. Ég veit ekki hvursu oft hann hefur komist upp með þetta en Lord Paddington lætur svona hluti ekki fram hjá sér fara. Hann náði mynd af Sigga á því augnabliki sem hann hélt að hann væri hólpinn, nýbýinn að fá það.

Það er ljóst að Fimleikafélag Hafnarfjarðar dauðskammast sín fyrir andlit eins félagsmanns síns eins og glögglega sést hér.

Leyniljósmyndari minn Lord Paddington fór á stjá nú á dögunum og náði mörgum upplýsandi myndum af mismerkilegu fólki víða um bæ. Takið eftir lostanum sem leynist í augum Ástu og hvert hún er að horfa.


Hann er nú þó skömminni skárri. . . . .

20.3.02

Ég vildi nú bara benda ykkur aumingjunum á að frí er í fyrsta fyrirlestrinum í fyrramálið sem er Tölfræði. Svo benti Snorri bróðir minn mér á snilldar síðu, www.yo.is, en þar er hægt að horfa á ýmsa þætti sem hentar ákaflega vel á meðan maður er að spjalla á msn-inu eða eitthvað annað í þeim dúr.

19.3.02

Haukur er skíthæll sem upphefur sjálfans sig oftar en ekki með rugli og lygum. Hann á því allt illt skilið og fékk hann það svo sannerlaga í bossann hjá honum Þóri núna nýlega.

Hér er svo Hey Jude sem Viktoría bað sérstkaleg um. Útsetningin á því tókst líka mjög vel.

Hey Jude

18.3.02

Í tilefni af því að ég og Maggi vorum að spila saman um daginn ýmis dægurlög dustaði ég rykið af diski sem ég keypti fyrir löngu. Hann ber titilinn "Beatles go baroque" en þar eru lög þeirra útsett í stíl barrokktónskáldanna Handels, Vivaldis og Bachs af gaur sem heitir Peter Breiner. Þessi lög eru auðvitað misvel til þess fallin en þessi tvö hér finnast mér helvíti flott. . . .

Girl

Yellow submarine


Svo vildi ég nú bara taka það fram að hún Sigga er komin með síðu þótt kraftinn í hana vanti. Hún fær sæti í tenglasafninu mínu um leið og hún fer að gera eitthvað af viti.

13.3.02

Manni the arse benti mér á þennan trailer úr nýju Starwars myndinni. Þetta er klikkað flott og ég hlakka mikið til að sjá þessa mynd.

Langar ykkur annars ekki í pylsu?

Ég fann á netinu mynd af Hjalta að fá það og fann mig tilneyddan til að birta hana hérna Sigga til ánægju.

12.3.02

Þá hefur hún Edda Sif komið sér upp glæsilegu vefsetri og hef ég veitt henni þann heiður að fá að vera í tenglasafninu mínu. Eins og þið öll vitið fá þar aðeins að vera síður sem sýna ákveðna lágmarks virkni og hafa í leiðinni eitthvert skemmtanagildi. En það er ljóst að það er engin Brunhild sem rekur eddasif.tripod.com

Þá er skíthællinn hann Maggi kominn með blogg síðu sem verður vonandi virkari en háskólasíðan hans sem hann kom sér upp í fyrra. Vegna hins hreina aríska blóðs sem rennur í æðum hans er slóðin að nýju síðunni hans ariinn.tripod.com

11.3.02

Ég fann mig bara til þess knúinn að endurbirta þessa mynd hér af honum Magga og minna fólk á hvursu sóðaeðlið er ríkt í þessu greyi. Þetta er alveg endalaust ógeðsleg mynd.



8.3.02

Siggi hagaði sér samkvæmt hárlit sínum þegar við krakkarnir vorum að tala um letiprófið núna nýlega. Rauða rottan var búin að taka prófið á þeim tíma en var svo hrædd um að ég myndi fá lægra í prófinu svo hún tjáði sig ekkert um þetta. Þannig að ef ég hefði ekki fengið 52% í þessu prófi þá hefðum við aldrei fengið að vita um 48% hans Sigga. Þetta er svo dæmigert rauðhært atferli að hálfa væri nóg. Siggi, farðu til læknis!


7.3.02

Mikið afskaplega finnst mér aumkunarvert að frétta það að Haukur þurfi hjálp við að skrifa pistlana á síðunni sinni. Hann er þá ekki beittari penni en það eftir allt saman. Hann hefur notið aðstoðar Magga skíthæls sem á reyndar sjálfur sína eigin síðu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Mér finnst það skítlegt að firra sig ábyrgð með því að skrifa nafnlaust á annarra manna síður og er þetta þeim báðum til ævarandi skammar og háðungar!

Síðan bað hún Viktoría mig um að vísa aftur á Fólk að fá það sem ég var á gömlu síðunni minni síðan í sumar.

6.3.02

Það er hægt að vera hönk, en svo er líka hægt að vera HÖNK! Sjáiði hver er player of the week á instantchessinu.

4.3.02

Mér finnst það vera frekar hæpið að vera að saka aðra um samkynhneigð og taka í sömu svipan eitthvurt bangsapróf.

Það er alveg merkilegt hvað ég er lélegur að velja mér vini. Fyrir það fyrsta eru þeir allir saman á einhvern hátt útlistlega gallaðir og svo eru þeir líka eitthvað svo vanþroskaðir og finnst mér Haukur vera besta dæmið um það. Það er líka alveg merkilegt hvað ömurlegur persónuleiki þeirra fangast vel á filmu eins og sést hér fyrir neðan en þetta er einmitt mynd af honum Magga gúmmítöffara haugdrukknum að reyna að vera kúl.


Yeah. . . . Rock on baby!!!

Haukur er maður þokkans sem geislar af honum hvert sem hann fer. Undanfarið hefur hann verið að koma sér upp nýjum líkama og nú vantar hann aðeins skemmtilegri persónuleika. Þar að auki myndast hann alltaf svo vel.


Að sjá allan þennan þokka!

3.3.02

Við megum hafa með okkur bókina í prófið á þriðjudaginn. Ég sendi Sigurði Brynjólfssyni póst og spurði hann út í þetta.

2.3.02

Ég hef áður minnst á að stofnaður hefur verið klúbbur með mínu nafni í kringum Newcastle Brown ale en ekki vissi ég að hann hefði sína eigin heimasíðu. Mér sem persónu og líkama er gróflega misboðið. Ég krefst þess að klúbbmeðlimir leggi í það minnsta 5000 kr inn á reikningsnúmerið 319-26-4910.

1.3.02

Í dag er bjórdagur og ég er einmitt að sötra bjór núna og svo enn meiri bjór í kvöld en það kostar einmitt minna en 4300 kr! Annars hafði ég einkar gaman af því að lesa bloggið hennar Viktoríu. Ég get sagt það af eigin reynslu að hann Þorvaldur heyrði ekki neitt. Fólk er alltaf að segja að ég tali of hátt um ýmisleg málefni þegar þau sjálf eru viðstödd sem ég er ekki sammála og hef komist að því að dómgreind annarra í sambandi við þessalags er kolbrengluð. Svo fékk ég skemmtilegan tölvupóst um daginn. Það var frá honum Justin sem hafði rekist á síðuna mína um Jón Leifs og hann vildi að ég sendi honum Dettifoss og Orgelkonsertinn hans sem ég glaður gerði. Mér finnst þetta kúl og þá sérstaklega í ljósi þess að við erum báðir tvítugir að nema tónsmíðar. (Hann er reyndar að semja eitthvað verk fyrir fiðlu og segulband en tja..... )

Ég komst enn og aftur að skítlegu eðli rauðhærðra í dag þegar Haukur skutlaði mér og kvikindinu honum Manna heim. Að venju sat ég fram í vegna eldsnöggra viðbragða en þetta litla kvikindi, þessi ógeðslegi rauðhaus gat bara ekki látið mig vera. Hann hélt mér föstum á einhvern kjánalegan hátt og lamdi mig sundur og saman með vettlinginum mínum og fleira þar fram eftir götunum. Ég réðst svo á hann niðri í Mjódd en þar sýndi hann sitt rauðhærða eðli og réðst á mig til baka. Þetta er fyrir neðan allar hellur og er ég búinn að skrá hann í rauðhærðu sjálfsmorðsveitina sem fer fyrst til Færeyja til að undirbúa valdatöku mína þar!