30.12.03
Það verður partý á Hressingarskálanum á gamlárskvöld og þið ykkar sem hafið ekki hugmynd hvað þið ætlið að gera hafið endilega samband við mig. Ég verð þar ásamt líkama mínum og ætti það í raun að vera næg ástæða fyrir ykkur til þess að hætta við öll önnur plön!
28.12.03
Gleðileg jól og allt það . . .
Ég og nokkrir krakkar út tónskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu héldum jólatónleika í gær í Reyholtskirkju og er það mál manna að þokkinn hafi verið með ólíkindum. Vil ég meina að það hafi aðallega verið nærveru minni að þakka. Það var hálfgert stress að koma þessu saman því það var svo mikið af liði sem hætti við á seinustu stundu en þetta gekk svo bara mjög vel. Um kvöldið var svo partý hjá Guju þar sem ég spjallaði m.a. við Tótu bloggtöffara sem ég þekkti betur en hún mig því ég les síðuna hennar nokkuð oft. Sikk! ;) Svo er bara vonandi að þetta verði árlegur viðburður.
Myndir birtast svo á næstu dögum!
Ég og nokkrir krakkar út tónskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu héldum jólatónleika í gær í Reyholtskirkju og er það mál manna að þokkinn hafi verið með ólíkindum. Vil ég meina að það hafi aðallega verið nærveru minni að þakka. Það var hálfgert stress að koma þessu saman því það var svo mikið af liði sem hætti við á seinustu stundu en þetta gekk svo bara mjög vel. Um kvöldið var svo partý hjá Guju þar sem ég spjallaði m.a. við Tótu bloggtöffara sem ég þekkti betur en hún mig því ég les síðuna hennar nokkuð oft. Sikk! ;) Svo er bara vonandi að þetta verði árlegur viðburður.
Myndir birtast svo á næstu dögum!
23.12.03
Ég get ekki beðið eftir skötunni á eftir! Pabbi segir að hún sé alveg sérlega kæst! Rarr!
Svo eiga allir að skella sér í bæinn vel kæstir í kvöld þrátt fyrir að veðrið sé ekkert sérstakt!
Svo eiga allir að skella sér í bæinn vel kæstir í kvöld þrátt fyrir að veðrið sé ekkert sérstakt!
22.12.03
Auj barasta!
Mamma og systur hennar ákváðu að hætta að kaupa jólagjafir handa "gömlu" krökkunum. Þetta þykir mér vera hin mesta hneysa og sendi ég þeim öllum daprar kveðjur! Köld eru kvenna ráð!
Mamma og systur hennar ákváðu að hætta að kaupa jólagjafir handa "gömlu" krökkunum. Þetta þykir mér vera hin mesta hneysa og sendi ég þeim öllum daprar kveðjur! Köld eru kvenna ráð!
20.12.03
Sunna beibí er komin með heimasíðu fyrir löngu. Ég er búinn að bomba henni í tenglana þ.a. nú fer einhver að lesa þetta hjá henni ;)
17.12.03
Ég og mamma erum núna bæði heima lærandi fyrir seinasta prófið í ár. Ég fyrir Almenna haffræði I og hún fyrir Rekstrarfræði sem varð minn námslánabani forðum daga sælla minninga. Hún vill ekki að þetta fag verði að ættarskömm.
Við erum samt að pæla í að slá þessu upp í kæruleysi og klára rauðvínið sem er til hérna og fá okkur sígó . . .
Við erum samt að pæla í að slá þessu upp í kæruleysi og klára rauðvínið sem er til hérna og fá okkur sígó . . .
16.12.03
14.12.03
Egill fyrstur með fréttirnar
Það er bara allt að gerast! Bandaríkjamenn eru búnir að finna Saddam og segja að hann sé bara hress og ræðinn kall. Hann er búinn að dúsa ofan í holu undanfarið með tösku fullri af peningum og hefur átt dálítið bágt. Kanarnir tóku hann að sér og rökuðu hann og allt barasta.
Vel hlúð að Saddam eftir hrakningarnar
Svo er Keikó loksins dauður og þá finnst manni nú eðlilegt að vitleysisganginum í kringum hann ljúki en nei nei. Það eru víst uppi áform um að jarða hann uppi á landi! Hvað er að þessum gimpum? Þetta er samt ótrúlega fyndið og sýnir hvað þetta Keikó verkefni er mikið bull. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Svaka krani sem kemur kistunni fyrir í gröfinni og svo jarðar prestur hann sem er grænmetisæta. Ég lýk þessu á fögrum orðum um hvalinn dauða sem höfð eru eftir framleiðanda Free Willy myndanna. Maður klökknar eiginlega bara við lesturinn.
Ég á margar góðar minningar um hann. Hann var stórt dýr sem hafði marga einstaka hæfileika og þótti skemmtilegast að leika sér við börn. Okkur fannst að hann skildi það sem við sögðum við hann og hann hafði miklar tilfinningar. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Keikó.
Hvalurinn dauði. Það ætti að sprengja upp hræið
Það er bara allt að gerast! Bandaríkjamenn eru búnir að finna Saddam og segja að hann sé bara hress og ræðinn kall. Hann er búinn að dúsa ofan í holu undanfarið með tösku fullri af peningum og hefur átt dálítið bágt. Kanarnir tóku hann að sér og rökuðu hann og allt barasta.
Vel hlúð að Saddam eftir hrakningarnar
Svo er Keikó loksins dauður og þá finnst manni nú eðlilegt að vitleysisganginum í kringum hann ljúki en nei nei. Það eru víst uppi áform um að jarða hann uppi á landi! Hvað er að þessum gimpum? Þetta er samt ótrúlega fyndið og sýnir hvað þetta Keikó verkefni er mikið bull. Ég sé þetta alveg fyrir mér. Svaka krani sem kemur kistunni fyrir í gröfinni og svo jarðar prestur hann sem er grænmetisæta. Ég lýk þessu á fögrum orðum um hvalinn dauða sem höfð eru eftir framleiðanda Free Willy myndanna. Maður klökknar eiginlega bara við lesturinn.
Ég á margar góðar minningar um hann. Hann var stórt dýr sem hafði marga einstaka hæfileika og þótti skemmtilegast að leika sér við börn. Okkur fannst að hann skildi það sem við sögðum við hann og hann hafði miklar tilfinningar. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Keikó.
Hvalurinn dauði. Það ætti að sprengja upp hræið
13.12.03
Ég nenni ekki að fara að læra aftur! Ég var í prófi í morgun í erfðafræði sem var erfitt og finnst mér ég mega tjilla feitt! Ég er eiginlega í hálfgerðu uppnámi yfir þessu öllu saman. Næsta próf er svo á mánudaginn!
Þess má svo geta að Haukur er með of marga litninga. . .
Þess má svo geta að Haukur er með of marga litninga. . .
12.12.03
Fjandans próf! Ég er í uppnámi rétt eins og Karen þegar henni var tjáð að hún mætti ekki nota rúmið sitt lengur. Ég er bara ekki að nenna þessu rugli núna. Ef að það hefði ekki verið kominn nýr pie þáttur þá hefði ég sennilega barasta misst vitið!
11.12.03
10.12.03
Haukur var að fara. Mikið rosalega er ég ánægður með það.
Og hér er gums til að koma fólki í jólaskap!
Og hér er gums til að koma fólki í jólaskap!
Ég skal segja ykkur það
Haldiði að ég hafi ekki bara vaknað klukkan átta í morgun og finn enn ekki sérstaklega fyrir þeirri þörf að leggja mig núna mörgum tímum síðar. Þetta hefur nú bara ekki gerst á þessari öld held ég barasta og er vitaskuld stórmerkur atburður! Ég er þrátt fyrir það enn harðlega á móti prófum klukkan níu á morgnana!
Visfræðiprófið gekk annar bara nokkuð vel og er Haukur að koma hingað með pizzu og spólu á eftir. Það er alltaf svo gaman þegar Haukur fer.
Haldiði að ég hafi ekki bara vaknað klukkan átta í morgun og finn enn ekki sérstaklega fyrir þeirri þörf að leggja mig núna mörgum tímum síðar. Þetta hefur nú bara ekki gerst á þessari öld held ég barasta og er vitaskuld stórmerkur atburður! Ég er þrátt fyrir það enn harðlega á móti prófum klukkan níu á morgnana!
Visfræðiprófið gekk annar bara nokkuð vel og er Haukur að koma hingað með pizzu og spólu á eftir. Það er alltaf svo gaman þegar Haukur fer.
9.12.03
Ég hef orðið fyrir illútskýranlegri lífsreynslu hér hjá afa og ömmu trekk í trekk í próflestrinum. Oft á tíðum þegar ég skrepp inn á klósett og lít í spegilinn þá hefur blár blekblettur hafnað á andlitinu á mér, oftast upp við munn. Auðvelt væri að skýra þetta ef ég væri að nota penna við lesturinn eða eitthvað þvíumlíkt en því er ekki að fagna. Þykir mér þetta mál vera allt hið dularfyllsta!
7.12.03
Egill kúl
Mamma kom heim með sýrt stöff um daginn! Hún rakst á nýjan ávöxt í Hagkaupum sem er blanda af peru og epli. Þetta er alveg fáránlegt gums og bragðast nákvæmlega þannig. Snorri kallar þetta pepli!
(Alveg er ég viss um að vökvaflæði hafi aukist í munn og millifót sigga við lesturinn)
p.s.
Ekki fá ykkur nýju msn 6.1 úgáfuna. Hún hendir manni bara alltaf út! Fólk er svo farið að senda mér sms segjandi mér að hætta að signa mig alltaf inn og út. Á það litlar þakkir skildar!
Mamma kom heim með sýrt stöff um daginn! Hún rakst á nýjan ávöxt í Hagkaupum sem er blanda af peru og epli. Þetta er alveg fáránlegt gums og bragðast nákvæmlega þannig. Snorri kallar þetta pepli!
(Alveg er ég viss um að vökvaflæði hafi aukist í munn og millifót sigga við lesturinn)
p.s.
Ekki fá ykkur nýju msn 6.1 úgáfuna. Hún hendir manni bara alltaf út! Fólk er svo farið að senda mér sms segjandi mér að hætta að signa mig alltaf inn og út. Á það litlar þakkir skildar!
5.12.03
Hmm . . .. fyndið? Held það sko . . .
4.12.03
3.12.03
2.12.03
Nú er gaman að vera til! Sem betur fer er kominn ælukall í emoticonin í msn 6 útgáfunni. Hann á sennilega eftir að vera notaður óspart næstu dagana!
1.12.03
Fjandans athugasemdakerfisgums. Það er búið að vera stillt mjög lengi en núna er hlaupinn einhver púki í það! Þó fólk hafi skilið eftir athugasemdir af spaklegu viti stendur enn Athugasemdir(0). Foj!