31.10.04
Ég fór á kræklingakvöld líffræðinnar ásamt misfríðum hópi misskemmtilegra gimpa í gær. Ég var mjög ákveðinn í því að vera í rólegri kantinum þar sem ég hafði nú misst mig í bjórþambi daginn áður en sjálfsaginn brást eins og við var að búast. Það var allt fljótandi í áfengi á þarna og bollan var suddaleg. Karen og Ragga þorðu ekki að borða kræklingana af ótta við eitrun og urðu því drukknari fyrir vikið. Það var mál manna að ég hafi átt kvöldið . . .
28.10.04
27.10.04
Ég var að fá svo æðislegar fréttir að ég er bara eitt stórt sólheimaglott núna! Ég þarf ekki að vakna eins og mongó í fyrramálið og flytja fyrirlestur um þróun sporðsins klukkan átta! Það er frí!!! Mig langar eiginlega bara til að detta í það ;) Rarr!
Talandi um að ég sé hönk. . . Við gimpin fórum til Sverris að spila á föstudaginn þar sem ég var vitaskuld sigursælastur og rúllaði öllum upp. Ég vann allt! Haukur feiti tapaði öllu. Myndir má sjá hér!
Íhugult hönk hugsandi rétt svar
Talandi um að ég sé hönk. . . Við gimpin fórum til Sverris að spila á föstudaginn þar sem ég var vitaskuld sigursælastur og rúllaði öllum upp. Ég vann allt! Haukur feiti tapaði öllu. Myndir má sjá hér!
Íhugult hönk hugsandi rétt svar
26.10.04
Ég var að fá skelfilega fréttir áðan. Ég þarf að halda fyrirlestur um þróun sporðsins í fyrramálið en ég stóð í þeirri trú að ég þyrfti þess ekki fyrr en eftir hádegi á fimmtudag eða föstudag. Lífið er glatað . . .
18.10.04
17.10.04
Foreldrar mínir vöktu mig óguðlega snemma í morgun því þau þurftu á afburðar þekkingu minni á málningu að halda. Bróðurparturinn af deginum fór í að hjálpa pabba að mála hjónaherbergið hlustandi m.a. á Muse, Þursaflokkinn og Requiem eftir Mozart. Pabbi vildi meina að við værum að bonda að tjilla en það kallar hann allt sem við gerum saman. Okkur feðgafolana má svo sjá hér fyrir neðan!
Hönk að störfum
Að sjá þennan þokka!
Hönk að störfum
Að sjá þennan þokka!
15.10.04
Hafið þið tekið eftir því hvað Ísland virkar skakkt ef þið horfið á landakortið í spegli? Ha. . . hafið þið tekið eftir því?
Prófið svo líka að drekka vatn beint úr krana öfugum megin við það sem þið eruð vön að gera.
Þetta blogg er litað af því að ég var að skoða ormakúk í verklegu í dag. . .
Prófið svo líka að drekka vatn beint úr krana öfugum megin við það sem þið eruð vön að gera.
Þetta blogg er litað af því að ég var að skoða ormakúk í verklegu í dag. . .
Ég er ekki frá því að Morgun-Egill sem flestir kannast við síðan í verkfræðinni sé mættur aftur. Ég nennti SVO ekki að vakna í morgun sem og flesta morgna hingað til. Súper-Egill mætir í næstu viku. . .
14.10.04
Ég og Karen vorum að pota í fiskirassa í verklegu í dag. Karen hreinilega missti sig á einni síldinni og afskræmdi á henni fésið. Ég hef aldrei séð hana í svona ham, það var eitthvað ógeðslegt við hana. Hún var fnæasandi og glottandi allan tímann og stöku sinnum hló hún manískt. Svo þykist hún elska kisur!
Eitt er alla vega víst eftir tímann. Mig langar ekki aftur í ýsu!
Eitt er alla vega víst eftir tímann. Mig langar ekki aftur í ýsu!
13.10.04
Ég sit núna hjá Begga í svokallaðri upphitun fyrir landsleikinn sem við erum að fara á núna á eftir. Ég er kannski ekki alveg týpan til þess að vaða á íþróttaatburði en ég dýrka engu að síður landsleiki vegna þjóðernisrembings, áfram Ísland skoh! Mér fannst mjög gaman hér hjá Begga þangað til þessi gimp fóru að ræða um fótbolta. Sérstaklega er mér illa við Ingibjörn. Ég er alla vega ekki mikið að fara að tjá mig um hvaða gaurar henta best til að spila með Hermanni Hreiðars á miðri miðjunni eða þá hvort Ásgeiri finnist menn ekki vera að taka menn á. Ég er nægilega meðvitaður um gríðarlega karlmennsku mína og finn mig ekki knúinn til þess að þykjast hafa einhvern manískan áhuga á einhverju boltasparki eins og þessi gimp sem ég er með núna!
11.10.04
Maggi var ekki lengi að sanna sig úti í heimi og hafa Kanarnir meðal annars þetta að segja um hæfileika hans og þokka:
Terrific ball skills and stamina
Meira lof um Magga okkar má svo lesa hér!
Terrific ball skills and stamina
Meira lof um Magga okkar má svo lesa hér!
5.10.04
Alltaf þegar ég sé útlensk börn hugsa ég: Greyin að fá ekki að verða Íslendingar. Svo þegar ég horfi á Hauk hugsa ég: Grey Íslendingar að hann sé ekki útlendingur.
Þetta og margt annað gríðar spaklegt hefur borið á góma í samtölum okkar Siggu í gegnum msn. Maggi er alltaf á fótboltaæfingum að sparka í einhverja tuðru og sinnir henni ekki neitt greyinu. Ég er orðinn dauðhræddur um að Sigga sé út af því farin að neyta ávanabindandi vímuefna til þess að brjóta upp daginn hjá sér. Síðu þessa subbupars sem álpaðist út í heim eins og gimp má svo finna hér!
Tillitslausi ódámurinn á góðri stundu
Svo er Karen farin að blogga af miklum móð um ketti og kokteila!
Þetta og margt annað gríðar spaklegt hefur borið á góma í samtölum okkar Siggu í gegnum msn. Maggi er alltaf á fótboltaæfingum að sparka í einhverja tuðru og sinnir henni ekki neitt greyinu. Ég er orðinn dauðhræddur um að Sigga sé út af því farin að neyta ávanabindandi vímuefna til þess að brjóta upp daginn hjá sér. Síðu þessa subbupars sem álpaðist út í heim eins og gimp má svo finna hér!
Tillitslausi ódámurinn á góðri stundu
Svo er Karen farin að blogga af miklum móð um ketti og kokteila!
4.10.04
Það er kominn nýr pie! Rarr!
3.10.04
Ath fiskifræðinemar!
Ég fór á bókaútsöluna í Mörkinni í dag með mömmu og ömmu og hálf missti mig þar enda er þvílíkt mikið af bókum tengdum fiskilíffræði þarna á spottprís. Meðal þess sem ég keypti voru bækurnar Hafrannsóknir við Ísland, bindi eitt og tvö á 499 krónur stykkið, Fiskar og fiskveiðar á 999 krónur (snilldar bók) og Undraveröld hafdjúpanna við Ísland á 799 krónur. Allir að skunda í Mörkina ;)
Ég fór á bókaútsöluna í Mörkinni í dag með mömmu og ömmu og hálf missti mig þar enda er þvílíkt mikið af bókum tengdum fiskilíffræði þarna á spottprís. Meðal þess sem ég keypti voru bækurnar Hafrannsóknir við Ísland, bindi eitt og tvö á 499 krónur stykkið, Fiskar og fiskveiðar á 999 krónur (snilldar bók) og Undraveröld hafdjúpanna við Ísland á 799 krónur. Allir að skunda í Mörkina ;)
Ég ætlaði að vera rólegur í gærkvöldi og fá mér þrjá bjóra með Begga, Sigga og Hauki en gríðarlegur sjálfsagi minn brást mér. Ég tók svo strætó heim af djamminu í morgun þegar það var orðið bjart. Sikk! Ekki alveg týpístk októberkvöld. . .
1.10.04
Eru einhverjir hér líklegir til að nenna með mér á Rómeó og Júlíu fimleikasýninguna? Mér skilst að það sé farið að sýna hana aftur. . .