Pleasure, pleasure!

29.11.04

Karlmennið ég
Í nótt fannst mér ég heyra einhver skrýtin hljóð inni í herberginu mínu og varð ég þess fullviss um að ógeðin úr The grudge voru mætt til að ná í mig. Mér varð það órótt að ég stóð upp með hjartslátt og kveikti ljósið til að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Þegar ég svo fór fram á klósettið fannst mér ég sjá þau í öllum hornum. Þessi mynd er vibbi!

28.11.04

Ég og Eyþór kíktum á The grudge í gær í þynnkunni og það var nú meiri viðbjóðurinn. Ég var undir jakkanum mínum bróðurpartinn af myndinni og þorði til dæmis ekki að horfa á lokaatriðið. Ég lét það þó vera að æpa, annað en Eyþór. Þetta var ekki mín mesta hönkastund.

25.11.04

Ég hata lífið. Ég þarf að vakna klukkan sjö á eftir til þess að flytja fyrirlestur um prumpusíld og ég get bara ómögulega sofnað. Ég er núna að hita mér brauð í ofninum sötrandi bollasúpu og vorkennandi sjálfum mér. Æj ég á svo bágt.

Þeir sem vilja gefa mér pening er það heimilt. . .

23.11.04

Ég er búinn að henda inn myndunum af smjársjársýnunum inn en þær má finna hér! Svo er skjal hér fyrir þá sem vilja átta sig betur á þessu!


Speisað stöff!

Grasafræðigums
Ég fór niður í Öskju áðan að kíkja á smásjársýni fyrir verklega grasafræði B prófið sem er á miðvikudaginn. Digitalmyndavélin var tekin með og smellti ég af í gegnum smásjárnar sem kom mjög vel út. Eins og er er skráarsvæðið mitt með einhvern móral en ég var búinn að lofa að myndirnar yrðu komnar inn í kvöld. Það verður vonandi í lagi á morgun en annars geta þeir sem vilja kíkt í heimsókn og fengið þetta brennt á disk ef þeir eiga slíkan.

Siggi hefur verið að þrýsta mjög á mig, bæði munnlega og skriflega, að gera öllum það heyrikunnugt að hann hafi hlaupið 10 km í ræktinni um daginn. Því hefur hér með verið komið á framfæri.

15.11.04

Gleðilegan mánudag öll gimp nær og fjær. Mánudagar eru æði . . .

Ég er annars búinn að bomba myndunum hans Óla síðan úr Hólaferðinni inn á netið og eru þær hér!

11.11.04

Furðufiskar
Ég var að koma heim úr Öskju úr skrímslatíma með fiskilíffræðihópnum. Við vorum s.s. að skoða og greina djúpjávarkvikindi og flesta af þessum gaurum hafði maður aldrei séð áður. Þetta var algjör snilld og myndirnar eru hér!


Solla kreisíj ásamt mér og trjónufiski



Helena eitthvað að misskilja

10.11.04

Klikk í hausnum
Aldrei veit maður nú hver er klikk í kringum mann og hver ekki. Ég fór í 111 heim áðan og settist fyrir aftan mann sem var ótrúlega venjulegur að sjá. Svo settist einhver sem hann þekkti við hliðina á honum og þeir fóru að tala saman á mjög eðlilegum nótum. Þegar leið á samtalið varð það mjög áhugavert. Til að gera langa sögu stutta þá var guð búinn að segja gaurnum að verða heimsmeistari í skák og svo ætlaði hann líka að verða sex metra hár. "Og hvernig gengur það?" spurði þá sá hinn frekar vandræðalega. "Ekki vel. . ."

Núna á lokaári mínu í líffræði gerði ég mikilvæga uppgötvun. Það er mun betra að skoða smásjársýni með báðum augum í stað þess að píra með öðru þeirra eins og ég hafði vanið mig á eins og gimp af einhverjum ástæðum. Rarr!

Annars er það helst í fréttum að hönkið ég hljóp 10 km í ræktinni um daginn! Haukur feiti ætti bara að vara sig!

8.11.04

Ég fór í dag niður í Fossvog að safna fitjaflóm fyrir sjávarvistfræðiverkefni ásamt Karen, Röggu og Atla. Fitjaflær eru stökkóðir viðbjóðir sem lifa í rotnandi þangi en við ætlum að athuga hvað þær eru að éta. Þeir gangandi vegfarendur sem spurðu okkur hvað við værum að gera sögðu svo kaldhæðnislega "áhugavert" þegar við svöruðum.

Annars fór ég á tónleika Móttettukórs Hallgrímskirkju í kvöld að hlusta á tvær franskar sálumessur með Sigga og Karen. Það var töff. Zone out!

6.11.04

Ég fór í vísindaferð í Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins í gær með Karen, Röggu og Manna sem var frekar skemmtilegur staður að heimsækja. Þar talaði meðal annars við okkur kona sem vann við það að lykta af fiski og vildi hún meina að þeir væru eins og gúrkur. Eftir vísó fórum við svo heim til Hauks viðbjóðs sem eldaði ofan í okkur gott gums með hjálp Hrannar. Góður hluti kvöldsins fór í að skipuleggja 10 km kapphlaup okkar Hauks sem er svo sigurviss að hann er tilbúinn að láta hárið á sér vaxa í heilt ár ef hann tapar. Myndir má svo sjá hér!


Nokkrar misskemmtilegar sóðabuddur í stuði


Í kvöld reynir svo á meintan sjálfsaga minn en ég ætla einmitt að fara brummandi í party til að koma í veg fyrir að ég lendi í sukki og vibba. Hafið þið ekki trú á mér?

1.11.04

Atli virðist hafa lag á því að fanga þokka okkar Karenar eins og sést hér fyrir neðan. Við yrðum flott par en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum vill hún mig ekki. . .


Rarr!