Pleasure, pleasure!

29.6.02

Undarlegt!
Sunna var að segja mér frá því um daginn að hún hefði farið til Vestmannaeyja og hitt þar einhvern kínverskan gaur sem hún hefði spjallað alveg heillengi við um skólann sinn. Svo er ég í sakleysi mínu að vafra á netinu og finn þetta hér!

28.6.02

Ánægjufréttir fyrir Hauk!
Nú held ég að skíthællinn hann Haukur geti heldur betur glaðst því ég er búinn að finna fyrir hann nýja poppstjörnu sem hann getur sökkt sér í. Haukur er mikið fyrir vel markaðssetta tónlist sem búin er til fyrir 13 ára stelpur. Ég hef því engar áhyggjur af því að honum falli tónlist færeysku barnastjörnunnar Brands Enni ekki vel í geð. Drengurinn er umvafinn stelpum í myndböndum sínum og ég veit að Haukur hefði ekkert á móti því að vera svoleiðis líka.

Brandur is a star, and he will not wait in the moonlight anymore.
Oj mar!
Nú er klukkan að verða þrjú um nótt og það er enginn inni á msn-inu og ég er alveg að leka og það sökkar! Ég er að reyna að snúa sólarhringnum við því ég byrja næstu syrpu núna á morgun með næturvakt. Ætli það sé ekki best núna að hella sér bara upp á ólgandi kaffi. Það er þó til eitt sem er betra en sterkt kaffi en það er einmitt hræðileg ásjóna Hauks viðbjóðs og ákvað ég því að birta hér enn eina mongómyndina af honum.


Best að reyna að vera kúl!

27.6.02

Mér líst nokkuð vel á þessa vél sem hún Sigga var að kaupa sér og talar um hér. Hún kostar ekki mikið miðað við aðrar digital myndavélar ( 7000 kr ) og væri fín fyrir svona kjánasíður.

26.6.02

Mamma er búin að vera að nöldra í mér alveg endalaust um að taka til í geymslunni niðri því hún hefur haldið því fram að ég eigi um einn þriðja af draslinu þar. Ég er búinn að svitna við tilhugsunina um að fara í gegnum þetta allt því ég er svona gaur sem doka við hvern hlut og fer geðveikt að pæla. Svo kemur bara á daginn að Snorri á þetta allt saman. Fökk! (Góð saga)

Það mætti segja að þetta próf sökkaði.


Sjáðu hvaða týpa þú ert


25.6.02

Það er ýmislegt sem hefur farið í taugarnar á mér í sambandi við Survivor undanfarið en í lokaþættinum ætlaði allt um koll að keyra. Sérstaklega fannst mér þessi meinta þáttaka guðs í leiknum frekar kjánaleg. Hann tók sér tíma til þess að fylgjast með þessum ameríska sjónvarpsþætti og hjálpaði m.a. Sean að vinna bíl. En það hallærislegasta fannst mér samt þegar Jeff kom fljúgandi í þyrlunni með svörin og fór fram hjá frelsistyttunni. Það var gert frekar mikið úr því og hann brosti svona stoltur til hennar. Ömurlegt!

23.6.02

Rock on Erla!
Í tilefni af endurfundi þessarar rosalega sóðalegu myndar af Erlu fær hún titilinn Erla orgasm hér í tenglunum hjá mér. Hún er búin að húka þar nógu lengi án viðurnefnis.

Svo vil ég bara taka það fram að ég er kominn í enn eitt vaktafríið. Byrja ekki að vinna aftur fyrr en aðfaranótt laugardags. Ekki slæmt!

22.6.02

Eitthvað held ég nú að Gulli sé að missa það. Ég er nú ekki alveg sammála því að hægt sé að réttlæta það að láta 5 ára stelpur fá blóðnasir. Mismunandi skoðanir gera þó lífið skemmtilegra :)

Svo finnst mér þessi pistill hjá Erlu óvenju skemmtilegur í ljósi þess að bróðurpartur skrifa hennar er á ensku :)

21.6.02

Greyið litla
Siggi er nú þannig úr garði gerður að hann er aumingi sem virðist þurfa samþykki allra í kringum sig fyrir öllu sem hann gerir. Þetta rauðkudýr getur sama sem aldrei staðið einn og þarf alltaf að tilheyra einhverjum hópi í ósjálfstæðum ömurleika sínum. Nú virðist hann telja sig voða mikinn mann með "föst skot" því honum virðist sem hann sé með Hauki í einhverju bögg bandalagi gegn mér. Ég er nú samt ekki viss um hvort Haukur vilji neitt með þennan morknaða túrtappa hafa enda væri það honum, þó ömurlegur sé, til mesta ama. Þó lítil virðing sé almennt borin fyrir Hauki þá er hún engin borin fyrir Sigga. Ömurleiki Sigga sést nú best í nýjasta bloggi hans þar sem hann heldur því fram í svari sínu að hann þurfi ekki að svara mér.

Mér þykir það alveg merkilegt hvað Sigga finnst þetta hér vera sniðugt. Þetta er svo bersýnilega skrifað af fólki sem skortir þá andlegu yfirburði og snerpu sem fólk sem gjarnan situr frammí hefur. Það kom mér því alls ekki á óvart að sjá Hauk taka undir þetta enda ömurleg smásál. Svo er það þannig að bandarísk lög gilda ekki frekar hér en íslensk þar og sé ég því ekki hvað græðist á því að lesa þetta.

19.6.02

Fyrst vikuna í júlí verð ég á Sigló takandi þátt í Þjóðlagahátíð á Siglufirði (Ég veit að ég er geðveikt kúl). Mér var boðið að taka þátt í námskeiði númer eitt hér og var núna áðan fyrst að kynna mér um hvað það snerist. Ég virðist eiga að syngja. . . . ehh?

Ég virðist ekki geta vanist því almennilega að koma heim úr vinnunni og fara að sofa þegar allir aðrir eru að mæta í vinnuna. Þetta er geðveikt furðulegt.

14.6.02

Eins og fram hefur komið hjá mér í mínum skrifum finnst mér subbueðli Sigga það svakalegt að ég átta mig ekki alltaf á því. Það felst oftast í einhverju rugli sem hann skrifar eins og þessu hér. Hljómar svona svolítið eins og tilraun unglings til að vera kúl við að mótmæla foreldrum sínum. Svo finnst mér þetta málshátta dæmi alveg frábært hjá honum. Í gamni koma hér nokkrir sem eiga við hann.

Með fyrirvara skal Sigga fregnum taka

Subbulegt er Sigga að sjá

Sjaldan segir Siggi satt

Ef Sigga menn sjá skal í múl ná


Ég tók þetta kjánapróf af því það er á nánast öllum síðum í kringum mig. Það kom mér heldur ekki á óvart að vera minna illur heldur en Siggi en þetta er þó skemmilegt skjalfest dæmi þess.

You are 20% evil! [?]


You're pretty non-evil. You're a little bit off of being all good, but you tend to still be orderly and peaceful. You aren't the bad person at all...for the most part.


13.6.02

Siggi með buxurnar niður um sig
Það kemur mér svo sem ekki á óvart að Siggi tengi hitt og þetta við tíðahringinn með höfuð sem líkist útþöndum notuðum túrtappa. Aftur á móti kemur mér það á óvart að hann þykist ekki vita af blogtrack sem er mikið notað allt í kringum hann. Subbueðli hans er slíkt að maður áttar sig oft á tíðum ekki á því. Þetta er þó reyndar ekki í fyrsta skipti sem hann fer með ósannindi á síðunni sinni sem í raun er með þeim ósennilegustu á netinu og ég veit í rauninni ekki af hverju ég er með hann inni á blogtrackinu mínu. Þegar maður er haldinn skítaeðli sem þessu ber manni að forðast málshátta notkun af þessum toga og er þetta mál er allt hið subbulegasta og Sigga til ævarandi skammar og háðungar.


Siggi gargandi einhverja lygi í líki Súpermanns

12.6.02

Það er nú Sigga líkt að reyna að vera kúl og tjá sig um íþróttir í andleysi sínu. Á hann einhverja von á því að fólk lesi þetta og hafi gaman af. Mér ofbjóða þessi gríðarlegu leiðindi. Hann þarf svo sannarlega að fara að hugsa sinn staðnaða gang.

10.6.02

Veðrið er jafn gott og Haukur er leiðinlegur. Og ég er að fara að sofa. . . . FÖKK!

9.6.02

Ég vildi nú bara benda ykkur á þessa snilldar mynd, Jalla, jalla, sem ég horfði á núna um daginn með foreldrum mínum. Hún er sænsk og er með skemmtilegri myndum sem ég hef séð núna í langan tíma.


8.6.02

Hey! Hvað er málið með Sigur Rós? Hvenær ætla þeir að gef út nýtt efni. Þeir sem vita eitthvað um þau mál mega endilega senda mér póst.

sokkasafi@simnet.is

7.6.02

Hér eru þær helgar sem ég verð í fríi í sumar. Þær eru frekar fáar svona þegar maður fer að pæla í því :(

14.-16. júní
5.-7. júlí (Verð þá á Siglufirði)
26.-28. júlí
3.-4.ágúst (Vinn á föstudeginum til fjögur)
16.-17. ágúst (Byrja að vinna laugardagskvöldið)

5.6.02

Grænlendingurinn Billiam
Það er frekar undarlegt að vera þunnur á miðvikudegi. Ég fór á kaffihús í gær með Sunnu og Hauki þar sem við sötruðum nokkra bjóra. Rétt áður en við lögðum af stað fékk Sunna símtal frá grænslenskum vini sínum sem við ákváðum eftir hláturskast að gæti komið með. Það var ekki verra heldur að hann heitir Billiam :)

4.6.02

Ég er búinn að vera í gær og í dag á lyftaranámskeiði. Titill námskeiðsins var ekki lýsandi. Í gær sat ég og hlustaði á fyrirlestur um öryggisgleraugu og hvað það væri nú sniðugt að nota þau. Einnig var farið í bretti og heildarþyngd dráttarvéla var skilgreind. Mér var ekki skemmt. Þetta tók átta klukkustundir. Ég mætti svo aftur á lyftaranámskeiðið í dag þar sem við horfðum meðal annars á ótextaða mynd á þýsku um lyftara. Þrátt fyrir stúdentspróf í þýsku botnaði ég lítið í henni og held ég að það hafi átt við um flesta. Í lokin tókum við svo próf úr námsefninu sem var hálfgerð samvinna hjá hópnum. Stjórnandanum virtist standa á sama. Ég get allavega tekið nú próf á flest stórvirk vinnutæki ef ég kæri mig um.