Pleasure, pleasure!

31.10.02

Þetta hér finnst mér nokkuð fyndið. Sigga vil ég vara við að skoða þetta innan um fólk þar sem raðfullnæging mun sennilega brjótast út hjá honum öllum til leiðinda.

Í sumar sannfærði sölumaður Tals mig um að það væri hagstæðara fyrir mig að nota talfrelsi heldur en venjulega áskrift. Nú nokkrum mánuðum seinna hef ég komist að því að hann getur bara farið í görn!!!

Hvað eruð þið greind?

30.10.02

Keypti mér nýja Sigur Rósar diskinn ( ) í gær og hef verið að hlusta á hann síðan þá. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað mér á að finnast um hann. Mér finnst hann vera svona heldur fljótandi og ekki er ég að skilja þessa vonlensku né nafnleysi laganna. Mér finnst þetta eiginlega bara ekki vera punkt sniðug. Einhver artífartí tilraun sem virkar alla vega ekki á mig. Hann Jónsi hljómar eiginlega eins og hvalur eða þá mongó með allt of stóra tungu. Það er þó margt mjög gott á þessari plötu og þá kannski sérstaklega lag númer 7.

29.10.02

Skrapp á Road to Perdition með nokkrum subbum. Ber þar kannski hæst Brynjar freknu, Daða ógó og Helga skrímsla að ógleymdum mesta viðbjóðinum honum Gústa sem sést hér brjóta múrsteina með tilheyrandi látum. Auk þess voru þarna tveir gaura sem ég þekki ekki punkt.

Myndin var bara nokkuð góð og minnir uppbygging hennar mig frekar mikið á Íslendingasögurnar (Útlagi, svik, hefndir, fjölskyldubönd, uppgjör og örlög sögupersóna). Greindir geta velt þessu fyrir sér. (já, ég er kúl!)

Annars barst mér frekar skemmtilegt sms frá Karen núna áðan. Þeir sem hlut að eiga verða sennilega einu sem fatta af hverju ég hló að þessu ;)

HAHAHAHA nu fatta eg hvi haukur kom ei a manud i skolann heldur sendi ter sms kl 5!!! KP ;)

27.10.02

Það er bara allt að gerast hjá Katrínu vídjó. Hér er skemmtilegur pistill um kynni hennar af Ron Jeremy.

23.10.02

Þá er mamma loksins farin að ala okkur bræðurna upp eftir nokkurt hlé. Í gær kenndi hún mér að handþvo og nú loks skil ég þá alvöru sem bjó að baki þeim óskum hennar að ég ætti ekki að kaupa handþvegin föt en ég hef orðið fyrir miklu aðkasti frá Siggu og Brynjari vegna þeirra athugana minn í gegnum árin. Svo hefur hún líka ákveðið að láta okkur Snorra elda einu sinni í viku. Þar sem ég er ömurlegur kokkur ákvað ég að byrja á botninum og sauð pulsur í fyrsta skiptið sem var það einfaldasta sem mér datt í hug en ég klúðraði því samt. Ég athugaði ekki hvað til var á þær (sinnep, steikur laukur og stöff) og því enduðum við á því að setja allskonar óhefðbundið drasl á þær eins og ostasósu og læti. Svo í kvöld eldaði ég ommelettu en það tókst undravel. Strumpakveðjur :)

22.10.02

Haukur mannfýla
Keflavík er þekkt fyrir að geta af sér óhemjuhátt hlutfall af viðbjóðum. Sumir þeirra reyna að afneita sínu eðli og flytja þá oft í bæinn og byrja að búa. Það er þó tvennt sem kemur upp um svona laumu Keflavíkurvibba. Það er auðvitað hræðilegt útlitið og svo ömurlega svikulegt eðli þeirra. Haukur hefur lengi rætt um að koma með mér í World Class en núna í seinustu viku tjáði hann mér það að hann væri hættur við það því hann langar svo í Playstation tölvu eins og sjö ára stelpu. Sem betur fer hefur einn rauðhærður sýnt áhuga á því að koma með mér en það breytir því ekki að Haukur er mannfýla.

20.10.02

Tókst með mikilli kænsku að halda mér frá áfengi í gækveldi og brjóta þar með upp subbumynstur undanfarinna helga. Fór í staðinn á Red dragon með Hauki, Begga og lady Vikks. Myndin var þrusugóð en nærvera Bergþórs setti óneitanlega neikvætt strik í reikninginn. Ég spurði hann bara af kurteisisástæðum hvort hann vildi koma með. Það þýðir þó ekki að sýta það lengur. Eftir bíóið kíkti ég brummandi á Astró og hitti þar furðumikið af liði. Heavy!

17.10.02

Ólöf hefur nú loks hreppt langþráð sæti í tenglasafninu hjá mér og færst úr óæðri tenglunum þar sem ömurlegt er að húka. Ástæðan er útlitsbreytingin sem og tengill að síðunni minni hjá henni. Mér finnst ég þó húka þar heldur neðarlega á lista og vona ég að hún sjái að sér hið fyrsta. Katrín Eva kemur til með að húka þarna niðri sér til háðungar enn um sinn eða þangað til hún birtir óvissuferð vaktar þrjú á síðunni sinni!

16.10.02

Dreif mig til Hauks fyrr í kvöld til að læra efnafræði eins og við vorum búnir að ákveða. Við gátum reiknað nokkur dæmi en vegna frussuniðurgangs sem hrjáði Keflvíkinginn sáum við hag okkar beggja best borgið ef ég léti mig hverfa. Hann var eins og aumingi og vældi um mömmu sína.

15.10.02

Var að koma heim úr verklegri grasafræði þar sem m.a. var farið í muninn á rótum ein- og tvíkímblöðunga. Þetta er stórmerkilegt allt saman alveg hreint. Nú veit ég til dæmis að gulrót er tvíkímblöðungur. Svo erum við Haukur einnig búnir að sanka að okkur gríðarlegri kunnáttu í verklegu dýrafræðinni með skötukrufningum og styttist í að við getum krufið hann Magga en það er einmitt á stefnuskránni eftir rottukrufninguna.

Og á meðan ég man. Ég hitti Magga á msn-inu í nótt (já, ég veit ég er sóði) og hann bað að heilsa ykkur subbunum kærlega.

13.10.02

Ekki kann ég við hótanir Eddu í minn garð á síðunni hennar. Mér finnst einkar óviðeigandi að hún beiti háþróuðu þrýstitaktíkinni minni (tenglaskiptingunni) á mig sjálfan. Ef hún hættir þessu ekki hið snarasta fær hún titilinn Edda hrokalufsa í tenglunum mínum!

7.10.02

Þá er Halli beibí loksins búinn að koma heimasíðunni sinni blogzone.net á laggirnar. Það er auðséð að hér er hönk á ferð með mikla tölvukunnáttu og gríðarlega sköpunargleði. Þokki hans verður nú loks öllum aðgengilegur. Honum hefur nú verið bætt í tenglasafnið mitt en hrapar auðvitað strax niður í óæðri tengla ef mér finnst hann ekki vera að standa sig.

Hauk hef ég dángreidað enda er hann andlaus aumingi fastur í andhverfu þroskatímabili.

Morgun-Egill vaknaði klukkan sjö, steytti hnefum til himins og sofnaði svo aftur.

6.10.02

Fyndið þegar leigubílstjóri býður manni góðan daginn þegar maður er á leið heim eftir djamm :) Ég lenti í því í fyrsta skipti í morgun og hef svo sem ekkert hugsað mér að lenda í því aftur. Það er ekkert sniðugt að vera svona lengi niðri í bæ.

4.10.02

Fór á jazztónleika í gær á Kaffi Reykjavík með Brynjari freknu í gær og skemmti mér alveg konunglega. Við fengum okkur nokkra bjóra og spjölluðum svo hellingi við skoskan Bjarkar og Sigur Rósar aðdáanda. Heavy!

3.10.02

Bróðir minn er hönk!

2.10.02

Þvílík endemis ömurlegheit!
Ég er í algjöru rusli. Það er búið að loka fyrir Klassík fm 100,7! Þetta er án efa ömurlegasta ákvörðun allra tíma. Á hvað á ég að hlusta núna í bílnum?