Pleasure, pleasure!

29.8.02

Ég ætla að koma með spá. Ég og Haukur eigum ekki eftir að endast punkt saman í verklegu. Hann er svo mikill skíthæll sem hræðilegt er að vinna með og notar hvert tækifæri sem er til að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað. Þar að auki er kvikindið húðlatt og veit ekki neitt. Ég gef honum mánuð og svo dömpa ég honum.

Þið sjáið líka hér hvað hann er ógeðslegur. Ef hann hefði fæðst sem aðalsmaður hefði hann verið ógeðslega hrokafullur og allir í kringum hann hefðu hatað hann.

28.8.02

Það er einhver af ykkur hálfvitunum búinn að henda netfanginu mínu inn á einhvern opt-in-list sem þýðir að ég fæ alveg endalaust mikið af viðskiptatengdum tölvupósti. Urr!

Annars finnst mér ekkert sniðugt að vera að hanga heima veikur. Get hvorki unnið né farið í skólann sem er ekkert spes. Þetta henti mig einmitt líka fyrstu vikuna í fyrra.

26.8.02

Var að renna yfir efnisskrá sinfoníunnar í vetur. Ég er nú satt best að segja ekkert heillaður upp úr skónum en þetta er þó ekki alslæmt. Requiem eftir W. A. Mozart verður flutt tvívegis í október og ekki ætla ég að missa af því. Jólaótratoríur Bachs og Johns Speights verða fluttar í desember og svo stjórnar Ashkenazy War Requiem eftir Britten í apríl en það er massa flott stykki. Eitthvað verður um popp tónleika eins og undangengin ár en þeir heilla mig ekkert sérstaklega núna. Fluttar verða útsetningar á lögum Abba og Sálarinnar. Verst er að engir tónleikar verða með verkum Jóns Leifs!

25.8.02

Helgin var bara nokkuð góð hjá mér fyrir utan smá snert af flensu. Fyndnast fannst mér að frétta að leigubílstjóri nokkur neitaði að ferja hann Sigga heim til sín í gærnótt. Hann sakaði hann á leiðinni niður í bæ að vera að hrækja og skyrpa í leigubílinn og bað hann um að haga sér eins og siðmenntaðri manneskju sæmir. Fljótlega eftir þetta tók Siggi þá ákvörðun að fara heim. Þegar hann svo stoppaði á Select til þess að æla fannst leigubílstjóranum nóg komið og neitaði að fara lengra með hann.

Það er orðið svo langt síðan maður hefur tekið svona kjánapróf að ég bara stóðst ekki mátið.


GreenYou are a very calm and contemplative person. Others are drawn to your peaceful, nurturing nature.
Find out your color at Stvlive.com!


21.8.02

Við ættum nú að hafa mismiklar áhyggjur af þessu en Siggi er gjörsamlega samviskulaus!

18.8.02

Ó þú ljúfa tilvera!
Æðislegt að vakna eftir næturvakt og uppgötva svo líkama mínum til mikillar skelfingar að ekki sé til kaffi. Líkami minn þarf kaffi! Eftir væg áföll af þessum toga tekst mér oft að róa hann niður með smá píanóleik. En tja. . . . þá er pedallinn í einhverju fokki. Hvers á ég að gjalda? Enn á ný er styrkjandi að hugsa til þess að tilvera Hauks er alltaf miklu vesældarlegri og maður getur þakkað fyrir það að lifa ekki hans ömurlega lífi.

15.8.02

Ég held að þessi tognun sem Siggi lenti í í gær sé hið versta mál. Drengurinn er búinn að eyða gríðarlegum tíma og orku í að venja sig af þessari krónísku sjálfssnertiþörf sinni en núna er hann kominn í svaka umbúðir. Hann getur því ekki keyrt og vinnur heima hjá sér en þá er ekki langt í að hann falli í gryfjuna og láti undan fýsnum sínum á nýjan leik.


Siggi nýbúinn að fá það vonandi að enginn hafi séð til hans

14.8.02

Ég vil vara Sigga við að kíkja á þetta hér. Hann gæti hreinilega bara fengið raðfullnægingu. Það væri nú vandræðlegt fyrir hann í vinnunni. Ég hef hinsvegar engar áhyggjur af ykkur hinum.

13.8.02

Esjudagur Egils!
Nú fer að líða að hinum árlega Esjudegi Egils. Sumarið er að enda og því er um að gera að kíkja upp á Esju í góðra vina hópi. Ég hvet því alla til að senda mér póst, líka þá sem ég þoli ekki eins og Hauk, og fá þeir eins og hinir uppgefna rétta tímasetningu. Það er loforð.

Stefnan er að fara á Esjuna einhvern af næstu fimm dögum (greindir geta reynt að fatta af hverju) þegar veður er gott og þegar sem flestir komast. Ykkur er frjálst að greiða þáttökugjald, allt upp í tíu þúsund krónur.

Skráning!


Jei!
Ég er kominn í fimm daga vaktafrí. Eins og staðan er núna hálf þrjú um nótt er ég overdósaður af alltof miklum svefni og kaffi. Svo vildi enginn fara með mér í bíó í kvöld og lýsi ég frati í alla vini mína. Líka þá sem ég spurði ekki. Þeir gátu bara hringt!

10.8.02

Mér barst eftirfarandi sms frá ónefndum aðila í gegnum tal.is í gær.

Your extreme filthness has no sign of any end just like the universe. You are defenitely the filthiest creature that has ever walked on this planet. Including the famous hornilla! Hornilla looked like a gorilla but was constantly masturbating and therefore couldnt defend itself against the gorillas and was eliminated!

Þetta er kannski svolítill einkahúmor en ég var allavega hlæjandi að þessu í vinnunni í allt gærkvöld. Fólk var meira að segja farið að horfa á mig.

8.8.02

Ég hef margt ömurlegt séð koma frá Magga en ekkert þó ÖMURLEGRA en þetta blogg hér! Ég bara gjörsamlega skil þetta ekki. Á þetta að vera fyndið eða býr eitthvað meira að baki. Ég stórefast reyndar um það síðara. Ég held að Maggi þurfi nú að fara að hugsa sinn gang enda stefnir hann hraðbyri í átt að ömurleika Sigga sem þó áttaði sig á því og hætti barasta að blogga.

7.8.02


Var að koma frá Sigga þar sem við hittumst nokkur og góndum á spólu. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að húsið hans er orðið að kóngulóabæli. Þær eru út um allt spinnandi vefi sína og þegar ég var að fara var ein þeirra búinn að hylja útganginn gjörsamlega með þvílíkum vef sem ég gekk auðvitað beint í. Ógeðslegt!!!

Og já. . . Fyrir ykkur dyggu áðáendur lífs míns sem komið hingað fréttasólgnir á hverjum degi að fræðast um mig og líkama minn segi ég: Ég er hættur í verkfræði og er að fara í líffræði. Yeah!

6.8.02

Á ferðum mínum um bæinn þessa helgi hef ég nú komist í mikla og góða snertingu við almúga þessa lands og skynjað hjá honum ákveðna óánægju með gang mála hér á síðunni. Sauðsvartur lýðurinn hefur sagt mér að MacHumphry sé sárt saknað og einnig kosningunni um Hönk/ynju vikunnar. Það skal nú upplýst að pabbi hennar Huldu drap MacHumphry á þessari síðu en heyrst hefur að hann sé að íhuga að gerast fastapenni á síðunni blogzone.net og halda áfram þar ókeypis kynlífsráðgjöf sinni. Ég veit svo ekki annars hvað ég geri með þessa könnun.

5.8.02

Blautasta þjóðhátíð í manna minnum. Ég held nú að Edda og Kristín hafi átt eitthvað í þessum polli þarna í Herjólfsdalnum þrátt fyrir að ég hafi verið í Reykjavík.

4.8.02

Þá hef ég troðið þessu athugasemdadæmi hingað inn og það verður athyglisvert að fylgjast með notkuninni á þessu. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef Haukur færi offari í vanþroska sínum með aulalegum kommentum hér daginn út og inn.

2.8.02

Kommentin
Það má einhver elskulegur líka kenna mér að setja svona komment drasl á síðuna mína eins og hinn bráðsnjalli Svan er með á sinni síðu.

Guði sé lof! Líf mitt er aftur orðið eðlilegt enda ný sturta mætt á svæðið. Það er aftur á móti ekki jafn gott að það líður að því að ég þurfi að klippa á mér táneglurnar en það er þó enn seinna tíma vandamál. Í tilefni af verslunarmannahelginni segi ég svo við eyjafara: Passið ykkur á Sigga. Hann er nauðggjarn!