Pleasure, pleasure!

30.6.03

Esjudagurinn!
Nú fer að líða að hinum árlega Esjudag Egils! Þetta framtak mitt hefur vakið mikla lukku undanfarin ár enda verður líkami minn með í för. Sem fyrr er frjálst að greiða þáttökugjald upp í 10 þúsund krónur og reynt verður að skilja Hauk eftir í bænum! Ég hvet því alla sem mér finnast ekki leiðinlegir til að hafa við mig samband næst þegar veður er gott!

29.6.03

Það er nokkuð flott nýja blogger útlitið. Það er meira að segja hægt að velja þar íslensku sem tungumál sem og íslenskan tíma!

En annars er ég kominn í vaktafrí sem er eins og áður mjög ljúft. Byrja ekki að vinna aftur fyrr en aðfaranótt föstudags. Rarr!

Hvað er annars málið með umræðuna um jafnrétti kynjanna í þjóðfélaginu núna? Mér finnst þetta allt saman vera að keyra um þverbak. Mér skilst þó að ég sé feministi þar sem ég er fylgjandi því að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Mér finnst jákvæð mismunun vera fyrir neðan allar hellur enda á val að fara eftir hæfileikum en ekki kyni að sjálfsögðu. Svo finnst mér asnalegt að forstjóri Norðurljósa þurfi að tjá sig sérstaklega um það að 4 fréttakonum hafi verið sagt upp en ekki blönduðum kynja hópi. Svo er ekkert rætt um það að 64% útskrifaðra úr Háskólanum séu konur. Ætti það ekki alveg eins að vera áhyggjuefni? Asnó!

23.6.03

Þetta frí var subbufljótt að líða! Það er hóflega skemmtilegt að byrja að vinna aftur í nótt. Í næsta fríi ætla ég að reyna að eyða minni pening og vera minna fullur. Ehh . . .

21.6.03

Ég fór á Ölver í gær með vinnunni því þar er hægt að syngja í karokí. Í einhverju ölæði ákvað ég að dilla mér syngjandi fyrir framan gestina en fann sem betur fer engin lög sem ég kunni (Nína og The final countdown). Svo er þetta algjör subbubúlla yfirfull af rúmlega fertugu fullu fólki sem syngur eins og geldur köttur í dauðateygjum. Bín þer dönn þett!

Svo er nærveru minnar óskað hjá Sigga bleika í kvöld. Verður bókað geðveikt leiðinlegt þar. . . .

19.6.03

Ameríkanar eru eitthvað svo miklir asnar! Þeir eru farnir að fara meira og meira í taugarnar á mér núna undanfarið. Þetta hér er eitthvað svo dæmigert.

Gratitude and support?!

Varúð
Ég var að koma heim af SVO ömurlegri mynd. Samt var ég skíthræddur á henni eins og ég bjóst svo sem við.

Myndin hét They og fjallaði um einhvers konar verur sem ekki þola ljós og hafa einhverja dularfulla eiginleika til að slökkva bæði rafmagns- og kertaljós. Kvikindin kunna einnig á síma sem þau nýttu sér einu sinni í myndinni þar sem þau önduðu hryglukennt í hann. Algjörlega tilgangslaust atriði eins og flest í þessari slæmu slæmu mynd. Ég mæli með henni!

Svo er þetta hér nokkuð fyndið :)

18.6.03

Allt að gerast
Nú er ég kominn í vaktafrí og byrja ekki að vinna næst fyrr en aðfaranótt þriðjudags. Þéttskipuð dagskrá er framundan enda vilja allir ólmir vera nálægt líkama mínum á góðum degi. Á morgun er það kringluferð og eru eftirfarandi skráðir í hana: Edda, Haukur, Siggi og Marinó. Enn er hægt að skrá en þátttökugjald eru litlar 500 krónur. Á morgun er svo afmæli hjá Sunnu og á föstudaginn verður strandpartý í Nauthólsvík með vinnunni. Um kvöldið verður svo stefnan tekin á karokíbar . . . ehh . . . Á laugardaginn verður svo örugglega eitthvað gert þar sem nærveru minnar er krafist..
´
Svo er ekki amalegt að nýr Weebl and Bob þáttur hefur litið dagsins ljós. Pottþétt uppáhaldsþátturinn hans Gústa rappara.

15.6.03

Mæ bodí
Nú styttist í að ég byrji að upphönka mig á ný. Spurningin er bara hvort ég bombi mér með Sigga eða mömmu. Mamma eða Siggi. Erfitt val þar. Ég hef nefnilega dálitlar áhyggjur af því að Siggi nenni sjaldan í ræktina sem hann þykist vera iðinn við að stunda. Ég sé hvað setur.

Svo lýsi ég eftir einhverjum til að koma með mér í sumarkaupseyðsluleiðangur. Mér hryllir við þessum háu tölum í netbankanum mínum! Haukur er búinn að lýsa yfir áhuga að fara í kringluferð seint í vikunni. Fleiri?

10.6.03

Egill + bjór = Þokki
Sem betur fer var þetta löng helgi sem gerði mér kleyft að svala bjórfýsn minni í góðum hópi. Ég kláraði einmitt syrpu í gær og um kvöldið var vinnupartý hjá Jóu. Þar umlauk víðfrægur þokkinn líkama minn eins og hlaup og fór það ekki framhjá fólki! Við fórum svo niður í bæ á Hverfisbarinn þar sem ég hitti vitaskuld Hlín og skutlglöðu vinkonur hennar. Við ræddum margt saman af spaklegu viti í hávaðanum og vorum alveg sammála um það að kíkja í kaffi til Jórunnar píanókennara með Brynjar freknu í eftirdragi. Kominn tími til!

8.6.03

Móðir mín og sagnaarfurinn
Það átti sér nokkuð fyndið atvik sér stað áðan hér á heimilinu. Mamma er mikil kvenréttindakona og finnst oft að sér vegið hér á þessu karlaheimili. Ég var að benda henni á að lesa Gylfaginningu og fer með bókina Úr Mímisbrunni sem inniheldur Gylfaginningu, Hávamál og Völuspá til hennar. Svo vildi til að hún var að þrífa klósettið en pabbi stóð hjá og tók af mér bókina, opnaði og las handahófskennt upphátt úr henni:Meyjar orðum
skyli manngi trúa
né því er kveður kona
því að á hverfanda hveli
voru þeim hjörtu sköpuð,
brigð í brjóst um lagið.


Mömmu var ekki skemmt! Henni fannst þetta táknrænt þar sem hún var að þrífa klósettið og segist nú ætla að flytja burt :)

6.6.03

Bjór og kaffihús á sunnudaginn eða eitthvað álíka! Einhver?

4.6.03

Subbó
Ég verð að vinna næstu tvær helgar sem ætti að teljast fréttnæmt fyrir aðdáendur líkama míns sem vilja helst vera nálægt honum öllum stundum og þá helst þegar ég er drukkinn. Gleðskapur þessar helgar er vitaskuld bannaður!

Ómæld gleði!
Þá er loksins kominn annar Weebl and Bob þáttur og er hann að venju algjör snilld. The mysterious chicken breikar og allt mar! Þáttinn geta spakir að viti nálgast hér!


Hér má svo finna upplýsingar um Weebl

3.6.03

Nú er fríið mitt bara búið í bili. Fagur líkami minn þarf að vera mættur til vinnu á miðnætti.

Annars fór ég í bíó í gær og það kom mér mjög á óvart að sá atburður (ég að fara í bíó) varð ekki vinsælli en svo að mér tókst aðeins að draga tvo með mér. Við Manni og Hulda sáum myndina Narc sem ég mæli eindregið með.

Og hey! Hversu kúl er það að fara með mömmu sinni í World Class? Ég og mamma erum að pæla í að kaupa okkur 2 fyrir 1 tilboð á tveggja mánaða korti þar. Kominn tími til að upphönka sig og ekki verra að hafa mömmu sína nálægt.

1.6.03

Þokki
Sviklegt eðli rauðhærðra er með ólíkindum. Við mættum nokkur misskemmtileg til Eddu í gær og eftir að hafa sötrað aðeins of mikið af víni var mér hent inn í leigubíl og niður í bæ. Þegar ég svo í sakleysi mínu fer að girða mig fyrir framan mr stekur Manni böllur að mér og kippir buxunum mínum niður. Púkanærbuxurnar blöstu við bænum. Annars vann ég það þokkatap sem hlaust af þessu upp á dansgólfinu á Felix. Þar voru fjöldamörg vitni sem geta staðfest það! Sigga beibí var þar meðal annars með vinkonu sinni og þær hreinilega fundu sig knúnar til þess að yfirgefa staðinn til að koma í veg fyrir að þær myndu hreinlega bara stökkva á mig því þokkin var þvílíkur!