29.5.04
25.5.04
Beggi benti mér á þennan texta af síðu Helga Hjörvars. Mér finnst þetta frekar fyndið ;)
Forsætisráðherra er landskunnur af gamansemi sinni. Þegar hér ólgaði allt og sauð og forsetinn hafði ákveðið að fara ekki í danska brúðkaupið þá leitaði Davíð hans um þinghúsið allt. Að einum þingmanni gekk hann í kantínunni og spurði hvort hann hefði séð Ólaf. Þegar þingmaðurinn hváði spurði forsætisráðherra aftur og þá ekki um Ólaf einhvern, heldur forseta lýðveldisins. Þegar þingmaðurinn sagðist ekki hafa séð hann spurði forsætisráðherra starfskonu mötuneytisins hvort hún hefði séð Ólaf. "Er hann kannski inni í eldhúsi hjá þér?" En þegar hún neitaði því spurði forsætisráðherra: "Hefur þú gáð í kælinn? Fyrst maðurinn gat ekki farið í brúðkaupið vegna óvissu um afgreiðslu mála á Alþingi hlýtur hann að vera hérna, sagði forsætisráðherra og leitaði áfram forsetans undir blöðum á borðum manna og þótti þó sjálfum skemmtilegast þegar hann gáði að forseta Íslands ofan í kókdós ungs þingmanns – en fann ekki. Og treysti því enda að Ólafur kæmi ekkert í leitirnar...
Forsætisráðherra er landskunnur af gamansemi sinni. Þegar hér ólgaði allt og sauð og forsetinn hafði ákveðið að fara ekki í danska brúðkaupið þá leitaði Davíð hans um þinghúsið allt. Að einum þingmanni gekk hann í kantínunni og spurði hvort hann hefði séð Ólaf. Þegar þingmaðurinn hváði spurði forsætisráðherra aftur og þá ekki um Ólaf einhvern, heldur forseta lýðveldisins. Þegar þingmaðurinn sagðist ekki hafa séð hann spurði forsætisráðherra starfskonu mötuneytisins hvort hún hefði séð Ólaf. "Er hann kannski inni í eldhúsi hjá þér?" En þegar hún neitaði því spurði forsætisráðherra: "Hefur þú gáð í kælinn? Fyrst maðurinn gat ekki farið í brúðkaupið vegna óvissu um afgreiðslu mála á Alþingi hlýtur hann að vera hérna, sagði forsætisráðherra og leitaði áfram forsetans undir blöðum á borðum manna og þótti þó sjálfum skemmtilegast þegar hann gáði að forseta Íslands ofan í kókdós ungs þingmanns – en fann ekki. Og treysti því enda að Ólafur kæmi ekkert í leitirnar...
24.5.04
Hin gríðarlega sumarupphönkun Egils sumarið 2004 hófst í gær af miklum krafti. Í dag ætlaði allt um koll að keyra er ég fór bæði út að skokka og að hjóla! Ég hjólaði héðan úr Breiðholtinu og alla leið á stúdentagarðana þar sem ákveðið var að nóg væri komið. Haukur elska kom því og sótti mig og skutlaði mér heim.
21.5.04
Hinni gríðarlegu upphönkun sem átti að hefjast í dag var frestað vegna veðurs þangað til á morgun og í síðasta lagi fram á mánudag. Takmarkið er að verða orðinn ómótstæðilegur í lok sumars í þröngum fötum með aflitað hár. . .
19.5.04
Sumarfrí!
Þá er ég loksins kominn í sumarfrí en hinu svokallað sumarnámskeiði í líffræðinni var að ljúka rétt í þessu. Ég og Haukur vorum í hópi með tveimur Selfossgimpum og handboltapésa og rannsökuðum við atferli margæsa við Skógtjörn á Álftanesi. Við skiptum liði og tókum tvær 10 tíma vaktir við að góna á þessi kvikindi nótt og dag. Þetta er ekki alveg það sem maður nennir að gera eftir próf en þetta er alla vega búið núna! Æm bjútífúl. . .
Þá er ég loksins kominn í sumarfrí en hinu svokallað sumarnámskeiði í líffræðinni var að ljúka rétt í þessu. Ég og Haukur vorum í hópi með tveimur Selfossgimpum og handboltapésa og rannsökuðum við atferli margæsa við Skógtjörn á Álftanesi. Við skiptum liði og tókum tvær 10 tíma vaktir við að góna á þessi kvikindi nótt og dag. Þetta er ekki alveg það sem maður nennir að gera eftir próf en þetta er alla vega búið núna! Æm bjútífúl. . .
17.5.04
Eins og þið andlausu gimpin vitið er ég ekki sérlega vel að mér hvað dægurtónlist varðar og kýs frekar að tjilla í góðum fíling með Jóni Leifs eða Bach. Síðan ég fékk kick ass tölvuna mín hef ég verið að reyna að bæta úr því og hef til að mynda troðið öllum þeim diskum sem pabbi og Snorri eiga inn á tölvuna. Einnig hef ég farið á netið og fann þar í gær frekar netta íslenska hljómsveit sem heitir Ampop. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort hún sé eitthvað þekkt eða ekki en hvað sem því líður þá finnst mér þetta lag hér vera þvílíkt flott. Allir að hlusta nema Haukur!
16.5.04
Shame on you
Fjandans júrógubbskeppnin hafði af mér nætursvefninn. Ég fór inn að sofa klukkan tólf til þess að vera sprækur fyrir sumarnámskeiðið sem byrjaði klukkan níu í morgun en sofnaði svo ekki fyrr en klukkan fimm. Danska lagið og það króatíska glumdu í hausnum á mér fram eftir nóttu sem var algjör viðbjóður! Þessi keppni getur farið norður og niður!
Fjandans júrógubbskeppnin hafði af mér nætursvefninn. Ég fór inn að sofa klukkan tólf til þess að vera sprækur fyrir sumarnámskeiðið sem byrjaði klukkan níu í morgun en sofnaði svo ekki fyrr en klukkan fimm. Danska lagið og það króatíska glumdu í hausnum á mér fram eftir nóttu sem var algjör viðbjóður! Þessi keppni getur farið norður og niður!
15.5.04
Júróvisjon er svo skemmtilega hallærisleg keppni. Ég hef reyndar aldrei horft á hana alla í gegn en þar sem ég er þunnur og ógeðslegur hef ég lítið annað getað gert í kvöld. Svarta sköllóta konan á stultunum fannst mér algjör snilld í franska laginu. Hún var eitthvað svo út úr kú þarna labbandi út um allt sviðið dillandi höndunum út í loftið. Austurríska strákatríóið var síðan algjör skelfing og það var sem þeir væru að gera grín að sjálfum sér. Svo var feiti dansarinn í Rúmenska laginu ótrúlega fyndinn :) Hann hefði átt að heimta að fá að vera í gegnsæju eins og hinir tveir.
14.5.04
Jæja . . . Þá er ég búinn í prófunum. Ég var ískyggilega langfyrstur út. Það hlýtur að boða einhverja skelfingu.
En hvað með það. Einhverjir til í eitthvað gums í kvöld? Ég þarf nebbla að mæta niður í Öskju klukkan níu á sunnudaginn!
En hvað með það. Einhverjir til í eitthvað gums í kvöld? Ég þarf nebbla að mæta niður í Öskju klukkan níu á sunnudaginn!
11.5.04
10.5.04
Nokkuð nett mynd!
9.5.04
Mig vantar eitthvurt andskotans DVD-Video Plug-in til þess að breyta formattinu á vídjófælunum til að geta skrifað þá. Er einhver aumingjagóður sem getur sagt mér hvernig ég redda því? -> sokkasafi@simnet.is
Með nýju kick ass tölvunni minni fylgdi tölvuleikurinn UEFA Euro 2004 Portugal. Nú býðst aðdáendum mínum að kaupa þennan stórskemmtilega tölvuleik af mér á aðeins 3000 krónur!
Þetta tilboð er með ólíkindum glæsileg og hvet ég ykkur til að hafa samband við mig sem fyrst!
Út úr búð kostar leikurinn 5000 krónur! Pælíessu!
Þetta tilboð er með ólíkindum glæsileg og hvet ég ykkur til að hafa samband við mig sem fyrst!
Út úr búð kostar leikurinn 5000 krónur! Pælíessu!
Í gær keypti ég mér kick ass tölvu fyrir peninga framtíðar. Til þess að einhver möguleiki væri á að ég myndi læra eitthvað í dag dreif ég mig því til afa og ömmu. Þegar þangað var komið fékk amma mig til að sálga býflugu sem var úti á svölum. Venjulega lætur maður nú flugur sem eru úti eiga sig en þar sem að ömmu minni er alveg einstaklega illa við þær lét ég til leiðast. Hún var stungin þegar hún var lítil og hefur síðan þá m.a. stokkið út úr bíl á ferð vegna býflugu. Ég þorði því ekki öðru en að hlýða.
6.5.04
Mig langar SVO í tilboðstölvuna sem er í BT blaðinu núna! :/
Þegar ónefndum aðila varð litið á þessa mynd um daginn hváði hann: Hva! Voru lesbíur í partýinu?
Marinó er nú hálfgerð lesbía og ber því ekki að undra . . .
Marinó er nú hálfgerð lesbía og ber því ekki að undra . . .
Hah! Ég var snöggur að kippa nærbuxunum mínum inn eftir þvott svo Snorri myndi ekki lauma sér í þær sem snöggvast!
1.5.04
Þar sem ég á að vera að læra ákvað ég að eyða tíma í að taka greindarpróf sem ég sá auglýst á New York times síðunni.
Your IQ score is 133
This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.
Your Intellectual Type is Insightful Linguist. This means you are highly intelligent and have the natural fluency of a writer and the visual and spatial strengths of an artist. Those skills contribute to your creative and expressive mind. And that's just some of what we know about you from your test
Svo vilja skepnurnar selja manni restina af niðurstöðunum! Þetta er engu að síður skemmtilegt. Þið getið tekið prófið hér!
Your IQ score is 133
This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others.
Your Intellectual Type is Insightful Linguist. This means you are highly intelligent and have the natural fluency of a writer and the visual and spatial strengths of an artist. Those skills contribute to your creative and expressive mind. And that's just some of what we know about you from your test
Svo vilja skepnurnar selja manni restina af niðurstöðunum! Þetta er engu að síður skemmtilegt. Þið getið tekið prófið hér!