Pleasure, pleasure!

31.7.04

Cheers
Beggi benti mér á frekar nett vídjó eftir Baldur fyrrverandi bekkjarfélaga minn úr Verzló. Hann teiknar þetta bæði og syngur og gerir hvort tveggja með miklum þokka. Myndbandið má nálgast hér!



Listamaðurinn á góðum degi

30.7.04

Þegar ég kom heim af kvöldvaktinni í gærkvöldi var bandaríska vinkona Snorra komin en hún gistir hjá okkur næstu fimm nætur. Hún er ekki jafn viss um að hún sé lesbía núna en það tel ég að sé kynþokka mínum sem hún kynntist í fyrra að þakka. Ef fram fer sem horfir mun hún fara héðan gjörsamlega kynvís!

24.7.04

Ég þoli ekki þegar ég er að drekka og hitti ekki. Það hefur óþarfa subbuskap í för með sér!

21.7.04

Ég mætti galvaskur með myndavélina mína á seinni næturvaktina núna í syrpunni eins og áður hefur komið fram og við Dagbjört misstum okkur ögn. Arna var líka með okkur á vél en hún var svo þreytt að hún nennti engu eins og sjá má hér! Þar að auki var hún eitthvað svo pirruð að maður hélt á köflum að hún væri nýbúin að missa legið.

Myndirnar eru hér!

20.7.04

Ég var að troða inn myndunum úr upphituninni fyrir Hinn árlega Esjudag Egils 2004 á netið fólki til hvatningar en mér tókst að drösla nýliðanum Marinó alveg upp á topp. Nú ættu allir þeir aular sem efuðust um sjálfa sig að fífleflast enda er þetta lítið mál. Myndirnar má finna hér!

Ég stefni á að fara annað hvort föstudag, laugardag eða sunnudag núna í þessari viku en það fer dálítið eftir veðri. Enn og aftur . . . veriði í bandi!





Manni gimp á toppinum!

19.7.04

Þetta er vandlifað
Það eru einhverjar ferlega óaðlaðandi unglingalufsur að slá blettinn rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann minn í þessum skrifuðu orðum. Ég labbaði framhjá þeim áðan en ég var að koma af næturvakt og fer að vinna aftur klukkan fjögur á eftir. Djöfull hata ég svona morgunhana. Fólk þarf að sofa!

Annars mætti ég með hönkamyndavélina mína á næturvaktina og tók þar nokkrar þokkafullar myndir af mér og öðrum við störf okkar þar. Þar sem satanistarnir eru enn að slá ákvað ég að bomba inn tveimur öllum til ánægju. . .



Sir Hunkish að taka sýni úr fljótandi álinu



Sir Hunkish í seypustörtunarmúnderingu!

16.7.04

Núna á eftir klukkan tæplega sex verður farin upphitunarferð á Esjuna með mig sem farastjóra. Ég og Manni erum eldheitir eftir að Hulda rak hann upp á fjall. Ég vil þó taka það fram að þetta er ekki hinn geysivinsæli Árlegi (og jafnfram alþjóðlegi ef Edda kemur) Esjudagur Egils sem allir bíða spenntir eftir. Hann verður að öllum líkindum farinn næstu helgi þar sem ég kemst í frí á fimmtudaginn næst. Þá eiga allir að mæta!

15.7.04

Kreisíj stöff!

Ég fór með Begga og Hauki á kaffihús í gær í smá bjórþamb þar sem við vorum nú allir í vaktafríi. Beggi var sá ábyrgi og var burrandi en Haukur var óábyrgastur. Við flökkuðum á milli staða og enduðum á Kofa Tómasar frænda þar sem Handsome keypti staupið orgasm í mínu nafni handa einhverri stelpu sem sat nokkuð frá okkur. Nokkru síðar gekk hann að henni og bað um að fá að taka af henni mynd fyrir vin sinn. Fyrr um kvöldið hafði hann svo náð símanum mínum á Hressó og hringt í hljómfræðikennarann minn. Þetta grey . . .



Prakkarinn og hönkið



Beggi ætíð í stuði

11.7.04

Í sumar hefur runnið á mig kaupæði eins og hin sumrin tvö sem ég hef unnið í álverinu. Efst á listanum trónir nýja digitalvélin mín, Ixux i, sem ég er svo ánægður með að ég held að ég laðist hreinlega kynferðislega að henni! Því næst kemur heildarsafn skopmynda Gary Larsons sem er algjör snilld! Nú langar mig svo í mp3 spilara og er að pæla í þessum hér! Er hann sniðugur? Þið sem vit á hafið skiljið eftir komment takk . . .

10.7.04

Stolinn bjór er svo góður! Ég var að koma heim af kvöldvakt og alla leiðina heim í rútunni sá ég fyrir mér ískaldan bjór í hillingum. Og viti menn! Pabbi hafði keypt sér Stella Artois sem beið þjófs ískaldur í ískápnum. Nú er ég sötrandi þýfið hlustandi á Bubba. Sjá hér . . .

8.7.04

Hljómfræði er leiðinlegri en ég hélt. . .

Góð saga
Ég var að byrja syrpu í nótt og af einhverjum ástæðum mætti ég með linsur í fyrsta skipti þessi þrjú ár sem ég hef verið að gimpast þarna í steypuskálanum. Ég var svo settur á steypuvél í fyrsta skipti í nótt og stuttu síðar var mér tjáð að linsurnar gætu bráðnað inn í augu í hitanum sem þar er. Ég tók þær snarlega úr. Áhugasamir um mig og minn líkama í vinnuklæðum geta svo smellt hér!

7.7.04

Það var svo skemmtilega þroskaheftur feitur kall að æfa niðri í World Class fyrr í kvöld. Hann spígsporaði þarna stoltur um með æfingaprógrammið sitt í höndunum með íþróttabuxurnar teygðar nánast upp að bringu. Svo stóð hann alltof nálægt fólki þegar það var að lyfta en þess á milli eyddi hann miklum tíma í að skoða sjálfan sig í spegli og passa upp á hárið á sér sem var eins og á Brynjari. Svona fígúrur gera lífið skemmtilegra. Takk Siggi!

6.7.04

Esjudagur Egils 2004!
Nú fer heldur betur að styttast í Hinn árlega Esjudag Egils en hann vakti eins og allir vita gríðarlukku í fyrra með metaðsókn. Í ár stefnir jafnvel í enn meiri aðsókn þar sem heilar þrjár manneskjur hafa nú þegar lýst yfir áhuga sínum að koma með. En án gríns . . . þið þarna gimp sem ég þekki og viljið koma með, látið mig vita ef þið viljið að ég hringi í ykkur. Það er skemmtilegast að fá sem flesta!

Myndir frá hinum árlega Esjudegi Egils 2003!

Loksins, loksins!
Jæja, ég bombaði mér loksins í World Class við Laugardagslaug og keypti mér 3 mánaða kort ásamt Sigga bleika og Manna trölla. Nú hefst sumarupphönkunin fyrir alvöru en hingað til hef ég látið mér nægja skokk í Elliðaárdalnum í vaktafríunum. Mér leist vel á þennan nýja stað þrátt fyrir vandamál með augnskönnun sem og að fatta hvernig ég ætti svo að komast út aftur. Ég hélt þó þokka og vel það.

Ég vil svo að lokum koma því að að ég hef enga trú á Sigga í þessu átaki. Hann á eftir að koma svona þrisvar en fara svo bara að borða kökur.