Pleasure, pleasure!

31.7.02


Safe sex

Fökk!
Þegar ég vaknaði í morgun ætlaði ég varla að trúa mínum eigin augum þegar á álpaðist inn á bað. Sturtan var bara horfin sem er alveg hræðilegt. Ég váfraði því um húsið eins og hálfviti og vissi ekki hvað í ósköpunum ég átti af mér að gera. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að skella mér í bað en það er einmitt sú hallærislegasta athöfn sem fyrir finnst ef að Haukur að reyna að vera fyndinn er ekki tekin með. Næst þegar ég vakna án sturtu held ég að ég fari frekar í sund.

29.7.02

Ég held að frussutúr geti útskýrt ýmislegt hér!

28.7.02

Ég var að koma heim úr bíói þar sem ég sá Mothman prophecies sem mér fannst bara helvíti góð. Ég er algjör aumingi þegar kemur að hryllings-spennu-bregðu dóti og þessi mynd var að gera góða hluti fyrir mig. Ég fór með Sigga, Magga og Hauki og þegar myndin var búin var einhver hrollur í liðinu. Hann var samt minnstur í mér og mestur í Magga eða eins og spekin segir: Í hönki ei hrollur finnst.

27.7.02

Um viðbjóð!
Alltaf þarf maggi að vera að bulla eitthvað út í loftið honum og fjölskyldu hans til ama. Ég veit nú svo sem ekki hvað ég á að segja um sóðann, slíkur kjáni er hann. Þessi mynd hér er þó nokkuð góð af honum og lýsir eiginlega honum og öllu sem frá honum kemur mjög vel.

Arvo Part rokkar líka feitt!

Ég vil þakka Gulla bombu hlý orð í gestabókinni og hans framlagi við að gera hana að stað gleðinnar á ný. Ágústu hefur nú einnig verið bætt í tenglana hjá mér en hún er vissulega æðri en aumingjarnir sem húka þarna fyrir neðan hana.

Ég snappaði í dag á útsölu hjá Japis í Brautarholti. Það var orðið svo langt síðan ég keypti mér disk seinast að ég keypti mér heil tíu stykki núna. Ég ákvað að velja tónskáld sem ég þekki lítið til og keypti ég mér m.a verk eftir Walton, Skalkottas, Arvo Part, Rawsthorne og Poulenc en sá síðastnefndi er algjört hönk! Tónlistin hans er ekki lítið skemmtileg og mæli ég alveg endalaust með henni!

25.7.02

Allt að gerast!
Eins og glöggir aðdáendur mínir taka eftir hafa orðið miklar útlitsbreytingar hjá mér núna. Þeir gallhörðustu kannast nú við þetta útlit síðan fyrir nokkrum mánuðum enda var það þá hér í stífri notkun. Eins og þá hef ég skipt upp tenglunum í "tengla" og svo "óæðri tengla" en í þeim húka þeir aumingjar sem hafa lítið sem ekkert til málanna að leggja hér á netinu. Þeir sem til þekkja ættu því ekki að láta það sér koma á óvart að sjá rauðhausinn Sigga þar fremstan í flokki. Hann kemur sennilega til með að húka þar mjög lengi. Einnig kom ég gömlu gestabókinni minni fyrir aftur og reikna með að hún verði ykkur öllum uppspretta endalausrar ánægju og gleði á ný.

23.7.02

Í gamni held ég hér áfram hallærislegheitunum sem Siggi fann upp á þ.e.a.s málsháttadraslinu sem honum fannst svo sniðugt. Hér koma nokkrir sem eiga vel við hann.

Sigga verður margt að smán

Reiðast jafnan rauðhærðir

Súr er roplykt rauðra

Ef þú rauðhærðan sérð skaltu ná í sverð

Ég skil nú ekkert í honum Magga að vera að reyna að hvetja Sigga til að blogga aftur. Maðurinn er svo hræðilega andlaus að óbreytt ástand á síðunni hans yrði vel þegið. Hvað önnur ömurlegheit varðar eins og til dæmis persónuleika Magga, lítinn þokka Hauks og subbulega tjáningarþörf Viktoríu hef ég ekki tíma til að ræða um núna enda með hendur fullar af ýmsum verkefnum. Móðir mín ákvað skyndilega að yfirgefa heimilið og skildi okkur þrjá eftir hér bjargarlausa. Ég þarf því að þvo þvottinn og sennilega þarf ég að tuða svolítið í Snorra svo honum finnist hann vera heima hjá sér. Hún tók með sér varnarlaus gamalmenni, foreldra sína, og stefndi í austur.

21.7.02

Mér finnst það nú vera fyrir neðan allar hellur að Viktoría sé að skrifa um subbulega drauma sína á síðunni sinni. Mér hefur nú fundist það á mörkunum þegar hún hefur að ræða þetta innan hópsins en nú er svo komið að alþjóð á að fá að vita af þessu líka. Þetta hlýtur að vera stigvaxandi fíkn hjá henni sem á sennilega eftir að þróast út í einhvern alvarlegri pervertisma. Legg ég nú til að hún steinhætti þessu og kaupi sér vibrador með fleiri stillingum!

18.7.02

Mikið afskaplega getur lífið verið skemmtilegt. Vaknaði klukkan hálf sjö í morgun til þess að fara á svokallað steypuskálanámskeið niðri í Straumsvík. Þar var farið yfir framleiðsluferlið (sem ég þekkti, enda búinn að vinna þarna síðan í maí) og enn einu sinni urðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að hlusta á langa ræðu um öryggismálin. Nú get ég, uppfræddur, unnið af meiri krafti í nótt!

17.7.02

Mig greip kaupæði þegar ég fór með Hauki að versla föt í kringlunni í dag. Fyrir þá sem ekki vita er Haukur einmitt tískulögga. Hann hefur full réttindi til þess að handtaka fólk fyrir að vera illa klætt auk þess sem hann hjálpar fólki að velja á sig smekkleg föt gegn vægu gjaldi. Hann tjáði mér það þó eftir á að ég hefði lent á yfirvinnutíma hjá sér sem þýðir aukagreiðslu. Ég á þó enn eftir að kaupa mér skó og peysu.

15.7.02

Tíhíhí
Það er alltaf gaman að kíkja á teljarann hjá MacHumphry.

14.7.02

Jei! Ég var að lesa gagnrýni í mogganum um tónlistarhátíðina á Sigló þar sem fram kemur að útsetning míns hóps hafi verið besta útsetningin. Ég er auðvitað himinlifandi og orðinn fullvissari um eigin kúlheit. Þetta voru þó aðeins nokkrar línur og engin nöfn. En hvað um það. . . .

Það er bara allt að gerast í netheimum núna. Maggi hefur einhversstaðar frá fengið aukna orku sem sést best í bloggflóðinu á síðunni hans núna og þar að auki hefur Aunt Agösta opnað glæsilegt nýtt vefsetur. Það er þó því miður fátt gott hægt að segja um síðuna hans Sigga núna sem hefur verið frekar þurr og leiðinleg upp á síðkastið. Ég veit ekki hvað hann fær að tolla lengi í tenglunum hjá mér í viðbót.

12.7.02

Hvað er málið með almenningsklósett? Það fer alveg endalaust í taugarnar á mér að á flestum stórum almenningssalernum eru básarnir opnir bæði að ofna og neðan sem þýðir að allt fruss og skvett heyrist betur en ég kæri mig um. Mér þætti gaman að heyra hvað Halla finnst um málið enda er hann sennilega búinn að pæla mun meira í þessu en aðrir í kringum hann.

11.7.02

Hér er smá dæmi um hvað líf mitt er ómerkilegt núna og hve lágur þröskuldur þess sem mér þykir skemmtilegt er. Ég var að skoða teljarann minn og sá að vísað var í síðuna hjá kínverska gaurnum hennar Sunnu. Ég er rosalega stoltur yfir því. Ég ætti kannski bara að fara og finna mér kaðal?

9.7.02

tíhíhí
Ég get ekki annað en verið sammála henni Viktoríu. Þetta er algjör snilld! Það er spurning hvort einhverjir aðrir pistlar hjá honum eigi eftir að rætast jafnvel og þessi :)