Ég skil nú ekkert í honum
Magga að vera að reyna að hvetja
Sigga til að blogga aftur. Maðurinn er svo hræðilega andlaus að óbreytt ástand á síðunni hans yrði vel þegið. Hvað önnur ömurlegheit varðar eins og til dæmis persónuleika Magga, lítinn þokka
Hauks og subbulega tjáningarþörf
Viktoríu hef ég ekki tíma til að ræða um núna enda með hendur fullar af ýmsum verkefnum. Móðir mín ákvað skyndilega að yfirgefa heimilið og skildi okkur þrjá eftir hér bjargarlausa. Ég þarf því að þvo þvottinn og sennilega þarf ég að tuða svolítið í Snorra svo honum finnist hann vera heima hjá sér. Hún tók með sér varnarlaus gamalmenni, foreldra sína, og stefndi í austur.