Pleasure, pleasure!

31.5.03


Edda beibí heldur smá gleðskap heima hjá sér í kvöld þar sem ég ætla mér að æla allt út og gleyma hvað ég heiti. Nei nei . . . Maður gleymir því nú aldrei.

Vaktafríin eru SVO ljúf eða eins og spekin segir: Vaktafrí ei er ullabjakk. Þá hefur maður tíma til að gera allskonar asnalegheit eins og að lesa þessa umræðu hér um hvalveiðar.

29.5.03


Ég lifði mannskemmilegheitin af enda gutlandi hönk! Margir gleðjast eðlilega yfir því. Ég er núna að fara og klára seinustu vaktina og svo er 5 daga frí. Ekki slæmt það!

Annars kom andinn yfir Hauk um daginn og sendi hann mér þetta fallega ljóð:

Ólgandi þokki þinn snertir mig
Þessi líkami!
Ég kem við mig
Snökti
Það er mistur í sál minni
Dagfari líður hjá
Dorrit er gengin út
Ég var of seinn
Hví?!!


28.5.03

Ég get svarið það! Ég held að ég sé hreinlega andsetinn af íslenska júróvisjon laginu í ár. Það glymur stöðugt í hausnum á mér og kemur í veg fyrir margar spaklegar hugsanir. Þessu verður að linna!

Og svo er það spennandi. Ég er í miðju hoppi eins og er og sé fram á max 5 tíma svefn. Það er því spurning hvort að fagurmótaður líkami minn þoli þessi ósköp.

Fylgist með á morgun . . . .

25.5.03

Júró gúró
Það er svo ÖMURLEGT að vera edrú í partýum þar sem allir eru fullir að það nær bara engri átt. Ég var sá eini sem ekki var subbulegur hjá Marinó og Huldu í gærkveldi og oftar en einu sinni hugsaði ég: Hví?!

Þegar ég fór gekk Haukur svo of langt í kossaflensi. . . .

Hvað er annars málið við úrslitin í keppninni í gær. Tyrkland? Iss segir ég nú bara. Belgía var með MIKLU betra lag og svo átti Ísland að lenda í 5. sæti eins og hafði spáð.

Svo er þetta hér nú frekar furðulegt tilviljun í ljósi hótanna al-Qaeda í garð Noregs á dögunum.

24.5.03

Grimmu örlög
Ég sit nú hér heima étandi hnetur og sötrandi einn Víking bjór sem mér tókst með kænsku að sníkja út úr mömmu. Þetta er aumkunarverð tilraun mín til að upplifa brot af þeirri stemmningu sem verður hér annað kvöld vegna júróvisjon keppninnar en þá má ég einmitt ekki drekka því ég er að fara að vinna um nóttina. Þetta líf . . . .

23.5.03

Msn6
Sjötta útgáfa af msn er kominn út og er hægt að nálgast hana hér! Siggi segir að þetta nýja gums sé alveg geðveikt en eins og öllu öðru sem frá honum kemur skal því tekið með miklum fyrirvara ;)

En vá hvað það rifjaðist upp fyrir mér núna hvað mér fannst asnalegt þegar ég var lítill að það gums sem var númer sex í röð var sagt vera í sjötta sæti. Mér fannst rökrétt að hafa sexta í stað sjötta. Ja há! Þetta var góður punktur!

21.5.03

Úrslit
Yfirgnæfandi meirihluta finnst Haukur vera með ömurlegri persónuleika en Marinó. Ég átti þó ekki von á því að svona margir myndu kjósa Manna sem ömurlegri persónuleika. Þar getur margt legið að baki og þá helst kosningasvindl Hauks sem vafalaust hefur kosið oftar en einu sinni. Einnig getur verið að sumir viti ekki hver Haukur er og því gert þau mistök í ljósi ömurleika Marinós að gera ráð fyrir því að hann sé með ömurlegri persónuleika. Ekki slæm ágiskun en samt tóm vitleysa. Áhugasamir geta reynt að geta sér til um hvað ég kaus.

Haukur 20 atkvæði (64%)
Manni 11 atkvæði (35%)

Þetta hér er skemmtilega hallærislegt eins og þeir félagar sem að þessu standa. Góðir pistlar!

20.5.03

Heyr heyr!
Ég held að þetta hér sé mjög sniðugt. Hótelið sem á að rísa þarna er samt mjög flott.

Ví!
Það er kominn nýr pie þáttur og kominn tími til! Ég er búinn að bíða endalaust eftir þessu. Að venju er þetta algjör steik!

18.5.03

Það hafa allir gott af því að vita að öðrum finnist þeir vera ömurlegir. Könnun eins og þessi hér fyrir neðan er því fyrir löngu orðin mikið þarfaþing.





17.5.03

Þunnur!
Ég skellti í mig nokkrum ólgandi bjórum í gær niðri í bæ kíkti meðal annars á 22 þar sem ég hitti Siggu og Brynjar. Þau hafa verið dyggir aðdáendur þessa staðar sem ég bara botna ekkert í! Staðurinn er glataður enda lét ég mig hverfa. Svo hitti ég Hlín gellu eins og venjulega rétt áður en ég kom að leigubílaröðinni og fékk ég að fljóta heim með henni og vinkonu beibunum hennar. Je!

15.5.03

Háskóla adsl!
Ég var beðinn um að koma þessu hér á framfæri af mjög ómerkilegum aðila. Látið þó ekki plebbalegheit hans hafa áhrif og skráið ykkur!

Munið spekina!
Sjaldan fellur skriða úr fjalli ef ein ær jarmar

14.5.03

Af hverju halda ömmur að maður geti étið alveg endalaust? Þau hjónin rétt narta í matinn og búast svo við því að maður geti á einhvern dularfullan hátt troðið afgangnum í sig. Sem betur fer eru prófin að verða búin því annars hefði ég þurft að fara á námskeið til Sigga. Púff hvað ég er saddur!

Mikið vildi ég annars að það væri athugasemda kerfi á mbl.is. Þá væri ég alltaf á íþróttasíðunni skiljandi eftir só? við allar fréttirnar. Tíhíhí. Ég er sko prakkari.


Siggi að fara að draga alla að landi



Ég er búinn að koma fyrir nýjum tengli í tenglasafninu mínu og er það vitaskuld gríðarlegur heiður fyrir viðkomandi. Tótu þekki ég ekki nema agnarögn en ég hitti hana í tónskólapartýi fyrir nokkrum vikum. Stuttu síðar álpaðist ég svo inn á síðuna hennar sem mér finnst vera algjör snilld. Þessi húmor hennar er að gera góða hluti ;)

13.5.03

Asíu msn

Stelpuskjátur!
Það rifjast ýmislegt upp fyrir manni þegar maður hlustar á krakka úti að leika sér. Núna er allt að verða vitlaust hér fyrir utan hjá afa og ömmu akkúrat þegar ég er að læra og þá rifjast það upp fyrir manni að litlar stelpur eru alltaf síöskrandi. Þeim finnst eitthvað sniðugt að öskra hátíðniviðbjóði yfir hverju sem er. Þetta finnst mér alveg jafn pirrandi núna og fyrir 15 árum! Hvað er að ykkur þarna óæðra kyn?!

Ég sé alveg fyrir mér Viktoríu, Siggu, Eddu og Sigga hér áður fyrr öskrandi eins og þær ættu lífið að leysa.

Enn og aftur er ég andvaka eins og hefð er fyrir þegar ég er í prófum. Ég hefði líka kannski ekki átt að háma allan þennan lakkrís í mig hjá ömmu. Ég spý alveg þvílíkum dómsdagsfnyk framan í mig undan sænginni núna!

10.5.03

Ví!
Ég get nú ekki sagt annað en ég sé nokkuð ánægður yfir fyrstu tölum kosninganna :) Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi og Samfylking vinnur á. Glottið á andlitinu á mér gæti líka stafað af áfengistroðningi í líkama minn sem foreldrar mínir og vinir þeirra hafa stundað nú í kvöld. Ég er heldur ekki að sýta það neitt verulega að Samfylkingin sé ekki í meirihluta enda virðist hún ekki hafa verið alveg samkvæm sjálfri sér í baráttunni. Hún hefur nú 4 ár til að bæta sig og kemur þá til með að bötta D listann í næstu kosningum! Spurningin núna er bara hversu fullur ég verði í kvöld enda í miðjum prófum! Strumpakveðjur :)

P.s
Ég skil nú ekki alveg af hverju Vinstri grænir eru að tapa þessu fylgi. Kannski út af Kolbrúnu? Sir Stonemask er alla vega búinn að standa sig þrusuvel!

Símarödd:
Sá málrómur sem aumingjar nota er þeir tala við kærusturnar sínar í síma. Hann er iðulega veiklulegur og gefur sterka vísbendingu um hver sé óæðri aðilinn í sambandinu. Símarödd er í senn óþolandi og drepfyndin áheyrnar.

Marinó hefur undanfarin ár verið með áberandi ömurlega símarödd og hefur hann þurft að þola mikið glens og grín á sinn kostnað fyrir vikið meðal annars frá Hauki. Það er því gaman að segja frá að ég var að heyra Hauk tala við kærustuna sína í síma í fyrsta skiptið áðan og þvílíkar endemis hörmungar! Það var magnað fyndið að hlusta á hann en í leiðinni viðbjóðslegt. Mér varð það einnig ljóst að honum fannst ekki gaman að vita af því að hann væri svona aumingjalegur í símann. Þegar hann talaði svo aftur við kærustuna sína seinna um kvöldið var hann jafn ömurlegur þrátt fyrir að hafa reynt að hljóma eðlilega. Hann virðist því þjást af Telephonie la voix extreme sem ég held að sé verra afbrigði en hrjáir Marinó.

8.5.03

Það er SVO óþægilegt að gleyma símanum sínum heima. Ég er núna símalaus hjá afa og ömmu og mér líður eins og ég sé nakinn, eða í besta falli aðeins í bol.

7.5.03

Ullabjakk!
Maður á sko aldrei að láta litblint mongó fá pensil og málningu.


Þórir sér engan mun

6.5.03

Könnunin hér að neðan er lýsandi fyrir það eirðarleysi sem hefur ríkt hjá mér í dag. Ég er að læra fyrir SVO leiðinlegt próf að ég er farinn að gubba galli í hárið á mér!




Það er nú margt athyglisvert á mbl.is í dag. Það getur líka vel verið að mér finnist þetta merkilegt og sé að blogga um þetta því ég nenni SVO ekki til afa og ömmu til að læra fyrir lífmælingaprófið. Auj!

Það er nú ekki í lagi með sumt dautt fólk
Aldrei gerir Ólafur Ragnar svona
Auj!

5.5.03

Júróvisjón
Það er nú ekki oft sem maður sér umfjöllun um Ísland á skandinavísku stöðvunum en áðan voru Svíar að fjalla um framlag Íslands í Eurovision keppninni í ár. Það hefur oft verið sagt að Íslendingar taki þessari keppni of alvarlega en Svíar eru víst mun verri. Þeim fannst af einhverjum ástæðum athyglisvert að Birgitta væri með listamannsnafnið Birgitta og tveir af þremur gagnrýnendum spáðu laginu mjög góðu gengi. (Þeir ýttu s.s á grænan takka þegar lagið var búið. Einn þeirra ýtti á gulan en enginn á rauða takkann)

Ú je!
Mig langar alveg kreisíj mikið til að fara á War requiem eftir Benjamin Britten núna á fimmtudaginn. Þetta er alveg magnað verk og hætta á legvatnsmissi er meiri en á meðaldegi. Verkið var samið eftir fyrri heimstyrjöldina og hugsaði Britten sér að hafa söngvarana þrjá frá þremur löndum, fulltrúa hinna fyrrum stríðandi fylkinga í stríðinu. Því verður fylgt eftir á fimmtudaginn ásamt risa uppskiptum kór. Stjórnandi er Vladimir Ashkenazy en hann er einn mesti tónlistartöffarinn í heiminum í dag. Vilja einhverjir vera memm?

4.5.03

Ég og Viktoría eigum ýmislegt sameiginlegt þessa dagana. Við erum til dæmis bæði í prófum og svo geta ýmis kvikindi ekki látið augun í okkur vera. Hennar tilfelli er öllu verra enda var þar fjölfrumungur að verki í stað vírusa. Ég er að skána en hún þarf að lesa með einu auga það sem eftir er prófa. Það er ekkert spes.

2.5.03

Djúpar og spaklega pælingar
Þegar ég labba heim frá afa og ömmu íhuga ég hin ýmsustu málefni af mikilli speki og þroska. Áðan mundi ég svo eftir því að þegar Marinó var 15 ára sagðist hann vera orðinn andlega fullþroskaður. Mér fannst þetta afar fyndið þá en það hefur komið á daginn að hann hafði barasta rétt fyrir sér.

Svo fór ég að hugsa um hver af þeim sem ég þekki yrðu ömurlegastir þegar þeir yrðu gamlir. Það eru vitaskuld þeir Ingibjörn og Haukur.