Pleasure, pleasure!

30.11.03

Allt að gerast
Það er búið að þýða msn 6 plus útgáfuna yfir á íslensku. Þið getið nálgast stöffið hér en passið ykkur á því að velja íslensku í uppsetningargumsinu. Þessu fylgja allskonar aukafídusar!

Já. . . . Ekki lærði ég í dag. Ekki sérlega sniðugt en það er bara svo langt í prófin að mér finnst þetta allt geta bara reddast. Á sama tíma veit ég að það kemur ekki til með að gerast. Subbó!

27.11.03

Kræst men!
Ég var SVO nálægt því að lenda í árekstri í dag. Tvisvar! Ég var að keyra frá Höfðabakkabrúnni upp í Breiðholt og sólin skein eins og maníak í andlitið á mér. Það skemmst frá því að segja að ég sá ekki neitt! Ég hélt að enginn væri fyrir framan mig en svo sá ég glitta í kyrrstæðan bíl sem var aðeins of nálægt miðaða við hraðann sem ég var á! Ég skransaði því og og staðnæmdist örfáa sentimetra frá honum. Algjört hönk sko! Svo beygði hann allt í einu til vinstri og ég hélt af stað og rétt náði að stoppa aftur! Ég var s.s. næstum því búinn að keyra inn í árekstur en það var ástæðan fyrir því að bílarnir voru stopp á svona asnalegum stað. Ef ég byggi ekki yfir snerpu hönks þá hefði getað farið verr!

26.11.03

Þetta er alveg endalaust fyndið, sérstaklega þetta með gelluna sem fór að tala með þýskum hreim. Maður fer að velta því fyrir sér hvaðan norðlenski hreimurinn hans Sigga kemur.

25.11.03

Snilldar pie! Það kæmi mér alls ekki á óvart ef Ingibjörn myndi skellihlæja að þessu :)

Haukur var að fara. Mikið afskaplega vona ég að drengurinn sé ófrjór. Það væri öllum til hagsbóta að þessi hræðilega genalaug hverfi með honum!

24.11.03

Sumt eiga stelpur nú ekki að láta út úr sér og hvað þá blogga um!

22.11.03

Lifandi skelfing!
Uppþvottavélin okkar gaf upp öndina í gær! Þvílíkt áfall! Svo er vaskurinn eitthvað bilaður þannig að við þurfum að vaska upp í bala. Þeir sem vilja senda mér pening er það heimilt!

21.11.03

Díj!
Ég er alltaf svo lengi að koma mér af stað. Óþolandi stöff! En nú er ég alla vega farinn á Hlöðuna þar sem ég mun af þokka skrifa heimildarritgerð um pólsvif. Þeir sem vilja koma í heimsókn með mat handa mér er það heimilt.

Þá er loksins búið að handtaka geimveruna Michael Jackson fyrir meintan subbuskap. Maðurinn er náttúrulega eins og Hulda myndi segja, algjört krípi! Mér finnst talsmaður hans vera svo að missa sig örlítið í samlíkingunum:

Lygar eru spretthlaup en sannleikurinn hleypur maraþonhlaup og sannleikurinn mun vinna þetta maraþonhlaup í réttarsalnum.


meint subba

20.11.03

Annar Ítalinn hélt upp á afmælið sitt á Dillon í gærkvöldi og vitaskuld var nærveru minnar óskað. Karen kítki með mér og svo bættist Guja í hópinn stuttu síðar. Ég og Bjarki keyptum Brennivín handa afmælisbarninu sem nú ekkert voðalega æst í að smakka það. Eftir nokkurn þrýsting tók hún með okkur staup og eftir það varð hún alveg svínslega sólgin í það sem varð henni að falli síðar um kvöldið. Ég hafði ætlað mér að taka strætó heim en skyndilega var hann bara hættur að ganga! Ég varð því lengur en ég ætlaði mér.

16.11.03

Mér var boðið til Guju í gærkvöldi í tjill áfengisinnbyrðingu í frábærum félagsskap. Þegar líða tók á kvöldið greip jólalagamanía hópinn og fórum við inn í stofu þar sem stelpurnar sungu og ég spilaði tilviljunarkennt á píanóið enda búinn að sulla dálítið í bjór. Það var einróma álit allra viðstaddra að þokkinn hafi samt sem áður geislað af mér sem aldrei fyrr og get ég tekið undir það heilshugar! Haukur mætti sem betur fer mjög seint enda voru allir sammála um að nú væri tími til kominn að láta sig hverfa þegar hann birtist. Pís át!

14.11.03

Krítík hönks!
Ég fór á Todmobile tónleikana áðan og . . . . . . . . æj ég nenni þessu ekki!

13.11.03

Hvað er það mikil snilld að myndbandið af Hauki sé komið á Batman.is? Það er alla vega hægt að sjá það hér!

12.11.03

Þjónustulund
Ég lenti í frekar hallærislegri lífsreynslu áðan. Ég fór með glæsivagn frænda míns á Select í Breiðholtinu til þess að fylla hann af ólgandi bensíni. Það var kona á undan mér og bara einn bensínafgreiðslumaður sem vitanlega aðstoðaði hana fyrst. Þar sem ég nennti ekki að bíða inn í bíl eftir honum þar sem ég þurfti að versla líka fór ég út og sagði: Værirðu svo til í að fylla hann? Hann leit á mig og sagði svo hátt og skýrt eins ég væri þroskaheftur: Alveeeeg sja-álfsaaagt! Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við og sagði bara ókei og hélt af stað inn í búð. Á leiðinni inn heyrði ég hann aftur segja Alveeeg sja-álfsaaagt! Á þeirri stundu grunaði mig að ekki væri nú allt í felldu með manninn. En til að gera langa sögu stutta þá dældi hann ekkert á bílinn minn og ég fór á Olís í staðinn þar sem ég hyggst nú versla í framtíðinni. Sumir hefðu eflaust kvartað eins og Ingibjörn og Jónas en þetta atvik var eitthvað OF asnalegt til þess.

10.11.03

Mamma og pabbi komu heim frá Írlandi í gær þar sem þau gerðu alveg einstaklega góða hluti. Þau gáfu mér til að mynda DVD útgáfuna af Deep blue planet og svo keyptu þau sér fyrstu seríuna af Bottom á DVD. Þeir þættir eru náttúrulega með því fyndnasta sem fyrir finnst!

Ætli ég haldi ekki Bottom kvöld bráðlega þegar Haukur verður upptekinn. . . .

Piff, foj og fjöff! Enn ein helgin liðin með sama sem engum afköstum og of mikilli peningaeyðslu! Ég vann þó Hauk í fótbolta í gær annað sinnið í röð og er með 100% vinningshlutfall gegn honum í ár. Þetta er þó í raun ekkert afrek þar sem hann er orðinn svo feitur greyið.

7.11.03

Þar sem ég muni að öllum líkindum vera flettari af guðs náð á tónleikum hjá píanókennaranum mínum á morgun mun ég halda mér frá ýmsum ólifnaði í kvöld. Þess í stað verð ég heima lesandi heimildir fyrir ritgerð sem ég þarf að skila af mér um svif á heimskautasvæðunum. Jei?

Hauk vil ég svo biðja sérstaklega innilegrar afsökunar á því að Marinó hafi misskilið orð mín á þann veg að Haukur sé í bandi kærustu sinnar. Það er svo fjarri lagi að mér svelgist hreinlega á þegar ég hugsa um það meðan ég drekk vatn!

Ehh . . . einhverjar tilraunir í gangi . . .

Stappa
Ég fór á fyrirlesturinn hjá Sir Dabba áðan og mætti klukkutíma fyrr sem var góð ákvörðun upphugsuð af spaklegu viti. Þá strax var komin löng röð sem við þurftum að húka í í heilan hálftíma áður en okkur var hleypt inn í sal. Siggi siðblindingi bað mig um að taka frá sæti fyrir sig sem ég samþykkti ófúslega. Hann mætti síðan svo seint að honum var ekki hleypt inn þrátt fyrir hroka og hótanir í miðasölunni. Valdi hans sem gjaldkera Vélarinnar er því greinilega einhverjum takmörkunum sett. Eftir fyrirlesturinn var mér svo boðið í kaffi til vinkonu Karenar og Gauju þar sem þokkinn skein af mér fram eftir kvöldi.

Fín kvöldstund sem hefði jafnvel verið betri ef Haukur hefði verið fjarri.

6.11.03

Úbbs!
Todmobiletónleikarnir með Sinfoníuhljómsveit Íslands verða víst ekki fyrr en á föstudaginn 14. nóvember. Þeir verða í Laugardalshöllinni og byrja klukkan 19:30 og kemur til með að kosta 3000 og 3500 (vonandi einhver námsmannatilboð) eftir því hvar maður situr. Það verður mjög sennilega uppselt á tónleikana enda ætlum við Beggi hönk á stúfana á morgun og heiðra miðasölu Sinfoníunnar með nærveru okkar.

Meira má sjá hér.

Þeir sem vilja aftur á móti sjá mynd af Sigga geta klikkað hér!

5.11.03

Todmobile spilar með sinfoníuhljómsveitinni á fimmtudaginn í næstu viku. Ég er búinn að hlusta á þá dálítið að undanförnu og ætla pottþétt að fara! Þeir sem vilja vera memm skulu láta mig vita sem fyrst svo við getum keypt saman miða! Pís át!

3.11.03

Halloween pie þáttur! Ekki slæmt! Hann er mjög ógnvekjandi og ráðlegg ég Hauki frá því að kíkja.