Höfundi þykir nafnið hæfa þar sem í skáldinu takast á tvær andstæður annars vegar kjarkur samtímans og andstæður fortíðar.
Ó þey ó þey,
mig auman,
sál mín buguð.
Hjarta mitt brestur
en skáldin huguð
því dauðanum sleginn frestur
ó almætti,
ó almætti.
Ég fór á sjóinn í dag á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni með fiskilíffræðinni. Við þurftum að vera mætt í skipið klukkan átta sem er sikk og var stemmningin eftir því. Það var heldur ekki sérlega gott í sjóinn og olli það gubbusubbelsi hjá sumum. Þokki minn fór hins vegar ekki fram hjá neinum og var mér aldrei mál að gubba. Eftir ferðina tók ég fullt af ýsu og þorski með mér heim sem var ekki sérlega greindarlegt í ljósi þess að mér finnst fiskur ekkert spes. Í kvöldmatinn var svo auðvitað nýveiddur þorskur. Ég fékk mér hönkaheilsuboozt í staðinn. . . .
Ég kom heim frá Hólum í Hjaltadal núna fyrr í kvöld með áfast sólheimaglott. Það sem staðurinn hefur upp á að bjóða kom mér ótrúlega á óvart. Starfsfólkið í Hólaskóla er þvílíkt almennilegt og þeir fyrirlestrar sem við hlýddum á (reyndar klukkan átta um morguninn!!!) voru ótrúlega góðir. Á meðal þess sem kom fram er að Ísland er algjört töffaraland þróunarfræðilega séð. Hér eru aðeins 6 tegundir ferskvatnsfiska sem komu hingað í fyrsta lagi fyrir 10 þúsund árum. Enginn samkeppni ríkti hér því þegar t.d. bleikjan kom í Þingvallavatn sem olli því að það fyllist af bleikju. Hún fór því að keppa við sjálfa sig sem olli því að hún fór að sérhæfa sig sem endaði með því að fjögur afbrigði hennar urðu til í sama vatninu sem er einstakt í heiminum. Fiskifræðitöffarnir (ef eitthvað slíkt er til) sem m.a. skrifa kennslubækurnar okkar eru slefandi yfir þessu öllu saman. Á hólum er svo verið að byggja upp öfluga rannsóknaraðstöðu í kringum fiskeldið sem er gott að hafa í huga þegar maður velur sér mastersverkefni. Hitt sem kom mér á óvart er hve merkilegur staður Hólar eru sögulega séð. Maður vissi náttúrulega að þetta væri biskupssetur með Gumma góða og Guðbrandi og allt það. Það sem ég vissi ekki var t.d. að þarna var 600 manna miðaldaþorp á tímum Guðmundar góða sem nú er verið að grafa upp. Samkvæmt Skúla rektor er þetta best varðveitta miðaldaþorp við dómkirkju í Evrópu þar sem byggt var alltaf yfir þau í öðrum löndum. Þar sem þorpið var hálf alþjóðlegt eru fornleifafræðingar úti hálf slefandi yfir þessu. Annað sem ég hafði ekki hugmynd um er að timburhús sem byggt var við Hóla á 13. öld og stóð þar í 500 ár hefur verið endurbyggt. Það var rifið á 19. öld (díj!) en í þessu húsi bjuggu eða voru m.a. Þorlákur Guðbrandsson, Hallgrímur Pétursson, Jón Arason og Galdra-Loftur. Það hefði verið geggjað ef þetta hús hefði ekki verið rifið en það hafa sennilega verið forfeður Hauks sem að því stóðu. Húsið má sjá innan myndanna sem ég tók en þær má finna hér! Allir að drífa sig á Hóla svo!





Ég og Trölli brugðum okkur á Þjóðminjasafnið áðan til þess að kynna okkur í hvað þessi milljarður hefði nú eiginlega farið. Ég varð alla vega ekki fyrir vonbrigðum enda er þetta alveg þvílíkt flott. Uppsetningin er ótrúlega töff og svo eru snertiskjáir á mörgum stöðum þar sem hægt er að hlusta á fyrirlestra um ákveðin atriði eða tímaskeið. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera stoltir af (só að ég sé með þjóðernisrembing) og ættu allir að kíkja nema Haukur. Það kostar ekki nema 300 kall fyrir nema en þeir þurfa reyndar að vera með stúdentaskírteini.