Ég átti að fara út á sjó í dag með fiskilíffræðinni en ferðinni var frestað vegna veðurs, sennilega stelpnanna vegna. Hönkið ég hefði sómað mér vel þarna úti í ölduganginum enda er sjómennskan mér í blóð borin. Í staðinn kíktum við á fiskeldi nálægt Grindavík sem var frekar töff. Þar var hægt að sjá flatfiskinn Sandhverfu á öllum þroskastigum. Ungseiðin eru eins og venjulegir fiskar en svo færast augun fljótlega yfir á vinstri hliðina. Þá tekur fiskurinn á sig hið asnalega form sitt með þá hlið upp. Myndir má sjá
hér! Stay in the zone!!!!
Á morgun förum við Karen svo út á sjó með sjávarvistfræðinni ef veður leyfir og strax eftir það förum við með fiskilífræðinni norður á Hóla þar sem helginni verður eytt í fiskirýi.