Pleasure, pleasure!

28.10.05

In the house!
Ég er svo mikið hönk að ég er fjórbókaður um helgina. . . . en það er nú ekki alveg það sem mér er efst í huga!

Í næstu viku flytur Sinfoníuhljómsveit Íslands úbermassaflottu Metamorphoses sinfoníu Hindemiths . . . Mig hefur dreymt um að heyra þetta verk á tónleikum í um fjögur ár og nú er allt að gerast! Hverjir vilja vera memm? Þetta er sko stöff!

Og svo annað . . . Sigur Rósar tónleikarnir . . . Hverjir ætla? Er uppselt? Og síðast en ekki síst. . . Vill einhver fara með mér???

27.10.05

Ég er búinn að vera rennandi yfir gamla bloggið mitt í kvöld tístandi eins og smástelpa. Mér finnst ég fyndinn . . .

26.10.05

Ég er búinn að vera haldinn þvílíkri ritstíflu og almennri leti undanfarna daga að það nær ekki nokkurri átt lengur. Eina sem kom út úr mér eftir mikinn rembing í dag var einhvers konar rímnalag. Hvað er stöffið? Og í kvöld í stað þess að fara í ræktina tók ég síðuna mína í gegn. Verst finnst mér að gömlu athugasemdirnar eru með stæla og eru nú horfnar á braut. Hvað finnst ykkur um þetta nýja stöff? Ha?

25.10.05

Mu
Vegna frekjuláta í hinu óæðra kyni var gefið frí í skólanum í gær eftir klukkan tvö. Ég fór ásamt nokkrum úr skólanum að Hallgrímskirkju þar sem óhemju mörg tonn af brjóstum söfnuðust saman til þess að lýsa yfir óánægju með að karlmenn nenna að vinna meiri aukavinnu og fá þannig meira útborgað. Hersingin álpaðist síðan með látum niður að Ingólfstorgi og heyrðist víða klingja í kúabjöllum sem var ansi táknrænt.

23.10.05

Ég fór í einhvers konar fundar partý í gær heima hjá Lydíu en mér var tjáð það á seinustu stundu að ég væri vararitari í nemendafélaginu. Ég gerði svo ekki handtak á fundinum. Að honum loknum tók við bjórþamb og var það mál manna að ég hefði átt kvöldið sem er orðið að algjöru normi hjá mér. Myndirnar má sjá hér!

19.10.05

Pie!
Þar sem mér sýnist að fjöldinn allur af nýju fólki hefur byrjað að lesa síðuna mína að undanförnu (og er ekki að undra enda skrif mín hnyttin með ólíkindum) finn ég mig hálfknúinn til að minnast aftur á Weebl og Bob. Þessir karakterar eru með ólíkindum fyndnir og get ég horft á hvern einasta þátt nánast óteljandi oft með sólheimasóðaglott á vör. ->Anywhere<- er ágætisprufuþáttur en restina af þáttunum má finna hér eða í tenglunum mínum undir PIE. Elstu þættirnir eru neðst og er best að byrja þar til að ná samhenginu, ef það á annað borð er eitthvað ;)

Annað hvort fílar fólk þetta í botn eða skilur ekki neitt í þessu. Hinir síðarnefndu eru gimp!

16.10.05

Beggi var að benda mér á þetta hérna! Hann er virkilega svona útlítandi og í Sjálfstæðisflokknum!

Pabbi bauð okkur Snorra á tónleika Jon Andersons (hefur einhver heyrt á hann minnst?) úr hljómsveitinni Yes en þeir voru núna fyrr í kvöld. Þetta er einn af þessum gaurum sem semur "gáfumannapopptónlist" eins og pabbi kallar hana, ásamt t.d. Peter Gabriel og fleirum, og laumar hann henni á fóninn þegar við erum nærri við hvert tækifæri. Þetta var engu að síður hið ágætasta stöff!

Svo er ég búinn að taka tenglasafnið mitt í gegn enn eina ferðina og eyða út svívirðilega lötum lufsum og bæta nokkrum öðrum við í þeirra stað. Pís ád!

Ein of linsulufsunum sem ég keypti úti í Tælandi rifnaði inni í auganu á mér í ræktinni á föstudaginn. Í morgun vaknaði ég svo hálfkvalinn og rauk upp á slysó þar sem ég fékk að vita að ég er kominn með sár á horhimnuna eftir þetta. Ó þú líf . . . . hví þyrmir þú ei hönki?

11.10.05

Lydia þröngvaði mér með hótunum, leiðindum og dónaskap að smella sínum myndum inn á netið líka. Þær má finna hér!

10.10.05

Ég hef reynt eftir fremsta megni að forðast það fret sem gengur eins og er undir nafninu Klukk hérna á netinu. Mér finnst það vera gubb og ekki sæmandi svona svölum gæja eins og mér. Þegar Maggi komst að því að ég ætlaði ekki að taka þátt í þessu þrátt fyrir að hafa verið klukkaður oftar en einu sinni brást hann ókvæða við og samdi handa mér listann sem er hér fyrir neðan.

1: Þegar ég var í 3. bekk í Verzló samdi ég klámvísur með stuðluðum höfuðstöðum og endarími

2: Í ættartréi mínu eru bæði letidýr og svertingi

3: Ef eitthvað er gert á hlut minn þá nenni ég að öllu jöfnu ekki að hefna mín og einkum ekki ef hefndin krefst líkamlegrar áreynslu

4: Ef ég er kominn upp í rúm þá má snorri bróðir ekki skrifa á lyklaborðið frammi á gangi því það truflar mig við að sofna

5: Eina leiðin til þess að æsa mig upp er að gera að koma í veg fyrir að ég geti farið að sofa eða að gera eitthvað við puttana á mér


Ef einhverjir fleiri vilja koma einhverju álíka jákvæðu um mig á framfæri er þeim einnig heimilt að senda mér inn atriði til birtingar ;)

Ég ætla ekki að klukka neinn . . .

9.10.05

Ísó 2005
Ég fór til Ísafjarðar með fyrsta árs nemum í tónlist úr LHÍ á mánudaginn og var þar fram á föstudag. Markmiðið var að láta okkur kynnast betur og búa til tónlist saman auk þess sem nokkrar breskar subbur voru að æfa sig í að láta okkur gera einhverjar hundakúnstir. Ísafjörður kom nokkuð á óvart. Bærinn er frekar töff og íbúarnir þvílíkt vinalegir. Í heildina séð var þessi ferð algjört stöff og myndirnar úr henni má finna hér!

Myndirnar síðan í partýinu í gær má svo finna hér!


Randahönk og nokkrar subbur að breika stöff