Pleasure, pleasure!

24.12.01

Ég er enn lifandi, en veit ekki samt hvort ég lifi af daginn á morgun þ.e.a.s aðfangadag. Þá þarf ég einmitt að vakna klukkan átta til að vinna í fjóra tíma á dagvinnukaupi. Ég gæti hugsanlega lifað daginn af ef Siggi kemur ekki í heimsókn til mín. Annars er ég búinn að gera lítið annað en að vinna eftir prófin í þeim tilgangi að minnka mínuspeninginn minn. Ég skemmti mér svo konunglega á föstudaginn og ekki var verra að heyra allar slúðursögurnar daginn eftir. Það hefði svo sem verið hægt að ljúga hverju sem er að mér. En nóg komið í bili. Þar að vakna snemma á morgun og þarf því að fara að sofa núna. Núna skiptir miklu máli að hugsa ekki um Sigga svo ég verði ekki andvaka!

18.12.01

Yess!
Algebruprófið gekk vonum framar ef miðað er við þann gríðarlega sóðaskap sem einkenndi mig í upplestrinum fyrir það. Mér fannst ég því eiga það skilið að slappa vel af eftir prófið og er búinn að vera að chilla síðan þá. Það er heldur ekkert auðvelt að slappa svona af. Maður er eiginlega búinn að gleyma því og þess vegna finnst er mér lífsnauðsynlegt að leggja mig núna eftir þessi átök. Ég byrja sennilega ekkert að læra fyrr en seint í kvöld.

17.12.01

Það þýðir ekki að monta sig af einhverju vefsetri og gera svo bara ekki neitt!!! Mér finnst þetta subbulegt í meira lagi og eigandanum og hans afkomendum í þrjá ættliði til ævarandi skammar og háðungar!

Æ, hvað lífið er eitthvað leiðinlegt og þurrt. Ég týndi lífsgleðinni í þriðja kafla algebrunnar og hef ekki komið auga á hana síðan. Svartnættið hefur hellst yfir mig af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Ekki bætir það heldur úr skák að flestir vinir mínir eru á einhvern hátt útlitslega bæklaðir.

Það er kona sem lítur nákvæmlega eins út og Bjarki á mynd á bls. 40 í laugardagsmogganum neðst í hægra horninu!

16.12.01

Það er ekki ein manneskja búin að senda mér póst! Ég ítreka að ég er ekki með netföngin hjá neinu ykkar og mér þætti því vænt um ef þið senduð mér póst, þess vegna auðan, bara til þess að ég fái netfangið ykkar!

15.12.01

Allir sem þekkja mig, eða vilja kynnast mér andlega eða líkamlega, er bent á að senda mér póst á sokkasafi@simnet.is því netfanga skráin mín fór í fokk.

Þá er búið að setja upplýsta Jesús jólaskrautið í gluggann í íbúðinni fyrir ofan mig. Þeir sem ekki hafa kíkt á þetta stórmerkilega skraut er bent á að gera sér ferð upp í Breiðholt. Það er þess virði.

Þeir sem hafa átt í vandræðum með að finna jólagjöf handa vinum og ættingjum bendi ég á disk sem krabbameinsfélagið gaf út í ár með verkinu Requiem eftir Szymon Kuran. Það var frumflutt á Íslandi fyrr í ár og fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og var ég búinn að hlakka lengi til að getað hlustað á það enda frekar merkilegur atburður í íslensku tónlistarlífi. Ég hafði ekki hugmynd um að búið væri að gefa það út á geisladiski fyrr en mamma rétti mér hann sem hugsanlega jólagjöf handa einhverjum sem ég þekki. Hann var þá búinn að liggja inni í skáp inni í stofu í marga mánuði því hún hafði gert ráð fyrir því að ég ætti hann. Ég varð alla vega ekki fyrir neinum vonbrigðum með þetta verk. Það er mjög aðgengilegt, ógnvekjandi, og á köflum alveg óskaplega fallegt. Ég held að það verði enginn svikinn eftir hlustun á þennan disk!

Ég er búinn að vera sóði dauðans hvað lærdóm varðar í dag. Þetta nær ekki nokkurri átt!!!

Mikið afskaplega vildi ég nú að ég gæti skilið það sem stendur hér!

14.12.01

Það eiga fleiri á hættu að detta út ef þeir halda ekki kjafti!

Það skal nú bara játast að ég hafði ekki hugmynd um hver þú ert Jón Svan og þrátt fyrir að ég viti það núna kemur það mér í svolítið á óvart að þú vitir hver ég er. Höfum við einhvern tíman talað saman? Ég þurfti að fletta þér upp á gamla NFVI vefnum til þess að ná í mynd af þér.

13.12.01

Talandi um perralegan húmor í eldri köllum. Einvern tíman þegar Snorri bróðir minn var yngri (góð setning annars), þá var hann uppi í Hólagarði og beið við kassann eftir að fá að borga kókflösku sem hann í sakleysi æskunnar keypti. Hann missti hana svo í gólfið og gaurinn fyrir aftan hann sem er blómasali sagði við hann eitthvað á þessa leið: Þú mátt ekki opna hana strax því þá gýs hún, rétt eins og litlir strákar sem búið að fitla við. Ojj!!!

Til allra nema Sigga: Klukkan hvað er prófið á morgun?

Mér finnst það nú vera frekar furðulegt ef MTV sýni ekki Viðrar vel til loftárása myndbandið fyrr en eftir klukkan 22 út af stráka kossinum ef taka má mark á þessum gaur. Það er nú ekki eins og krakkar verði samkynhneigðir við að sjá eitthvað þessu líkt. Þetta er frekar furðulegt ef satt er. Það er þó svo sem kannski hægt að skilja þetta.

Haukur skíthæll
Það er nú alveg merkilegt hvað lítið hefur borið á Hauki núna undanfarið bæði á netinu og svo bara hinsegin. Hann er kannski bara að reyna að vera kúl, eins og hann er að reyna það hér!

Djöfull líður tíminn annars hratt þegar maður er í pásu!

Nú er raungreinaþolið mitt gjörsamlega búið í bili. Kominn tími til að hanga aðeins á netinu. Annars kom það mér nú ekki á óvart að rauðhærða skepnan hann Siggi skyldi gleðjast yfir netóförum mínum í gær. Þetta kvikindi er svo öfundsjúkt að að nær engri átt og gerir til að mynda hvað sem er til að vera hærri en aðrir í prófum!

Ég var eitthvað að fikta í html-kóðanum á síðunni minni í gær og oink! Allt fór í fokk. Ég tróð því þessu drasli upp til að bregðast ekki aðdáendum mínum út um allan heim. Þetta er samt bara til bráðabirgða.

MacHumphry hafði samband við mig í dag og lýsti yfir óánægju sinni með hvað fólk sýndi honum litla athygli um þessar mundir. Hann vantar víst einhverjar spurningar til að svara eins og staðan er núna. Við ræddum saman í rúma klukkustund um ýmislegt sem allt skiptir mjög miklu máli.

12.12.01

Ég vildi nú bara nota tækifærið og leiðrétta þann leiða misskilning sem varð til í Krítarferðinni að þessi gaur hér er ekki ég. Það skal alveg játast að hann er mjög líkur mér og það er í leiðinni líka stórmerkileg tilviljun að hann hafi vakið athygli á sér á jafn hallærislegan hátt akkúrat þegar ég ákvað að fela mig, bara í gamni, einhvers staðar í skipinu.

Mikið afskaplega var þetta slappur stærðfræðidagur hjá mér. Ó mig auman! Þetta verður að bitna á einhverjum. Ég er að pæla í því að fela sængina hans Snorra eða þá að setja prumpublöðru undir koddann hans pabba.

Hörmungar og dauði!
Þetta er alveg hræðilegt! Ég er búinn að búa þannig um hnútna að ég komist á netið hjá afa og ömmu í gegnum fartölvuna mína með lítilli fyrirhöfn. Vígi mitt hér er svo til fallið!

Það er kominn nýr ostskeri inn á heimilið og ég HATA hann!

10.12.01

Haukur hefur svo greinilega tekið Lord of the rings prófið oft og mörgum sinnum og prófað sig áfram með það að markmiði að fá Aragorn út. Ég er handviss um það.

Þolinmæði mín er senn á þrotum. Ég er að pæla að klæða Snorra úr öllum fötunum, sýna þeim hann og henda honum svo út, en þá elta þær hann allar bókað!

Það er saumaklúbbur hjá mömmu núna en ég er SVO að bíða eftir að þær fari svo ég geti horft á Survivor sem mamma tók upp fyrir mig fyrr í kvöld. Annars er frekar gaman að hlusta á bullið í þeim. Áðan voru þær að hlæja að orðinu sperm eins og sjö ára stelpur.

Hvað er málið með öll þessi persónuleikapróf? Jæja, ég tók listaverkaprófið og þetta er niðurstaðan

If I were a work of art, I would be Prehistoric Cave Art.

I am primal and mysterious. Somewhat removed from modern life, I have a powerful ability to evoke wonder and show a sensitivity to nature as well as talents beyond what most people think of me.

Which work of art would you be? The Art Test

Ég er nú bara að prófa þetta Blugboddy dæmi sem Siggi var að tala um. Þetta virkar bara nokkuð kúl. Samt ekki eins kúl og Siggi segir því hann er bara að sleikja upp Sigfús sem bjó þetta til.

Annars vildi ég nú bara benda ykkur á nýjustu fréttir af Sigur Rós. Sjá hér!

Gott að mæta klukkutíma of seint í próf og ná ekki að klára það af þeim sökum! Ég held ég gæti sennilega ekki verið meira pirraðari. Hvað er þetta mikið svekkjandi? Allavega. . . . .

Hér eru tölvunarfræðiglósur úr fyrsta kafla fyrir þá sem vilja. Þetta eru þær sömu og ég bjó til fyrir fyrsta prófið.

9.12.01

Mér sárnar nú þó svolítið að hún sé ekkert búin að minnast á mig, hvorki líkama né persónuleika. Já, ég hef tilfinningar!

Vó! Hvað er Sigga búin að vera lengi í gangi eiginlega? Ég var alltaf að kíkja á háskólasíðuna hennar til þess að athuga hvort hún væri komin í gang.. . . . . . . .

Núna er ég búinn að kíkja betur á síðuna en nennti þó ekki að stroka út það sem er er hér fyrir ofan. Hún er nýkomin á netið.

Ég tók þetta kjána Hringadróttinssögupróf og niðurstaðan er þessi:


Wormtongue


Ég væri Fróði sem eins og allir vita er aðal hönkið og mesti naglinn.

Satt best að segja myndi ég kúka í mig af hræðslu og skríða vælandi til Saurons.

7.12.01

Þeir sem eiga glósur á tölvutæku formi mega alveg endilega senda mér þær!

3.12.01

Ég var að fá Krítardiskinn hjá Ara í gær og rakst þar á nokkrar athyglisverðar myndir. Mér finnst þessi mynd hér lýsa kvikindinu honum Magga nokkuð vel því eins og allir vita hagar hann sér alltaf eins og honum þykir best. Honum finnst voða gott að snerta á sér kynfærin og þá skiptir staður eða stund hann engu máli.

1.12.01

Gott laugardagskvöld hjá mér. Var að koma heim frá afa og ömmu þar sem ég sat og lærði línulega algebru í allt kvöld.