Pleasure, pleasure!

30.11.02

Þegar ég las þessa grein í mogganum í dag varð mér hugsað til Hauks.

Fór til Hauks, sidegimpsins míns (einhver sem er það ömurlegur að í samanburði komi maður ótrúlega vel út), í gær ásamt Karen, sem er einmitt fyrrverandi bekkjarsystir Huldu (þarna minntist ég á þig Hulda!), þar sem við átum pizzu og mössuðum grasafræðina! Gúrkur og appelsínur voru stúderaðar af miklu kappi og þokka! Haukur átti þó ekki séns í okkur Karen sem kunnum allt.

29.11.02

Mér var að berast eftirfarandi sms:

Ef það væri hægt að deyja úr þokka og almennum yfirburðum værir þú löngu látinn.

Þetta er vitanlega hárrétt!

Þeir sem vilja gubba í hárið á sér geta kíkt á þetta hér!

Pabbi að missa það?
Nú er hann karl faðir minn búinn að vera heima í nokkra daga vegna nebba aðgerðar sem hann fór í fyrir stuttu og er bara frekar furðulegur. Þar sem ég er oftast inni í herbergi að læra eða gera eitthvað subbulegt virðist hann stundum gleyma að ég sé heima og fer þá að tala við sjálfan sig mjög samhengislaust. Oftar en ekki heyrir maður "Já, það held ég nú og trallalei" eða þá "ég verð nú að segja það!". Svo á hann það til að syngja. Mér er ekki rótt!

Andvakan og jólin
Ég hata að vera andvaka! Þegar svoleiðis gerist sem er oft fer ég fram og fæ mér mjólkurglas og stundum eitthvað með. Vegna þess hversu glöggur ég er þá tók ég eftir því að á mjólkurfernunni sem ég er að drekka úr núna stóð 4. des! Það verður því fáránlega stutt í jólin þegar þessi mjólk rennur út!

(Góð saga)

28.11.02

Vildi nú bara benda ykkur á síðuna www.blogskins.com. Ég er ekki viss um að hún sé á margra vitorði. Það er alveg tilvalið að kíkja á hana núna eða seinna í prófupplestrinum og bara missa sig!

En yfir í önnur stórmerkilegheit. Heyrst hefur að Brynjar sé bara að missa freknurnar og sé ekki á eitt sáttur. Ég myndi kalla þetta kraftaverk sem venjulegt fólk tekur iðulega fagnandi. Mér finnst þetta því vera gott dæmi um eðli freknóttra sem er náskylt eðli rauðhærðra sem er nú frekar subbulegt eins og allir vita!

Nú er ég búinn að eyða alveg nægilega allt of miklum tíma í þetta nýja útlit. Ég sem ætlaði að vera svo duglegur að læra! Þetta er nú svo sem mér líkt. Setti þess síðu nú fyrst upp í stúdentsprófunum í fyrra.





27.11.02

Ehh . . . þetta tók smá tíma. Það er því kannski best að rjúka beint aftur í grasafræðina. Á þó eftir að redda nokkrum smáatriðum eins og þessu athugasemdakerfi sem birtir sömu færsluna á öllum bloggunum. Heavy!

Stend í breytingum sem er því ég á að vera að læra :)

Ég fór nú að velta því fyrir mér hvílík skelfing hefði gripið um sig á Grensás í gær ef Siggi hefði verið viðstaddur verklega grasafræðitímann okkar. Sælkeraeðlið hefði tekið af honum öll völd og hann hefði étið sýnin upp til agna en það sem við vorum að skoða voru ýmsir sérkennilegir ávextir. Um leið og hann hefði kyngt seinasta bitanum hefði hann áttað sig á ódæði sínu og orðið hálf kjánalegur á svipinn.

Ég vil því hvetja hann til þess að vera halda sig fjarri Grensás á laugardaginn en þá þreytum við líffræðinemar einmitt verklegt próf.

Fór með Sigga síðustoppara í Tólf tóna í morgun til að kaupa miða á Sigur Rósar tónleiknana þann 13. des. Í þeirri búð hef ég verslað fyrir hundruði þúsunda enda hönk með meiru!

26.11.02

Subbulegheit
Þessi titill ætti ekki að koma ykkur á óvart enda á ég það til að vera subbulegur. Þessi dagur er þó búinn að vera í subbulegri kantinum. Sleppti því að læra í kvöld og fór á tónleika með Kammersveit Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum núna áðan. Það var verið að flytja tónlist eftir Jón Ásgeirsson sem mér finnst vera algjör töffari þannig að ég sagði bara fökk þe system. Fór þó einn :(

Var að koma heim úr seinasta verklega grasafræðitímanum í vetur. Haukur var gráti næst. Þar lærðum við margt stórmerkilegt eins og að agúrka er ber. Magnað!

25.11.02

Ég heyrði það útundan mér í verklegu í dag að Brian í Survivor er ekki allur þar sem hann er séður. Þetta er lang klárasti gaurinn myndi ég segja og mér finnst hann alveg eiga skilið að vinna þrátt fyrir að ég haldi svo sem ekki beint með honum. Svo virðist hann eiga skítnóg af pening eins og sást í vídjóinu frá klikkuðu konunni hans um daginn. En allavega. . . Hann er klámmyndaleikari :)

Svar við ómerkilegri fyrirspurn í gestabók!
Nafn: Heidi
Skilaboð: Hvað meinarðu með þessu myndum af Hauki? Mér finnst þú bara vera að skjóta þig í fótinn, því mér finnst hann ógeðslega sætur á þessum myndum. Einhver minnimáttarkennd???

Ég vil góðfúslega benda viðkomandi á að ég var á engan hátt að ræða niðrandi eða kaldhæðið um útlit Hauks enda er slíkt með öllu óvinnandi og ósatt og myndi því að öllum líkindum vekja hörð viðbrögð aðdáanda hans út um allt land. Ég var eingöngu að benda fólki á hvernig honum tækist að gera sjálfan sig enn ómótstæðilegri með notkun sinni á þessum "fabio svip". Lengi lifi hönkið sem Haukur er!

Potterinn
Fór á Harry Potter 2 núna áðan og fannst hún í raun ekkert sérstaklega mögnuð eins og ég hafði heyrt allt í kringum mig. Hún er vissulega betri en fyrri myndin en gott umtal hefur sennilega vakið upp of háar væntingar hjá mér. Þar að auki virkar þessi vitleysa meira sannfærandi í bókunum en þegar þetta er komið upp á skjá. Ég fór að sjá hana með Snorra brósa en ég held ég hafi ekki farið með honum í bíó síðan við sáum saman The rock fyrir löngu síðan. Mömmu fannst voða sætt að við bræðurnir færum saman og pabba fannst það nett að við værum að "bonda". Það var annars alveg merkilegt hvað hún var illa þýdd. Allt fullt af einhverjum kjánavillum.

24.11.02

Ég hafði mikið heyrt rætt um klikkaða kallinn niðri í Bökkum með prikið og baststólinn sem telur sig vera að stjórna umferðinni en hafði aldrei séð hann. Það breyttist í gær þar sem hann stóð veifandi prikinu við veginn eins og óður maður. Þá er þetta enginn annar en BYKO kúnni sem ég afgreiddi oftar en einu sinni meðan ég var að vinna þar. Því fylgdi að hlusta á langar samhengislausar sögur frá kallinum sem glotti allan tímann um málningarverð í gamla daga. Stórmerkilegt!

23.11.02

Langt blogg eins og stelpur skrifa
Dyggir aðdáendur mínir sem fylgst hafa með lífi mínu af miklum áhuga og kappi muna eflaust eftir því þegar ég kvartaði yfir því að hafa týnt úlpunni minni góðu í sumar. Ég hringdi í marga vini mína og spurði hvort hún væri hjá þeim en enginn taldi svo vera þannig að ég hélt að ég hefði þá örugglega týnt henni á vinnudjammi suttu áður. Ég fór því margar ferðir niður í álver því unnið er á þrískiptum vöktum þar og enginn vissi við hvern ég ætti að tala. Að lokum var það nú svo að engin úlpa fannst í þessu húsnæði og ég fór því heim og sagði mömmu að ég hefði týnt henni fyrir fullt og allt á fyllerýi. Henni fannst það ekki sniðugt og ekki heldur ömmu. Fyrr um sumarið hafði ég einmitt týnt íþróttabuxunum mínum og sundskýlu þegar ég var í glasi með sama hópi. Við tók nú kuldalegt tímabil án úlpu auk endalausra skota frá mömmu. Svo núna fyrir svona mánuði síðan fór ég á búðarráp og keypti mér nýja úlpu keimlíka þeirri gömlu og undi sáttur við. Svo núna áðan fór ég í bíó með Marinó rauðhaus ásamt öðrum álíka óvönduðum einstaklingum og þá spurði hann mig hvort ég hefði týnt úlpunni minni því hann hafði séð bróður sinn í einhverju sem hann taldi mig eiga. Þess má geta að Marinó var einn af þeim sem ég hringdi í til að athuga hvar úlpan væri! Þetta er ekki alslæmt. Geðveikt gott að eiga tvær keimlíkar úlpur!

22.11.02

Mamma á það til að ráðast á mig og kitla en ef ég hyggst snúa vörn í sókn þá hótar hún að hætta að þvo af mér. Mér finnst það ósanngjarnt!

21.11.02

Nú er kátt í höllinni. Fyrirlestrum í dýra- og grasafræði er lokið sem þýðir að ég þarf ekki að mæta klukkan átta í skólann fyrr en eftir áramót! Hvursu mikil snilld er það?

20.11.02

Einhverju ykkar lánaði ég The labyrinth og Ronin á DVD fyrir langa löngu. Ingibjörn hef ég sterklega grunaðan enda er drengurinn með ólíkindum ógeðslegur og falskur. Viðkomandi má vinsamlegast hafa samband við mig takk!

Takið svo eftir rebbasvipnum á kvikindinu! :)

19.11.02

Loksins!
Eftir langa og nánast óbærilega bið hefur nýr Weebl þáttur loksins litið dagsins ljós. Hann má nálgast hér!

18.11.02

Mér finnst aumingjaskapur eftirfarandi vera með einsdæmum og viðkomandi subbum til hræðilegs ósóma alla ævi. Magnús, Siggi og Sigga eru ekki að gera góða hluti í netheimum. Hvet ég þau til að hætta þessum subbuskap og byrja að gera eitthvað af viti á ný. Samt kannski ekki Siggi.

Illútsláanlegt sjónarspil!
Hinn margumtalaði "fabio svipur" Hauks hefur nú festst á filmu víðar en í afmæli okkar Marinós. Hér eru þrjú dæmi: 1 2 3.

Og svo ein gullfiskaeftirherma í lokin.

17.11.02

OJ! Byrjaði að tannbursta mig með burstanum hans Snorra! Foj!

16.11.02

Ég er búinn að fá meira en nóg af því að vera veikur! Af hverju er Haukur ekki veikur í staðinn fyrir mig. Hann á það meira skilið þar sem ég er betri manneskja!

Annars kíkti ég til Hauks í gær og horfði á hann stúta nokkrum bjórum áður en Karen og vinkona hennar kíktu í heimsókn. Fljótlega eftir það var stefnan tekin á Fáránleikana (eitthvað sem fór algjörlega fram hjá mér í fyrra) sem verkfræðin stóð fyrir. Þar sem ég var á bíl leið mér eins og hálfvita innan um allt þetta fulla fólk og lét mig fljótlega hverfa. Ég ræddi þó spaklega og af miklu viti við meðlimi tveggja mest kúl liðanna áður en það gerðist. Ég held að Siggi hljóti að teljast mesta hönk kvöldsins fyrir að vinna bjórkdrykkjukeppnina fyrir hönd Bleika liðsins. Hann drekkur ekki einu sinni bjór!

15.11.02

Tíhíhí!

14.11.02

Það gekk frekar erfiðlega að finna færeyskar bloggsíður handa Sunnu en mér tókst þó að finna þennan lista hér. Kannski að Beggi geti reddað bloggsíðunum?

Þetta hér er algjör snilld fyrir Færeyjadellinga eins og mig. Þarna er hægt að hlusta á fréttir á færeysku. Lengi lifi Færeyjar!!!!

13.11.02

Ef þetta vekur ekki upp minningar hjá ykkur þá er eitthvað að!

12.11.02

Þá er Gústi tæ-kvon-dó-ari kominn með síðu og hvet ég ykkur til að kíkja til hans enda er maðurinn hálfviti með einsdæmum. Ég vil nota tækifærið og minna lesendur mína á reikninginn sem ég stofnaði honum til styrktar í vesæld sinni: 319-26-4910

11.11.02

Sumt er of vandræðalegt!

Mig langaði bara í gamni að sjá hverjir það eru sem eru að skoða síðuna mína. Í guðanna bænum ekki vera að kjósa bara eitthvað rugl. Þetta á vitanlega nánast eingöngu við um Hauk en þó nokkra aðra sem nálgast hann í þroska.





10.11.02

Var dreginn í suddaskap af Hauki ógeðslega á föstudaginn. Ætlaði mér að vera í rólegra lagi en vegna þess sem mamma kallar persónuleikabrest hjá mér fór öðruvísi. Það var ekki sérlega skemmtilegt daginn eftir en þá voru Bach samspils æfingabúðir niðri í tónskóla sem stóðu fram eftir degi.

Hvað er annars málið með þetta óperugól þegar atburður er kynntur í þessum Edduverðlaunavitleysisgangi?

8.11.02

Siggi kallinn reddaði síðunni. Hann er galdramaður en samt rauðhærður. Málið var að tripod svæðið mitt var af einhverjum sóðaástæðum orðið fullt, en gríðarleg greind hans, sem sjaldgæf er meðal rauðhærðra, áttaði sig á því á nó tæm. Haukur vill svo núna að ég ræði aðeins um líkama hans og þokka (enda drukkinn). Haukur er rosalega myndarlegur gaur sem hefur tekið sig í gegn líkamlega en ekki andlega. Mæli ég því með nýjum persónuleika handa honum öllum til ánægju.

7.11.02

Hehe. . . . Tenglasafnið mitt lítur út eins og göndull :)

Þá er Lísa líffræðingur komin með síðu og hefur henni verið bætt í tenglasafnið henni til ómældrar ánægju og gleði.

6.11.02

Ég fékk núna áðan diskinn frá Jónasi með myndunum úr afmælinu okkar Manna í ágúst. Þið getið séð þær hér! Þær eru í öfugri röð þannig að gáfulegt er að byrja neðst.

5.11.02

Ég var nú ekki að gera neina spes hluti í grasafræðinni í dag. Vorum að vinna með fljótandi köfnunarefni sem hjálpar til við að mylja niður plöntuvefi en við vildum einmitt skoða í þeim blaðgænuna. Við mulninginn voru til tvær skálar sem hægt var að nota og við vorum frekar mörg. Ég var í fyrsta hollinu og tókst auðvitað að brjóta skálina eins og hálfviti. Ekki vinsælasti maðurinn á svæðinu enda tók þetta helmingi lengri tíma fyrir vikið. Svo sprautaði ég blaðgrænu á hendurnar á mér. Það vakti kátínu sumra.

4.11.02

Ég var í algjöri rugli og gubbi í morgun. Meðan ég ósofinn og ógeðslegur beið í strætóskýlinu hjá Þjóðminjasafninu eftir því að komast heim í mánudagslúrinn minn fór ég að fylgjast með konu sem var að reyna að komast yfir götuna. Hún var kominn yfir aðra akreinina og virstist ekki þora yfir hina þrátt fyrir að allir bílarnir biðu eftir henni og hún var eitthvað svo asnalega að ég við sjálfan mig: Drullastu yfir götuna! Það hefði svo sem verið í lagi ef strætóskýlið hefði ekki verið fullt af fólki. Ég held ég hafi ekki komið vel út úr þessu.

3.11.02

Haukur afmælisbarn!
Þá er viðbjóðurinn hann Haukur orðinn 21 árs gamall. Þetta er merkilega há tala ef tekið er tillit til þroska hans sem ekki er mikill. Ég vona þó að hann sé nægur til þess að hann geti séð um nýja gæludýrið sitt, Viktoríu, en því þarf að gefa mulning tvisvar á dag að éta.

Annars kom Maggi við hér hjá mér áðan og gaf mér nærbuxur sem hann taldi vera lýsandi fyrir persónuleika minn. . . . . púkabuxur. Auk þess gaf hann mér m&m og á hann þakkir skildar!