Búðu sjálf til svona kort, sóðabrók!
31.1.04
Manni finnst sem maður hafi ferðast víða þar til að maður sér kort eins og þetta af áfangastöðum sínum í gegnum tíðina. Þvílík ósköp sem maður á eftir!
Búðu sjálf til svona kort, sóðabrók!
Búðu sjálf til svona kort, sóðabrók!
29.1.04
Þorrablótið verður á laugardaginn! Á eftir að útfæra þetta aðeins betur en ég held að átta sé ágætis viðmiðunartími. Ég reikna með að fólk þurfi að borga 500 kall til að vera memm. Fylgist með!
Líkurnar á þorrablóti hjá mér á laugardaginn hafa aukist. Þetta lítur ágætlega út og viðtökurnar hafa verið fínar. Takið því kvöldið frá og fylgist spennt með!
27.1.04
Væri ekki stemmning í því að halda þorrablót um helgina eða þá næstu með súrmat, hákarli og brennivíni?
Hvað segið þið um það? Hverjir væru til?
Hvað segið þið um það? Hverjir væru til?
26.1.04
Manískt kaupæði
Ég missti mig ögn á amazon áðan og keypti mér 4 náttúrulífsseríur eftir David Attenborough á DVD. Þær eru samalagðar um 22 klukkutímar að lengd! Seríurnar sem ég keypti mér voru Trials of life, Life in the freezer og Life of Birds saman í pakka og The private life of plantes
Fyrir á ég svo snilldarseríurnar The blue planet og Life of mammals.
Svo er Snorri brósi byrjaður með svo sætri stelpu að ég er þess fullviss um að hún sé bæði blind og heyrnarlaus!
Ég missti mig ögn á amazon áðan og keypti mér 4 náttúrulífsseríur eftir David Attenborough á DVD. Þær eru samalagðar um 22 klukkutímar að lengd! Seríurnar sem ég keypti mér voru Trials of life, Life in the freezer og Life of Birds saman í pakka og The private life of plantes
Fyrir á ég svo snilldarseríurnar The blue planet og Life of mammals.
Svo er Snorri brósi byrjaður með svo sætri stelpu að ég er þess fullviss um að hún sé bæði blind og heyrnarlaus!
Mig langar SVO að sjá heimildarmyndina Heimur farfuglanna sem sýnd er núna á franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói. Ég sá sýnt úr henni í fréttum um daginn og missti nánast legvatnið. Hluti af myndinni er tekinn á Íslandi. Þeir sem vilja vera memm á hana mega láta mig vita sem fyrst! Hún er sýnd klukkan átta og er stefnan tekin á hana á morgun!
Hér er nokkuð sniðug síða um myndina þar sem meðal annars má sjá trailer og stöff! Pís ád!
Hér er nokkuð sniðug síða um myndina þar sem meðal annars má sjá trailer og stöff! Pís ád!
Nýr pie! Þetta er svo fyndið. Allir að horfa nema Siggi sem hefur ekki húmor fyrir þessu né neinu öðru.
25.1.04
Tónleikar Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á Myrkum músíkdögum verða haldnir í Borgarleikhúsinu þann 8. febrúar klukkan 13:30 en ekki þann 7. febrúar klukkan 14:00 eins og ég hafði áður auglýst. Þeir sem hafa áhuga á mér og mínum líkama eru sérlega hvattir til að mæta enda skilst mér að ég muni þurfa að dansa á þessum tónleikum. Ég vona samt að það sé bara rugl!
22.1.04
Það var ekki súperdúper Egill sem vaknaði í morgun heldur einhver lufsa. Ég er því enn ófarinn í skólann! :/
21.1.04
20.1.04
Hörmung og skelfing!
Ég kemst víst ekki á sinfoníutónleikana á fimmtudaginn þar sem ég verð á hljómsveitaræfingu niðri í tónskóla á sama tíma :/ Sem betur fer eru tónleikarnir endurteknir daginn eftir klukkan 19:30 enda er efnisskráin ekki af verri endanum. Ég lýsi því hér með aftur eftir gimpum með mér!
Ég kemst víst ekki á sinfoníutónleikana á fimmtudaginn þar sem ég verð á hljómsveitaræfingu niðri í tónskóla á sama tíma :/ Sem betur fer eru tónleikarnir endurteknir daginn eftir klukkan 19:30 enda er efnisskráin ekki af verri endanum. Ég lýsi því hér með aftur eftir gimpum með mér!
Finnið 5 villur!
Mér hefur alltaf fundist Siggi hafa eitthvað svo heilagt yfirbragð yfir sér. Það er því ekki skrýtið að maður sér varla muninn á honum og Búdda. Þeir sem finna fimm atriði sem ekki eru eins á myndinni fá fimmþúsund kall í verðlaun sem innheimtast hjá Hauki.
Mér hefur alltaf fundist Siggi hafa eitthvað svo heilagt yfirbragð yfir sér. Það er því ekki skrýtið að maður sér varla muninn á honum og Búdda. Þeir sem finna fimm atriði sem ekki eru eins á myndinni fá fimmþúsund kall í verðlaun sem innheimtast hjá Hauki.
19.1.04
Ég held að á sjónarsviðið sé stiginn fram nýr súperdúper Egill. Ég mætti í skólann núna klukkan átta í morgun og var bæði líkamlega og andlega viðstaddur. Í þau fáu skipti sem ég hef mætt svona snemma hef ég eingöngu verið viðstaddur líkamlega og er þetta því mikil breyting. Msn-ið hefur verið róðglóandi í morgun þar sem fólk hefur verið að lýsa vantrú sinni á því að ég sé á fótum.
18.1.04
Skyldumæting!
Núna á fimmtudaginn verður Sinfoníuhljómsveit Íslands með nokkuð áhugaverða tónleika þar sem eftirfarandi verk verða á dagskrá:
Johannes Brahms: Tilbrigði um stef eftir Josef Haydn
Josef Haydn: Sellókonsert í C dúr
Modest Mússorskíj: Nótt á nornagnípu
Sergej Rahkmanínov: Vocalise
Pjotr Tsjajkovskíj: 1812 Forleikur
1812 forleikur Tsjajkovskíjs einn og sér er nægilega góð ástæða til að bomba sér. Þau gimp sem vilja vera memm látið mig vita. Pís ád!
Núna á fimmtudaginn verður Sinfoníuhljómsveit Íslands með nokkuð áhugaverða tónleika þar sem eftirfarandi verk verða á dagskrá:
Josef Haydn: Sellókonsert í C dúr
Modest Mússorskíj: Nótt á nornagnípu
Sergej Rahkmanínov: Vocalise
Pjotr Tsjajkovskíj: 1812 Forleikur
1812 forleikur Tsjajkovskíjs einn og sér er nægilega góð ástæða til að bomba sér. Þau gimp sem vilja vera memm látið mig vita. Pís ád!
15.1.04
Helvítið hann Marinó!!!
Hann benti mér á þetta hér! Heildarsafnið hans Gary Larsons innbundið. Mig langar SVO í þetta!
Svo var rauðrottan ekki til í að kaupa þetta með mér með þeim skilyrðum að hann myndi borga og þetta yrði geymt hjá mér. Iss!
Hann benti mér á þetta hér! Heildarsafnið hans Gary Larsons innbundið. Mig langar SVO í þetta!
Svo var rauðrottan ekki til í að kaupa þetta með mér með þeim skilyrðum að hann myndi borga og þetta yrði geymt hjá mér. Iss!
Ég er ákaflega sár núna og jafnvel í uppnámi. Það virðist bara engin trúa mér að ég sé á Hlöðunni. Það mætti halda að fólk álíti að ég sé einhverskonar letingi! Þessu vísa ég alfarið á bug!
13.1.04
Ég hélt ég myndi frekar að nenna að læra á Þjóðarbókhlöðunni en heima. Ég er þar núna og hafði rangt fyrir mér :/
12.1.04
Ég fór í nýja náttúrufræðihúsið í fyrsta skipti í dag og fannst það barasta ekkert spes. Í fyrsta lagi er skítkalt þarna og ótrúlega hljóðbært. Svo er lesastaðan pínkulítil og ekki tilbúin, iðnaðarmenn eru út um allt og tölvustofurnar opna ekki fyrr en í mars skildist mér. Svo finnast mér iðnaðarmennirnir ekki nógu auðmjúkir en þeir eiga vitanlega að bukta sig og beygja fyrir okkur menntafólkinu og jafnvel þéra okkur.
Annars skellti ég mér á útsöluna í Tólf tónum eftir skóla og keypti mér kvikmyndatónlist eftir Alfred Schnittke (Snilld!), Kantötur eftir Telemann og svo fékk ég að velja mér aukadisk! Ég valdi mér Scary music. Rarr! Þar eru nokkur stykki eftir Elfman, m.a. Beetlejuice, spiluð af Cincinnati Pops Orchestra. Mikið stuð að heyra aðrar útgáfur af þeirri tónlist. Pís ád!
Annars skellti ég mér á útsöluna í Tólf tónum eftir skóla og keypti mér kvikmyndatónlist eftir Alfred Schnittke (Snilld!), Kantötur eftir Telemann og svo fékk ég að velja mér aukadisk! Ég valdi mér Scary music. Rarr! Þar eru nokkur stykki eftir Elfman, m.a. Beetlejuice, spiluð af Cincinnati Pops Orchestra. Mikið stuð að heyra aðrar útgáfur af þeirri tónlist. Pís ád!
11.1.04
Þá er Kristín Vala komin með heimasíðu þar sem finna má glóðvolgar sóðafréttir frá Svíþjóð.
10.1.04
Þá hef ég bætt henni Tótu víolu í tenglana hjá mér á ný! Eftir ferð okkar í Reykholt fyrir áramót hefur hún oftar en einu sinni minnst á mig á síðunni sinni mér til gríðarmikils heiðurs. Í dag mætti hún svo galvösk á hljómsveitaræfingu og styrkti þar með lágfiðluhluta hljómsveitarinnar óhemju bæði með leik sínum og þokka.
Ég er búinn að gera gríðarlega athyglisverða uppgötvun!
Ef maður borðar indverskan mat sem af einhverjum orsökum er alltof sterkur, þá bragðast bjór sem maður fær sér skömmu síðar eins og plast!
Ef maður borðar indverskan mat sem af einhverjum orsökum er alltof sterkur, þá bragðast bjór sem maður fær sér skömmu síðar eins og plast!
9.1.04
Ég er að taka til í herberginu mínu og lengst uppi í skáp fann ég gamla dagbók sem ég hélt í smá stund þegar ég var tólf ára. Það er frekar fyndið að lesa sumt af þessu og það rifjast margt upp fyrir manni.
2. feb. 1994
Í dag fékk ég UK-17 dagbókina og keypti mér loftbyssu fyrir 855 kr. Kl hálf 8 fór ég út með Snorra. Þegar við komum inn fórum við að leika okkur með byssurnar.
4. feb. 1994
Eftir skóla fór ég í fýluferð niður í mjódd með Alla. Við ætluðum að kaupa skot í byssuna. Eftir það fórum við í byssó í leikherberginu með Sindra. Ég fór að sofa 22:15.
5. feb. 1994
Um hádegið fór ég niður í mjódd til að kaupa skot í byssuna mína. Klukkan sex var afmæli hjá Inga.
7. feb. 1994
Ingibjörn á afmæli í dag. Þetta var frekar leiðinlegur skóladagur. Ég ætlaði (og Sindri og Ingi) að birta í Brussugangi hvað stelpan sem Þorleifur var skotinn í heitir. Eftir skóla fór ég með Inga og Sindra niður í mjódd.
15. feb. 1994
Ég var búinn í skólanum kl. hálf eitt. Ég fór í tónfræði klukkan 5. Kl. hálf níu komu Alli og Trausti og við fórum í loftó niðri í leikherbergi.
16. feb. 1994
Það var frí í skólanum. Ég, Ingi, Trausti, Alli og Sindri fórum niður í bæ að syngja að venju. Ég var gamall maður. Við fórum í kringluna, Vífilfell, Opal og verksmiðjur á því svæði. Svo fórum við heim og svo á laugarveginn.
22. feb. 1994
Eftir skóla kom Ingi til mín og við sendum Önnu Birnu hótunar-bréf indirritað "Gamli Nói". Um kvöldið gerði ég mig kláran fyrir Úlfljótsvatn.
Ég var greinilega miskunnarlaust barn. Önnu Birnu vil ég nú biðja opinberlega afsökunar á þessu skelfilega bréfi.
2. feb. 1994
Í dag fékk ég UK-17 dagbókina og keypti mér loftbyssu fyrir 855 kr. Kl hálf 8 fór ég út með Snorra. Þegar við komum inn fórum við að leika okkur með byssurnar.
4. feb. 1994
Eftir skóla fór ég í fýluferð niður í mjódd með Alla. Við ætluðum að kaupa skot í byssuna. Eftir það fórum við í byssó í leikherberginu með Sindra. Ég fór að sofa 22:15.
5. feb. 1994
Um hádegið fór ég niður í mjódd til að kaupa skot í byssuna mína. Klukkan sex var afmæli hjá Inga.
7. feb. 1994
Ingibjörn á afmæli í dag. Þetta var frekar leiðinlegur skóladagur. Ég ætlaði (og Sindri og Ingi) að birta í Brussugangi hvað stelpan sem Þorleifur var skotinn í heitir. Eftir skóla fór ég með Inga og Sindra niður í mjódd.
15. feb. 1994
Ég var búinn í skólanum kl. hálf eitt. Ég fór í tónfræði klukkan 5. Kl. hálf níu komu Alli og Trausti og við fórum í loftó niðri í leikherbergi.
16. feb. 1994
Það var frí í skólanum. Ég, Ingi, Trausti, Alli og Sindri fórum niður í bæ að syngja að venju. Ég var gamall maður. Við fórum í kringluna, Vífilfell, Opal og verksmiðjur á því svæði. Svo fórum við heim og svo á laugarveginn.
22. feb. 1994
Eftir skóla kom Ingi til mín og við sendum Önnu Birnu hótunar-bréf indirritað "Gamli Nói". Um kvöldið gerði ég mig kláran fyrir Úlfljótsvatn.
Ég var greinilega miskunnarlaust barn. Önnu Birnu vil ég nú biðja opinberlega afsökunar á þessu skelfilega bréfi.
8.1.04
Þá er komið að Annarbyrjunar-veikindunum sem er orðin sterk hefð hjá líkama mínum. Svo virðist sem hann skynji að nú þurfi að fara að gera eitthvað aftur eftir fríið og bregst hann því við á þennan örvæntingarfulla hátt í von um að ástandið haldist óbreytt.
Haukur vorkennir mér svo mikið að hann ætlar að kaupa handa mér nammi og koma og horfa á spólu með mér á eftir. Hann er svo aumingjagóður þessi elska.
Haukur vorkennir mér svo mikið að hann ætlar að kaupa handa mér nammi og koma og horfa á spólu með mér á eftir. Hann er svo aumingjagóður þessi elska.
7.1.04
6.1.04
Þá er það komið á hreint! Tónleikar tónskólans á Myrkum músíkdögum þar sem m.a. verður flutt lufsuverk eftir mig verða haldnir í Borgarleikhúsinu 7. febrúar næstkomandi klukkan tvö. Stífar æfingar verða þangað til eða í það minnsta þrisvar í viku þar sem þetta eru svona "ekta" tónleikar. Ríkisútvarpið er jafnvel að íhuga að taka þá upp. Sikk!
Maggi ráðlagði mér að taka upp eitthvað sóðalegt listamannanafn og mæta í kjólfötum en skera aftan af buxunum. Þannig myndi sjást örlítið í bossann þegar ég sest niður við píanóið og kippi jakkanum frá á meðan. Það mál er í athugun!
Maggi ráðlagði mér að taka upp eitthvað sóðalegt listamannanafn og mæta í kjólfötum en skera aftan af buxunum. Þannig myndi sjást örlítið í bossann þegar ég sest niður við píanóið og kippi jakkanum frá á meðan. Það mál er í athugun!
4.1.04
Nú líður að hinu árlega hattapartýi Brynjars! Spurning hvort að hann viti af því samt ;)
Hressar hattasubbur
Hressar hattasubbur
3.1.04
Ú jé
Þá er ég búinn að bomba myndunum úr Reykholtsferðinni inn á netið af mikilli kunnáttu. Þær eru þó ekki sérlega margar þar sem lufsudigitalvélin mín var með einhverja stæla! Þið getið nálgast þær hér!
Eldhress tónlistargimp
Þá er ég búinn að bomba myndunum úr Reykholtsferðinni inn á netið af mikilli kunnáttu. Þær eru þó ekki sérlega margar þar sem lufsudigitalvélin mín var með einhverja stæla! Þið getið nálgast þær hér!
Eldhress tónlistargimp