Djös vibbaverður er búið að vera í dag. Það hindraði orkuboltann mig þó ekki í allskonar stöffi. Ég fór í píanótíma, tók til og fór á hljómsveitaræfingu niður í tónskóla. Í næstu viku á að taka upp píanókonsertinn minn með ekta græjum ásamt verkum eftir BjÖrnson og Hróðmar Inga og svo verður þetta gefið út á einhverjum diski á vegum tónskólans. Mér finnst þetta mjög spennandi. Það verða t.d. sér míkrafónar fyrir hvert píanó og heil kvöldstund fer í að hljóðrita hvert verk í Víðistaðakirkju.
Eftir hljómsveitaræfinguna fór ég svo í upphönkun í World Class klukkan tíu og öppgreidaðist þar um fjöldamörg hönkstig. Á meðan var Haukur heima og fitnaði. . .

Næst efst er mér í huga nærbuxnaruglið hans Snorra. Hann hefur hingað til haldið því fram að hann eigi mjög lítið af nærbuxum og þurfi þess vegna að fá mínar lánaðar stöku sinnum. Í nærbuxnaleysi mínu sökum fjarveru móður minnar og þvottakunnáttu hennar fann ég mig knúinn til þess að fá nærbuxur lánaðar hjá Snorra þegar hann var ekki heima. Mér til skelfingar komst ég að því að hann átti meira en nóg! Mér er órótt. . .
Það er æði að uppgötva nýja tónlist! Ég man hvað það var gaman að uppgötva Shostakovich, Danny Elfman og Jón Leifs á sínum tíma. Fyrir stuttu var ég svo að uppgötva Muse og þessi hljómsveit er snilld! Ég þekki samt bara einn disk með þeim, Absolution, og að sögn sumra er hann ekki einu sinni sá besti. Ég hálf fyrirlít mig fyrir að hafa ekki vitað hverjir þeir voru þegar þeir héldu hér tónleika í fyrra. Nú skil ég smá hvernig Manna er innanbrjósts hvern einasta dag.






