Pleasure, pleasure!

31.8.04

Allt að gerast
Djös vibbaverður er búið að vera í dag. Það hindraði orkuboltann mig þó ekki í allskonar stöffi. Ég fór í píanótíma, tók til og fór á hljómsveitaræfingu niður í tónskóla. Í næstu viku á að taka upp píanókonsertinn minn með ekta græjum ásamt verkum eftir BjÖrnson og Hróðmar Inga og svo verður þetta gefið út á einhverjum diski á vegum tónskólans. Mér finnst þetta mjög spennandi. Það verða t.d. sér míkrafónar fyrir hvert píanó og heil kvöldstund fer í að hljóðrita hvert verk í Víðistaðakirkju.

Eftir hljómsveitaræfinguna fór ég svo í upphönkun í World Class klukkan tíu og öppgreidaðist þar um fjöldamörg hönkstig. Á meðan var Haukur heima og fitnaði. . .

29.8.04

Grasagums
Ég fór á flakk á dag með sumarnámskeiðinu þar sem grös voru skoðuð víða í nágrenni Reykjavíkur. Þetta var reyndar mun skemmtilegra en ég átti von á, jafnvel þótt að Haukur hafi verið með. Á milli þess sem hann tróð í sig krækiberjum og bláberjum var hann sítuðandi yfir því hvað þetta væri óáhugavert. Í ferðinni samdi hann ljóð sem ég mátti birta:

Sjálfsfyrirlitning
Ó þú fita,
umlykur mig,
afmyndar mig.
Inni í stórskornum búk er lítil sál.
Ég var hönk,
ei meir.
Hví?


Myndirnar eru svo hér!

27.8.04

Ég sit hér núna uppi í Öskju í pásu frá sumarnámskeiði í líffræðinni og mér DREPleiðist. Í dag fer fram einhvers konar upphitun í plöntugreiningu til klukkan eitt og svo fer víst allur morgundagurinn í eitthvað svipað. Æj, ég á svo bágt :/

26.8.04

Ég dreif mig út að skokka áðan klukkan 23:00 og ætlaði í Elliðaárdalinn sem ég hélt að væri upplýstur. Mömmu leist ekkert á það því hún hafði mjög miklar áhyggjur af því að mér yrði nauðgað. Það skil ég reyndar mjög vel enda er ég fýsilegur kostur. Hún vildi að ég tæki með mér síma sem ég var nú ekki alveg á að gera. Svo kom í ljós að dalurinn er víst ekkert upplýstur þrátt fyrir þessa ljósastaura sem þar eru svo ég hljóp gamla hringinn minn í hverfinu. Ég hljóp tvisvar framhjá sama strákahópi sem hafði orð á því í seinna skiptið hvað ég væri mikið hönk og föngulega vaxinn. Lengi lifi ég!

25.8.04

Buhuhu . . . Mig langar SVO í þetta hér. Þetta er bara kreisíj dýrt!

Næst efst er mér í huga nærbuxnaruglið hans Snorra. Hann hefur hingað til haldið því fram að hann eigi mjög lítið af nærbuxum og þurfi þess vegna að fá mínar lánaðar stöku sinnum. Í nærbuxnaleysi mínu sökum fjarveru móður minnar og þvottakunnáttu hennar fann ég mig knúinn til þess að fá nærbuxur lánaðar hjá Snorra þegar hann var ekki heima. Mér til skelfingar komst ég að því að hann átti meira en nóg! Mér er órótt. . .

24.8.04

Þau undur og stórmerki gerðust í dag að Siggi fór með mér út að skokka niðri í Elliðaárdal óbeðinn! Hann skokkaði meira að segja með mér allan hringinn eins og hetja, ekki ófnæsandi reyndar, en hann á engu að síður heiður skilinn. Svo benti hann mér á snilldarsíðuna borgarvefsja.is en þar er hægt að mæla allkonar stöff og komst ég að því að hringurinn minn er 5,5 kílómetrar. Lengi lifi ég og minn líkami!

22.8.04

Þá er ég búinn að troða inn myndunum á netið handa ykkur pésunum! Þær eru hér! Af gefnu tilefni hef ég svo útbúið lista yfir fólk sem mér finnst vera skítakleprar og soðheilar.

Skítaklepra og soðheilalisti


Brynjar
Karen
Guja
Hrönn
Edda

21.8.04

Hah!
Nú hafa myndir náðst af Snorra þar sem hann er að fremja hið umtalaða ódæði, þ.e. að vera í nærbuxunum mínum. Rauða pílan bendir á púkanærbuxurnar sem Maggi gaf mér á sínum tíma.


Ófyrirleitni ódámurinn

Það er æði að uppgötva nýja tónlist! Ég man hvað það var gaman að uppgötva Shostakovich, Danny Elfman og Jón Leifs á sínum tíma. Fyrir stuttu var ég svo að uppgötva Muse og þessi hljómsveit er snilld! Ég þekki samt bara einn disk með þeim, Absolution, og að sögn sumra er hann ekki einu sinni sá besti. Ég hálf fyrirlít mig fyrir að hafa ekki vitað hverjir þeir voru þegar þeir héldu hér tónleika í fyrra. Nú skil ég smá hvernig Manna er innanbrjósts hvern einasta dag.

20.8.04

19. ágúst rúlar
Í gær var merkisdagur sem þónokkrir mundu eftir. Afgangurinn getur fokið í fúlan pytt! Í tilefni dagsins fór ég með líkama minn út að skokka í Elliðaárdalnum auk þess sem ég keypti nokkra þurra kökudjöfla ofan í afæturnar niðri í vinnu.

Á eftir merkisdögum koma minna merkilegir dagar. Til hamingju með afmælið Marinó!

Svo eru mamma og pabbi úti í Barcelona að tjilla feitt og óhreini þvotturinn hleðst upp þrátt fyrir að þau séu bara búin að vera í rúman dag í burtu. Amma hefur iðulega verið iðin við að þvo af okkur Snorra og reikna ég með að svo verði einnig nú. Hún hefur tekið það fram að henni finnast óhreinatauspokarnir sem við sendum henni ekki vera neinir syndasekkir.

Einnig má nefna að Snorri er enn alltaf í nærbuxunum mínum. Ég er alveg ráðalaus!

En jæja . . . þá er ég búinn að blogga eins og aðdáandi minn Haukur heimtaði!

16.8.04

Stay in the zone and break the stuff!
Ég fór um helgina að Skógum með stórfamelíunni til að halda upp á 80 ára afmæli ömmu. Veðrið var æði og notaði ég hvert tækifæri sem gafst til þess að bera líkama minn. Ég er jafnvel ekki frá því að ég hafi tekið smá lit, mest þó bleikan. Subbulegt þykir mér að vita að við getum ekki átt von á svona veðri næstu tíu til hundrað árin! Myndavélin var aldrei langt undan og má finna myndir þaðan hér! Áhugasamir aðdáendur líkama míns geta fundið hann beran að ofan þarna einhvers staðar.


Ef vel er rýnt má hér sjá hönk

13.8.04

Krikket eða krokket?
Sigga fékk þá snilldarhugmynd í dag að spila krokket út á Miklatúni og náði að plata mig, Manna og Sigga með. (Mér finnst samt að þetta heiti krikket en Siggu varð ekki hikað) Vegna tennisáhuga hljómfræðikennarans míns byrjaði krokketið nokkuð seint og vorum við að alveg þangað til að birtuna þvarr. Undir lokin vorum við öll saman komin inn í litlum birkireit þar sem Manni missti sig með vélina. Þetta hefur sennilega virkað mjög undarlega á vegfarendur. Myndirnar má svo sjá hér!


Eldhress krokketgimp

12.8.04

Fögur sýn: Ég úti á svölum, ber að ofan, lærandi hljómfræði í sólbaði.

11.8.04

Hinn árlegi Esjudagur Egils var farinn í hitametsveðrinu í dag sem var vel við hæfi enda sló þátakan einnig öll áður þekkt met! Siggi vildi að það kæmi skýrt fram að hann væri ekki í neinni keppni við mig um að komast upp á topp og hleypti hann mér fram úr sér því til undirstrikunar. Hann hefði nú heldur ekki átt neinn séns enda gekk ég undir nafninu Græna þruman í ferðinni. Myndirnar má skoða hér!

Áður en haustar verður svo Hinn árlegi Keilisdagur Egils haldinn og hvet ég sem flest gimp, nær og fjær, til að taka þátt.


Græna þruman pósar

Þeir sama hafa áhuga á að fara upp á Esjuna í þessu kreisíj veðri látið mig endilega vita. Ég verð með símann í vinnunni en ég klára svo syrpuna klukkan fjögur á eftir. Break the stuff men!

9.8.04

Ég var að fá sendar heim í pósti stafrænu myndirnar mínar sem ég framkallaði í gegnum netframkollun.is. Það er ótrúlega þægilegt að framkalla myndir svona í gegnum netið og þær koma bara mjög vel út.

Ég tók mér svo frí á seinni næturvaktinni um helgina þar sem Maggi hélt rausnarlegt kveðjuhóf en hann segist vera að fara til Bandaríkjanna í mastersnám. Þar var þrusustuð og var það mál manna að ég hafi verið skemmtilegastur. Annað var hins vegar uppi á teningnum daginn eftir þegar ég mætti draugþunnur í vinnuna. Það er ekki sérlega notalegt að vinna þannig við 700 gráðu heitt ál en ég bar mig þó vel(ehh).

Myndirnar úr kveðjupartýinu hans Magga sóða má svo nálgast hér!


Haukur að flippa

5.8.04

Tiltekt
Ég er búinn að vera að taka til í herberginu mínu í eiginlega allan dag og ég er búinn að finna ýmislegt af gumsi sem er búið að liggja niðurgrafið frekar lengi. Má þarf nefa fullt af subway miðum og midifæl að stuttmyndarlaginu sem ég samdi handa Halla í Verzló en ég hélt ég væri búinn að týna því. Hann gerði hins vegar aldrei stuttmyndina og á hann skammir skildar! Midi meistaraverkið má finna hér!

Svo fann ég líka á diski myndir úr afmæli okkar Trölla frá árinu 2001 og er ég búinn að boma þeim á netið! Ég átti líka myndir úr afmælinu 2002 en ég finn þær ekki. Þær eiga samt að vera til einhvers staðar. Held að Jónas hafi tekið þær. Alla vega . . . Myndirnar 2001 má sjá hér!



Gríðar stemmning

4.8.04



Siggi rúsínurassgat

Með hjálp SmartFTP forritsins (og Manna smá) þá tókst mér að bomba inn myndunum frá því á sunnudaginn á nó tæm! Þær eru hér!

Í leiðinni uppfærði ég tenglana að gömlum bloggfærslum auk þess sem ég fjarlægði Guju og Bjarka Stein úr tenglasafninu mínu þeim til ævarandi skammar og háðungar!

3.8.04

Þvílíkur þokki!
Þá er það komið á hreint. Það er alveg ljóst að Haukur ætti að reyna fyrir sér sem nektarmódel uppi í Listaháskóla.