Djös vibbaverður er búið að vera í dag. Það hindraði orkuboltann mig þó ekki í allskonar stöffi. Ég fór í píanótíma, tók til og fór á hljómsveitaræfingu niður í tónskóla. Í næstu viku á að taka upp píanókonsertinn minn með ekta græjum ásamt verkum eftir BjÖrnson og Hróðmar Inga og svo verður þetta gefið út á einhverjum diski á vegum tónskólans. Mér finnst þetta mjög spennandi. Það verða t.d. sér míkrafónar fyrir hvert píanó og heil kvöldstund fer í að hljóðrita hvert verk í Víðistaðakirkju.
Eftir hljómsveitaræfinguna fór ég svo í upphönkun í World Class klukkan tíu og öppgreidaðist þar um fjöldamörg hönkstig. Á meðan var Haukur heima og fitnaði. . .