Pleasure, pleasure!

29.2.04

Fjandans Ingiböllur vann Farandhöndina í gær annað skiptið í röð með bellibrögðum. Þetta er okkur hinum öllum til háborinnar skammar að láta svona óæðra kvikindi komast upp með annað eins! Þar að auki var hann svo fullur að það var nánast ógeðslegt. Ég legg til að Farandhöndin verði næst haldin þegar Ingibjörn er upptekinn!

26.2.04

Við Manni, Hulda og Sunna kíktum til Þingvalla í blíðviðrinu seinnipartinn í dag. Það var ekki sála á Þingvöllum og okkur fannst sem við værum stödd í bandarískri unglingahrollvekju þar sem farið var að rökkva til. Við áttum alveg von á því að Einar Ben the zombie kæmi úr þjóðargrafreitnum til að éta okkur, samt ekki Manna sem er viðbjóður. Sem betur fer komust við öll heim heil á húfi og Manni ætlar að birta kynþokkafullu myndirnar úr þessari hetjuför á netinu mjög bráðlega!

viðbót: Sunna er núna búin að bomba sínum myndum inn og þær má nálgast hér. Sunna-1, Manni-0!

viðbót 2: Manni er búinn að setja inn myndirnar sínar núna. Þær eru hér. Hann tapaði samt!

Pja
Ég fór á Burger King með litla brósa áðan og þvílík vonbrigði! Ég skil Sigga núna sem vildi ekki fara með en mér fannst sem hann væri að brjóta náttúrulögmál með þeirri ákvörðun sinni. Manni finnst sem maður sé hreinlega að borða smjör! Ég segi foj við Burger King!

25.2.04

Nennir einhver að hringja með sprengjuhótun í Náttúrufræðihúsið? Ég er í SVO leiðinlegum tíma . . .

24.2.04

Farandhöndin verður hjá Helga á laugardaginn. Þvílík endemis snilld. Ingiböllur er búinn að sitja alltof lengi á henni eftir óverðskuldaðan sigur fyrir mörgum árum!

23.2.04

Umræðan sem nú er í gangi um hvort rétt sé að græða ný andlit á fólk ætti að vera Hauki mikið gleðiefni.

Það er alveg þvílíkur léttir að vera búinn í lokaprófinu í fiskivistfræðinni en mér finnst samt að ég eigi eftir að fara í tvö svoleiðis próf í kvöld! Þá ætlum við Karen, Siggi og Haukur að gera þróunarfræðiskýrluna. Lifandi skelfing segi ég nú bara! Þetta er helber viðbjóður og ekki bætir það ástandið að Haukur verður á svæðinu ásamt hræðilega leiðinlegum persónuleika sínum. Hugsið því vel til mín í kvöld!

Svo er þetta hér nokkuð nett!

21.2.04

Árshátíð tónskólanna í Reykjavík var í gær í Versölum og það var alveg þvílíkt stuð. Þar sem ekki var leyft að vera með eigið áfengi í salnum smygluðum við Karen tveimur bjórum mjög lúmskulega inn. Ég bað svo um vatnsglas á mjög trúverðugan hátt en eftir það var heppnin ekki með okkur. Ég gerði mér lítið fyrir og hellti vatninu í vaskinn við barinn þegar mér sýndust þjónustustelpurnar vera að horfa eitthvert annað. Ég reiknaði ekki með hljóðinu sem heyrist þegar vatn skvettist í vask sem þær vitaskuld heyrðu og tóku eftir því hvað ég var að gera. Stuttu seinna kom ein þeirra upp að okkur Karen og gerði bjórinn upptækan. Hún lét mig líka vita að henni fannst ég ekki vera mjög lúmskur. Bjórnum sem við Brynjar skildum eftir úti var svo hnuplað af einhverjum óprúttnum. Ég eyddi því aðeins meiri peningum en ég ætlaði mér.

Svo á hún Anna mestu þakkir skildar fyrir að láta allan salinn búa á mig og Brynjar fyrir að taka ekki þátt í atriði tónskólans okkar!

19.2.04

Siggi þegar hann var lítill!17.2.04

Allt að gerast!
Ég er búinn að bomba píanókonsertslufsunni minni inn á netið ykkur til ómældrar ánægju. Þið getið hlaðið henni niður hér fyrir neðan. Ég var að hlusta á þetta í fyrsta skipti áðan og það var mjög skrýtið. Maður heyrir þetta allt öðruvísi þegar maður er sjálfur á kafi í þessu. Ég er annars bara nokkuð ánægður með upptökuna þrátt fyrir að píanóin séu frekar dauf og svo er eitthvað hóst í byrjun. Hann verður svo að öllum líkindum fluttur aftur í Háskólabíó í næsta mánuði á afmælistónleikum Tónskóla Sigursveins!

Preludium fyrir 2 píanó, strengjasveit og slagverk

16.2.04

Halli er búinn að bomba inn myndunum úr þorrablótinu mínu víðfræga á netið. Mér finnast vera grunsamlega fáar myndir af mér þarna en þær má samt sem áður nálgast hér!

Gleðilegan mánudag!
Í tilefni dagsins og þeirri staðreynd að ég vildi helst vera meðvitundarlaus núna ætla ég að nöldra. Mér finnst það viðeigandi.

Hvað er málið með að myndasögurnar í mogganum séu enn svona glataðar? Af hverju er ekki búið að færa þær í fyrra horf?

Ég nenni ekki að blogga meira núna . . .

12.2.04

Ég gef hér með skít í www.hotornot.com! Ég er búinn að vera með mynd af mér þar í u.þ.b. viku og hefur einkunnin mín sveiflast á milli 7 og 8 sem er vitaskuld út í hött! Þetta lið sem skoðar þessa síðu hefur greinilega ekki hundsvit á því sem kallast þokki!

Í lokin skuluð þið svo taka ykkur tíma í að pæla í orðinu hægðarleikur. . .

11.2.04

Og enn bætist í tenglasafnið! Marc vinur minn er búinn að koma sér upp síðu með allskonar gumsi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér líf skiptinema á Íslandi ættu því að smella hér!

Svo langar mig enn í mörgæs!

10.2.04

Þessi á ekki von á góðu ;)

9.2.04

Ég fór með Guju og Tótu, drottningu bloggsins, á kaffihús í kvöld. Þar var margt rætt af spaklegu viti en við ætlum að reyna að fá styrk frá borginni í sumar svo við getum spilað saman tónlist og flutt m.a. fyrir elliæra. Fyrsta skrefið er að hittast og grúva dálítið saman en okkur vantar samt eiginlega klarinettuleikara. Ég held að þetta geti verið mjög gaman!

Marinó lufsull er búinn að bomba inn myndunum úr þorrablótinu! Þær má nálgast hér!

8.2.04

Spennufall dauðans!
Tónleikarnir gengu vonum framar í dag og var hljómsveitin í gríðarlegu stuði. Verkin á efnisskránni voru hæfilega nútímaleg og tvö þeirra voru dansverk sem braut þetta dálítið upp. Ég hef reyndar aldrei skilið dans og átti dálítið bágt með að fara að ekki að hlæja þegar köku var skyndilega blandað inn í seinasta atriðið en þetta var samt mjög flott, alla vega það litla sem ég náði að horfa á af þessu. Píanókennarinn minn tók tónleikana upp og það gæti farið svo að ég bombi verkinu mínu inn hér á síðuna fyrir þær lufsur sem ekki mættu og aðra gríðaráhugasama.

Hér má svo sjá mynd af uppsetningunni í mínu verki sem tekin var á þokkanæma myndavél sem er víst það nýjasta á markaðnum.

7.2.04

Það er allt að gerast. Tónleikar hljómsveitar Tónskóla Sigursveins á Myrkum músíkdögum eru á morgun sem er frekar furðuleg tilfinning. Það var ekki fyrr en í gær sem við náðum að renna þyngsta stykkinu alveg í gegn en við erum búin að æfa þetta prógram frekar lengi! Svo er æfing klukkan níu í fyrramálið sem er ómanneskjulegt! Þeir sem hafa áhuga á að sjá þokkafullan flutning (aðallega af hálfu píanóleikarans) á nýrri íslenskri tónlist, m.a. litlu lufsustykki eftir mig, eru velkomnir á morgun klukkan 13:30 á nýja svið Borgarleikhússins.

Dagskrána má nálgast hér!

6.2.04

Ég hef verið að horfa á seríuna Life in the freezer og núna langar mig SVO í gælumörgæs. Þetta eru alveg frábær kvikindi.Svo finnst mér þessi mynd hér vera lýsandi dæmi um andlegt atgervi magga undanfarið.

Edda 1 . . . Manni 0
Það er bara allt að gerast hjá Eddu. Þrátt fyrir að vera stödd úti í Danmörku er hún búin að bomba inn myndum úr kveðjupartýinu hjá sér á meðan að sumir sem eru hér heima í makindum sínum eru enn ekki búnir að lufsast til að setja myndirnar úr þorrablótinu hjá mér inn á netið!

Myndirnar hennar má nálgast hér! Það er mál manna að þokki minn sem mikill á þessum myndum.


Já . . . . Ég er sko kúl!

4.2.04

Kúkú í hausnum!
Gauksæði hefur gripið um sig meðal vina minna. Subbuparið Hulda og Manni eru að fara að kaupa sér gauk fyrir um 200 þúsund krónur og er ég ekki einn um að finnast það manískt. Með sífelldu gaggi og tuði hefur Marinó sannfært Huldu um að þetta sé hreinlega lífsnauðsynlegt og er það gott dæmi um yfirgang rauðhærðra og hví það þyrfti að gelda þá alla. Sunna hefur líka smitast af þessari vitleysu og vill núna kaupa sér gauk fyrir 120 þúsund krónur. Þetta rugl er þó sniðugt í því ljósi að Haukur er skíthræddur við páfagauka enda heldur hann að þeir vilji plokka úr sér augun. Þetta ætti því að koma í veg fyrir heimsóknir frá honum og er það vel.

Þegar á öllu er á botninn hvolft er þetta kannski ekki algjörlega fráleitt. Maður ætti kannski að skella sér á gauk?

2.2.04

Nýr snilldar pie þáttur! Þeir félagar fara til tunglsins. Það er svo fyndið hvað Weebl er alltaf leiðinlegur við Bob :)

Nú byrjar ný Survivor sería í kvöld, Survivor allstars. Ég er eiginlega búinn að fá nóg af survivor en þetta gæti verið sniðugt. Hvað segið þið subbur? Á að góna á þetta?

1.2.04

Hið árlega þorrablót Egils tókst með eindæmum vel í gærkvöldi. Tel ég að fjarvera Magnúsar hafi skipt þar höfuðmáli sem og stutt viðkoma Hauks og Sigga. Ég tók nú ekki margar myndir en hellingur birtist vonandi á síðu Subbuparsins innan skamms.


Sóðabrækur leitandi að viðbjóði að éta