Pleasure, pleasure!

30.9.01

Nú held ég að Unný, stökkmúsin umdeilda, sé búin að missa vitið. Það er ekki nóg með að hún eyði deginum í að reyna að "grafa" sig út úr búrinu heldur er hún nú byrjuð að éta húsið sitt sem er úr harðplasti. Ég hef fylgst með þróun geðveiki hennar síðan ég fékk hana í afmælisgjöf í ágúst en nú upp á síðkastið hefur hún tekið á sig aðra mynd. Jafnvel Siggi étur ekki harðplast!

Annars virðist sem Sigga beib sé snúin aftur á netið. Síðan hennar er bara nokkuð kúl en samt auðvitað ekki eins kúl og þessi hér.

29.9.01

Ég vildi nú bara benda ykkur sem áhuga hafið á Færeyjum á ircstöðina #Faroese_chat en til þess að geta farið á hana þurfið þið að vera tengd dalnet server.

Það er ótrúlegt hvað hjarta manns fyllist mikilli gleði og kátínu þegar maður áttar sig á því að maður var búinn að ákveða að eyða laugardeginum í eðlisfræðiskýrslu.

Ég var rétt í þessu að ljúka við að ræða við Sir MacHumphry sem lýsti yfir ánægju sinni með að fólk væri nú loksins farið að átta sig á mikilvægi hans sem kynlífsráðgjafa. Við ræddum heillengi um merkileg þjóðfélagsmál og hluti sem skipta yfir höfuð miklu máli.

28.9.01

Eftir að hafa hugsað mig um í nokkra stund hef ég ákveðið að sekta Marinó um heilar 10 þúsund krónur!

Nú er ég með heila þrjá teljara í gangi hjá mér hér á forsíðunni og finnst mér þessi vera bestur því hann býður upp á flesta möguleikana. Manni skíthæll var búinn að vita af honum heillengi án þess að láta mig vita og hefur hann nú fallið um mörg sæti á virðingarlistanum mínum.

27.9.01

Beggi var rétt í þessu að benda mér á brilliant teljara. Nú getur maður loksins aftur farið að fylgjast með heimsóknum á síðuna eins og áður fyrr. Mér barst líka önnur ábending frá vinnufélaga mínum þar sem hann vísaði mér á síðuna www.FXWeb.com en ég hef ekki enn getað athugað hana af neinu viti.

25.9.01

Hér er myndband um Ísland sem stílað er inn á ameríska markaðinn. Mér fannst bara nokkuð gaman að horfa á það og sérstaklega þegar kokkurinn var að tjá sig. Vá hvað það mátti missa sín!

Siggi, það er nú frekar hallærislegt að lesa ekki bloggið sitt yfir áður en maður birtir það. Þetta dregur mjög úr áhrifamætti skrifa þinna sem var fyrir lítill eða jafnvel enginn. Hver tekur mark á gaur sem skrifar sýna með einföldu í-i?

En yfir í merkilegri hluti. Mér tókst loksins að troða Hringadróttinssögu upp á Magga, en mér finnst það afrek enda búinn að klifa á þessu við hann síðan ég kynntist honum.

Siggi! Farðu að gera eitthvað á síðunni þinni! Þetta er þér og þínum afkomendum til háborinnar skammar og ævarandi háðungar!

24.9.01

Veit enginn um teljara einhversstaðar á netinu sem býður upp á svipaða möguleika og thecounter gerði fyrr í ár? Mér finnst muna helling að hafa teljara sem býður uppá alla þessa möguleika en glætan að ég borgi þúsund krónur fyrir. Endilega látið mig vita!

Þrátt fyrir að könnunin um Die Bessastadt Juden hafi verið fjarlægð og þar með þau skýru skilaboð gefin að henni væri lokið, hélt Siggi áfram að kjósa þvert á niðurstöðu hennar. Því spyr ég um hið augljósa; Er Siggi skíthæll?

23.9.01

Maður áttar sig nú ekki almennilega á þessari tölu. 2.700 milljarðar!

En allavena, Beggi var að benda mér á svolítið sniðuga síðu. Þið getið minnst fórnalamba hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum með því að kveikja þar á kerti.

21.9.01

Mikil afslapleg svartsýni ríkir í skrifum Þóris í dag á síðunni hans. Það er engu líkara en himinn og jörð séu að farast. Ísland sem ríki Davíðs og Halldórs......?

Ég legg til að haldnir verði múslimskir rokktónleikar í Laugardalnum þar sem öllum múslimum á Íslandi verður safnað saman á einn stað, og svo. . . . . .

Nei, nei, ég segi nú bara svona.

Það er alveg greinilegt hvað fólki hér finnst um Gyðinga. Þjóðin hefur talað!

20.9.01

Mikið afskaplega langar mig að vita hver Vestur-Íslendingurinn Johnmundur er, sem skildi eftir sig bráðskemmtileg skilaboð í gestabókinni minni. Mér dettur ekki neinn í hug sem er nógu ljóðrænn eða þá gáfaður til þess að geta skrifað þetta því ekki var það ég!

Ég og Bjarki sitjum nú hér í Háskólabíói fyrir framan sal eitt sveittir yfir skýrslugerð. Þetta er þó farið að mjakast í rétta átt sem betur fer.

En ég vildi annars bara benda ykkur á tónleika Sinfoníuhljómsveitarinnar og Karlakórs Reykjavíkur sem eru annað kvöld klukkan 19:30. Ég sat einmitt hér á sama stað fyrr í dag þegar hljómsveitin var að æfa sig og fékk sáðfall. Ég rauk því strax og keypti mér miða á tónleikana ásamt fjöldamörgum öðrum sem sátu hjá mér á sama tíma. Meðal þess sem við heyrðum æft var Brennið þið vitar eftir Pál Ísolfsson og hlutar í Carmina Burana eftir Carl Orf.

Sætin eru ekki númeruð og því er um að gera að rjúka út og krækja sér í miða. Ég held ég geti lofað ykkur krafmikilli og góðri skemmtun.

Púff!
Bjarki var rétt í þessu að fara frá mér en við vorum einmitt að dunda okkur við eðlisfræðiskýrslu dauðans. Ég hélt að þetta væri nú ekkert það mikið mál og fékk Bjarka því til að samþykkja að við myndum bara gera þetta í dag og byrja klukkan átta, en við eigum að skila henni á morgun. En svo kom í ljós að þetta væri bara ekkert svona einfalt. Siggi var líka það elskulegur að benda mér á að ég væri ekki lengur í framhaldsskóla og á hann þakkir skildar.

Til að byrja með þurftum við að meta það mikla óvissu að það tók af mína vissu um geðheilsu mína og síðan þurftum við að vinna úr gögnum sem við hugsanlega af hálfvitaskap höfðum ekki skrifað nægilega skýrt niður meðan á tilrauninni stóð. Það var orðið alveg ljóst að draumafyriráætlanir mínar um skjót skýrslulok myndu ekki rætast.

19.9.01

Ég sit nú í verklegum Tölvunarfræðitíma og íhuga tilgang lífsins. Hvað hef ég gert til að verðskulda þennan viðbjóð???

Jæja, nú er þetta loksins að komast í það horf sem ég hafði hugsað mér :)

18.9.01

Ég vil ekki heyra á það minnst hvað þetta er orðið ógeðslega ljótt hjá mér eins og er. Ég var að reyna að breyta hér til og þá endar þetta svona hjá mér. Klukkan er orðin of margt til að laga þetta eins og er. Ég gæti drepið einhvern!!!

16.9.01

Nú er ég búinn að setja inn hér fyrir ofan link að Talstöðinni en það virkaði ekki að setja inn ö eða ð því þá fór allt í steik. Skrítið samt að það geta verið íslenskir stafir í hinum linkunum. Vonast ég nú til að þetta auki notkun hennar.

Ég fékk allt í einu bakþanka út af Die Bessastadt Juden spurningunni því það er alltaf möguleiki á því að fólk sem þekkir mig ekki nægilega vel gæti misskilið hana. Ég ákvað að bomba henni hingað inn af því að mér finnst það fyndið hvað þetta getur verið mikið hitamál, ekki vegna þess að mér er illa við Gyðinga. Strumpakveðjur :)

15.9.01

Þeir sem vilja sjá nýja Sigur Rósar myndbandið, Viðrar vel til loftárása, geta nálgast það hér.

14.9.01

Á Íslandi í dag er Gyðingur á Bessastöðum. Öfgamenn í Mið-Austulöndum hafa undanfarið verið að sækja í sig veðrið eins og öllum er ljós og þeim er svo sannarlega mjög illa við Gyðinga. Það væri því lítið mál fyrir þá að ræna Flugleiðavél og stefna henni á Kringluna. Er hag Íslands borgið með Gyðing í farabroddi?

11.9.01

Svakalegt!
Ég ætlaði ekki að trúa Sigga þegar hann sagði mér frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum fyrr í dag. Við vorum nokkur að læra í hópvinnuherbergi í Þjóðarbókhlöðunni þegar Halli hringdi í Sigga og sagði honum tíðindin. Siggi emjaði af undrun og sagði okkur frá þessu en við áttum auðvitað bágt með að trúa honum. Ég hringdi því í mömmu mína sem var að horfa á fréttirnar á breiðtjaldi niðri í vinnu hjá sér. Hún staðfesti þetta fyrir mér og hinum og þá fyrst gerði maður sér grein fyrir alvarleika málsins. Sú skynsamlega ákvörðun var tekin að ekki væri hægt að læra meira þegar svona hrikalegir hlutir hafa hent og því brunuðum við okkur heim til mín til þess að horfa á sjónvarpið. Fréttaflutningurinn þynntist svo eftir því sem á leið og varð fljótt lítið spennandi. Þetta er náttúrulega allt alveg fáránlegt. Hver verða eftirmálin? Burt með Dorrit!

6.9.01

Mamma og músin

Síðan ég fékk hina indælu stökkmús Unný í afmælisgjöf í seinasta mánuði hefur ríkt hálfgert ófremdarástand hér á heimilinu. Mömmu og músinni lyndir nefnilega ekki saman. Alveg síðan þær kynntust hefur sambandi þeirra verið háttað eins og hjá hundum og köttum þar sem Unný er hundurinn. Sú ákvörðun var tekin að Unný varð að fara og varð mamma því hæstánægð þegar Guðný bauðst til þess að taka hana að sér fyrir 3000 krónur. Það gekk þó því miður ekki upp og músin er komin aftur hingað móður minni til mikillar skelfingar. Nú vill hún stúta músinni og eiga búrið. Þrír valkostir koma til greina ef enginn bjargvættur birtist fljótlega. Sá fyrsti og kannski mannúðlegasti er að fara með hana til sérfræðings og láta lóga henni þar, en það kostar heilar 900 krónur. Sá næsti er að drekkja henni, en það get ég ekki hugsað mér að gera og ekki þorir mamma því þannig að ég efast um að hann verði fyrir valinu. Sá þriðji er að henda henni í snákskjaft og er hann ansi líklegur.

Örlög Unnýjar eru því hálfpartinn í ykkar höndum. Það eina sem þið þurfið að gera til þess að bjarga þessu litla kríli eru að borga mömmu 3000 krónur og taka músina að ykkur. Schindler greiddi nú fyrir gyðingana og hví getið þið þá ekki greitt fyrir þessa mús?

3.9.01

Ég held að síðan hans Þóris sé langbesta gimpasíðan sem er í gangi núna. Ég er farinn að stórauka heimsóknir mínar til hans því hann hefur lag á því að rekast á eitthvað asnalegt á netinu og deila því svo með öðrum. Dæmi um síður sem ég er eiginlega hættur að heimsækja er t.d. síðan hans Sigga, en hann hefur ekki gert handtak á henni síðan hann dritaði á mig þar. Og hvað er svo að gerast með hana Siggu? Þórir ber í það minnsta höfuð og herðar yfir okkur öll eins og er og hefur stórbætt sig frá því að hann byrjaði hér á netinu. Ég er samt hönk!

2.9.01

Ég fór og sá nýjustu mynd Tim Burtons, Planet of the apes áðan og mér fannst hún satt að segja barasta ekkert spes. Það sem olli mér kannski mestum vonbrigðum var að tónlistin í myndinni sem er eftir meistarann Danny Elfman stóð alls ekki undir væntingum. Jú jú, hún var alveg kúl og allt svoleiðis en það vantaði þennan Elfman fíling í hana. Til að mynda var enginn kór (þó mér heyrðist bregða fyrir einhverju í líkinguna við eitthvað svoleiðis einu sinni) og fjölbreytileiki hljóðfæravals var vægast sagt lítill. Hvað varðar myndina sjálfa þá fannst mér handritið frekar asnalegt. Ég held að það hefði verið hægt að gera miklu meira úr þessari frumlegu hugmynd.