Pleasure, pleasure!

29.11.01

Æji Siggi. Hvað er hægt að vera mikið glataður? Af hverju ertu allt í einu farinn að tjá þig svona mikið um fótbolta? Ég held að það sé hægt að tengja það við atferlisbreytinguna sem varð á þér fyrir skömmu. Þú byrjaðir að hlæja að öllu sem Maggi sagði og hlýddir öllu því sem hann sagði þér að gera sama hvursu niðurlægjandi það var fyrir þig. Nú virðistu á einhvern hátt vera að reyna að fá plús í kladdann hjá honum með ömurlegri og yfirborðskenndri fótboltaumfjöllun! Enn eru mér vessaskiptingar ykkar tveggja í fersku minni.

28.11.01

Ég var að koma heim af Harry Potter og varð satt best að segja þegar ég fer að pæla í því fyrir smá vonbrigðum. Ég veit samt eiginlega ekki alveg af hverju því myndin var þvílíkt flott og allt alveg eins og maður hafði ímyndaði sér það. Hún fór eiginlega nákvæmlega eftir bókinni. Ég mæli með því að lesa bókina áður en horft er á myndina því bókin er, eins og gefur að skilja, miklu betri.

Æ, Siggi! Þetta er eitthvað svo falskt hjá þér. Reyna að þykjast hafa áhuga. Vertu nú einu sinni þú sjálfur.

27.11.01

Að sjá þennan aumingja! Þetta er hann Gústi og hann er atvinnulaus. Hann er ekki búinn að gera neitt af viti í langan tíma nema hlusta á rapp og lemja steina. Þeir sem vorkenna honum og vilja styrkja hann er bent á að koma peningunum til mín, en ég lofa að koma þeim til skila.

Þeir sem geta reddað mér skýrslu mun ég taka í guða tölu. Ég verð auðmjúkur þegn þeirra þeirra til æviloka. (Samt ekki ef Haukur lætur mig fá skýrslu)

Mikið afskaplega er ég ánægður núna með það sem er að gerast í Survivor. Maður hélt að þetta yrði ekki svo svakalega spennandi því þáttakendur kynnu leikinn svo vel en svo er barasta ruglað svona harkalega í þeim. Öll bandalög í fokki. Þetta er allt annar leikur núna.

25.11.01

Ég var að troða inn einhverju drasli sem þið sjáið þarna vinstra megin á síðunni minni. Ég álpaðist inn á síðu sem heitir bloghop og vola! Að sjálfsögðu mun ég fjarlægja þetta ef niðurstöðurnar eru síðunni ekki í hag.

Þrátt fyrir að þetta sé náttúrulega mjög sorglegt þá er það líka í leiðinni svolítið fyndið að deyja í flugslysi í ferð sem farin var til að kynna diskinn "Ready to fly".

Fólk myndast eins og gefur að skilja misvel, en fáir líta út eins og mongó á myndum. Hér eru myndir af ónefndum aðila úr Keflavík og dæmi nú hver fyrir sig um mongóeðli þeirra.

24.11.01

Ekki er öll vitleysan eins!
Það virðist vera búið að stofna einhvern kúbb í kringum Newcastle Brown Ale og ber hann mitt nafn. Mér finnst þetta frekar fyndið þar sem það er nákvæmlega engin tenging milli mín og drykksins. Mér finnst þó óþarfi hjá honum Ágústi Flygenring að segja sig úr klúbbnum því hann telur mig rasista. Rauðhærðni hans virðist nú gjörsamlega vera búin að stíga honum til höfuðs.

22.11.01

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að ég setti inn myndina af Magga fyrir nokkrum dögum. Hún hefur verið birt á mörgum öðrum síðum og öllum finnst hann vera viðbjóður. Í gamni spyr ég nú síðugesti um hið augljósa:










20.11.01

Færeyskir brandarar í boði Sunnu
Í tilefni af olíufundi frænda vorra Færeyinga finnst mér tilvalið að birta hér nokkra færeyska aulabrandara. Svo hvet ég íslensk stjórnvöld til þess að færa landhelgina nógu langt út svo að olían lendi innan hennar.

Hvat gert tú, um ein blondina blakar eina hondgranat eftir tær?
- Tekur stiftina úr og blakar hana aftur!

Sjúklingurin: Eg kenni meg sem eitt súrepli!
Læknin: Tak tað róligt, eg bíti ikki!

Hvussu fært tú eyguni á eini blondinu at skína?
- Lýs við eini lummulykt inn í oyrað!

Ég var að koma heim af rekstrarfræðifundi þar sem miklu var afkastað. Til að verðlauna okkur gæddum við okkur á rauðvíni og fóru Hulda og Katrín sér ferð út í búð eftir ostum til að hafa með. Þegar þær komu til baka áttuðum við okkur á því að ekkert kex væri til heldur. Við létum það þó ekki á okkur fá og fljótlega var kominn mikill galsi í okkur og óhætt er að segja að húmorinn hafi verið sótsvartur. Eins og staðan er núna er ég svo glaðvakandi að hálfa væri nóg. Algebra á morgun? Hmm. . . . . .

19.11.01

Hver syrgir dauða mús?
Eins og þið flest vitið þá er hin elskulega stökkmús Unný látin. Hún var indælis mús og gerði allt sem hægt var til að kæta þá sem í kringum hana voru. Seinust ævidaga hennar var þó farið að bera á ólæknandi geðsýki sem að lokum varð henni að bana. Hennar verður sárt saknað.
.

Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar rannsóknum á geðveikum músum og er þeim sem vilja minnast Unnýjar með framlögum í þennan sjóð bent á að tala við mig því ég er sjóðstjóri.

Hvað er þetta mikil snilld?

18.11.01

Sóðasvipur dauðans!
Ég hef oft sagt þegar ég lendi í vandræðum með málstað minn, að það sé búið að sanna hann, og að sönnunin sé á netinu og viðkomandi verði bara að finna hana. Þrátt fyrir að mér hefur aldrei fundist erfitt að halda því fram að Maggi sé sóði, þá hef ég heldur aldrei haft neinar beinar sannanir fyrir því. En ef ykkur finnst þessi mynd hér ekki sanna það fyrir ykkur, þá held ég að ykkur sé ekki viðbjargandi. Þetta er sóðasvipur dauðans!

Ég fór og sá myndina Moulin rouge í gær og guð mitt almáttugt segi ég nú bara! Þessi mynd er gjörsamlega bíóupplifun ársins. Þegar ég gekk út af henni var ég bara eftir mig. Ótrúlega áhrifamikil með frábærri tónlist sem fær hárin til að rísa.

16.11.01

Þessi gaur sem þú ert að tala um með jóladraslið Erla, hann er víst með umboðið fyrir þessum geimseríum. Í ljósi þess þá er þetta kannski ekkert sérstaklega skrítið. En mér finnst þetta þó alltof snemmt líka.

Ég vildi bara benda ykkur á vefinn hvar.is þar sem er of mikið af upplýsingum um hin ýsmustu málefni. Ég held að það sé einsdæmi að landsaðgangur sé að svona mörgum gagnagrunnum eins og eru þarna.

15.11.01

Þið sem áhuga hafið á áframhaldandi blómlegu íslensku tónlistarlífi bendi ég á stuðningstónleika í Háskólabíói núna á sunnudaginn. Þeir sem koma fram verða Sinfoníuhljómsveit Íslands, Stórsveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og svo KK. Kynnir verður Helga Braga.

13.11.01

Mikið afskaplega er ég sammála Hauki um það hvernig Þórir getur hagað sér til þess að fá athygli og þar með haft áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Meir leist heldur betur á hugmyndina um að nauðga á flugbrautinni svíni nakinn. Ég held að það myndi vekja sterkari viðbrögð en ef hann myndi einungis hlaupa nakinn þarna um. Áhrifaríkast væri auðvitað að nota Davíð Oddsson í stað svínsins og vil ég auðvitað nota tækifærið og hvetja Þóri að fara að gera eitthvað í þessum málum strax áður en einhver slys henda.

12.11.01

Nú má þessu verkfalli tónlistarkennara fara að ljúka. Þetta er orðið ágætt!

Annars finnst mér fyndið hvað margar síður virðast innihalda bæði orðin masturbate og marmalade. Prófið að slá þessu upp í Google.

Ég held að rekstrarfræðihópurinn minn sé mest kúl sem tengist persónuleika mínum eflaust eitthvað. Við erum að fara á fund í kvöld og ætlum að fá okkur rauðvín og osta til að vega á móti þurrum leiðindum ISO staðlanna.

Ég var að kíkja á teljarann hjá MacHumphry. Skemmtileg leitarorð sem þar hafa komið upp :)

Ný æðisleg skólavika hafin eftir helgi sem var SVO stutt. Lífið leikur við mann enn sem fyrr. Annars er nú gott að vera búinn í tölvunarfræði. Það er nú samt ekki eins og ég hafi verið að stunda það nám af miklum krafti þannig að óbreytt ástand helst í raun áfram, þó með betri samvisku held ég.

Það sem heldur mér gangandi í dag er að Survivor er í kvöld. . . . . .

10.11.01

Ég hefði ekki átt að leggja mig í dag. Nú er klukkan eitt og ég er EKKERT þreyttur sem er slæmt. Þegar ég er að reyna að vakna á morgnana eða eftir blund ræður persónuleiki minn númer tvo, Morgunn-Egill, yfir líkama mínum. Hann er viljasterkur fjandi sem fær mig til þess að gera kjánalega hluti.

9.11.01

Shit mar. . . . . . Þórir bara búinn að koma upp um mig.

Þetta er búið að vera alveg ótrúlega þægilegur dagur. Tók þá ákvörðun að gera ekki handtak í dag og stóð við það! Kom mér mjög á óvart að það skyldi takast í ljósi þess að erfitt hefur verið að standa við aðrar ákvarðanir upp á síðkastið. Annars hlakka ég geðveikt til þess að fara í hattapartýið á morgun. Var að koma frá afa sem lét mig fá tvo hatta. Ég á eftir að ákveða hvorn þeirra ég nota.

Það eru þó tveir sauðir og aumingjar sem ætla ekki að taka þátt í gleðinni á morgun en það eru þeir Manni og Beggi og hvet ég ykkur til þess að misþyrma þeim á einhvern hryllilegan hátt við fyrsta tækifæri.

Þeir sem vilja geta náð í nýju gerðina af msn-inu hér! Ég veit þó ekki hvort þetta sé eitthvað skárra en þetta gamla. Það er þó hægt að velja um fleiri broskalla og eitthvað fleira í þeim dúr. Annars veit ég enn sem komið er frekar lítið um þetta þar sem ég er aðeins búinn að vera með þessa nýju útgáfu í um fimm mínutur.

6.11.01

Hér með er lagt blátt bann við öllu illu umtali um Survivor. Þetta eru himneskir þættir sem eiga þetta baktal ekki skilið og þar að auki geta þeir ekki varið sig. Mér finnast sleggjudómar af þessu tagi viðkomandi einstaklingum til háðungar og ævarandi skammar í ljósi þess að aðeins sé búið að sýna tvo þætti.

5.11.01

Hver er mister Throbbing, sem er alltaf að skrifa í gestabókina mína?

Ég var að renna í gegnum gamla bloggið mitt og fann þá gamlar spurningakeppnir sem ég útbjó fyrr í ár. Þó flestir sem ég þekki séu búnir að taka þátt í þessu, þá hvet ég í það minnsta þá sem aldrei hafa séð þetta áður til að taka þátt, bara svona í gamni.

Spurningakeppni 1
Spurningakeppni 2

Ég er búinn að vera að dunda mér við að setja upp tengla að gamla blogginu mínu. Ég hélt að ég væri búinn að týna því en svo var það bara á vísum stað. Nú getið þið dundað ykkur að lesa þessa snilld langt aftur í tímann.

Mér til mikillar gleði og ánægju hefur Gummi kallinn séð sóma sinn í því að setja mig ofar á forkalistann hjá sér og fær hann því pláss hér í mínu tenglasafni. Eins og er sit ég á Þjóðarbókhlöðunni og safna kjarki til að byrja að læra. Það getur verið erfitt þegar maður er með fartölvu. Annars bíð ég nú bara spenntur eftir Survivor í kvöld.

4.11.01

Mikið afskaplega er ég sammála þeim sem eru búnir að vera að tala um jólafílinginn. Ég fann all heiftarlega fyrir honum í dag, meira en á aðfangadag í fyrra enda þvílíkt jólalegt veðrið núna.

Það er hlaupinn einhver Flygenring í Begga honum til ama og öðrum til lítillar gleði.

Það hefur ríkt einhver deyfð yfir bloggheimum undanfarið, meira að segja á þessari síðu. Það er því fyrir löngu kominn tími til að endurskoða tenglana hér!

2.11.01

Þórir baby. Þú átt þér aðdáanda. Það er enginn annar en Gulli, gamall gunnskólafélagi minn, og ef þið báðir viljið þá get ég skipulagt stefnumót fyrir ykkur.

Tja, mér sýnist Gummi stefna með feikihraða beint í óæðri tenglana hjá mér. Það er honum heldur ekki til framdráttar að hafa mig svona neðarlega á tenglalistanum hjá sér. Hann hefur þó enn tækifæri til að að laga það.

Þeir sem geta reddað mér forritinu Microsoft Visio (eða eitthvað svoleiðis) sem les vsd fæla eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband.

Nú held ég að það sé virkilega kominn tími til þess að ég fari inn til Snorra og berji hann í klessu! Ég hlýt að sofna eftir það!

Ég fokkings hata að vera andvaka! Þetta er svo tilgangslaust. Mér er næst að hlaupa á vegg!

1.11.01

Ég var að fá senda heim könnunina Takk fyrir að kenna mér að prjóna! Rannsókn á prjónakunnáttu Íslendinga. Ég er einn af 1000 manns á landinu sem nýtur þeirra forrétinda að fá að svara þessum mismerkilegu spurningum ókeypis. Hefurðu góðan aðgang að garni? Hvaðan færð þú uppskriftir að því sem þú prjónar? Annars finnst mér þetta frekar fyndið í ljósi þess að ég er án efa lélegasti handmenntanemandi sem fyrirfinnst. Það eina sem ég gerði í saumum í grunnskóla var að þykjast vera í kappakstri á saumavélunum.