Ég fór í gær í óvissuferð með vaktinni minni í steypuskálanum og skemmti mér bara ágætlega. Vitaskuld tók ég myndavélina mína með og er ég nú búinn að bomba myndunum inn á netið!
Eldhress og vel til höfð gimp!

Ég fékk í gær sendingu frá amazon með 11 diskum sem ég hafði pantað mér fyrir stuttu í óðs manns kaupæði. Þetta voru mest nútímatónskáld sem ég vildi kynna mér eins og Schnittke, Penderecki og Górecki. Sá diskur sem kom mér svo LANGSAMLEGA mest á óvart var með tónlist eftir bandaríska tónskáldið Philip Glass sem fæddist árið 1937. Þessi tónlist er svo tær og aðgengileg að ég skil ekkert í því af hverju maðurinn er ekki þekktari! Pabbi kom meira segja inn í herbergi til að forvitnast um hvað ég væri að hlusta á. Þetta er tær snilld!
