Sigga beibí var að hjálpa mér að losa mig við fjandans pop-up gluggana sem hafa hrjáð síðuna undanfarið. Hún sýndi mér einhvern galdrakóða sem ég smellti inn í html skjalið og vola! Gaman gaman. . .
31.3.03
Sigga snillingur
Sigga beibí var að hjálpa mér að losa mig við fjandans pop-up gluggana sem hafa hrjáð síðuna undanfarið. Hún sýndi mér einhvern galdrakóða sem ég smellti inn í html skjalið og vola! Gaman gaman. . .
Sigga beibí var að hjálpa mér að losa mig við fjandans pop-up gluggana sem hafa hrjáð síðuna undanfarið. Hún sýndi mér einhvern galdrakóða sem ég smellti inn í html skjalið og vola! Gaman gaman. . .
30.3.03
Þynnka dauðans!
Það var allt að gerast í gær. Próf klukkan ellefu og síðan tók við æfing og tónleikar klukkan fimm sem lukkuðust bara nokkuð vel. Um kvöldið var svo tónópartý í Mosfellsbæ í risa bjálkahúsi þar sem ég borðaði sennilega heila sítrónu og kyssti hund. Þaðan var svo haldið niður í bæ. Þar sem hópurinn var af misjöfnum aldri var sumum ekki hleypt inn á skárri staðina og enduðu flestir inni á Sirkus eftir mikið flakk en það er nú staður sem ég get ekki mælt með. Frábært kvöld með skemmtilegu fólki (þ.e.a.s engu af ykkur)!
Það var allt að gerast í gær. Próf klukkan ellefu og síðan tók við æfing og tónleikar klukkan fimm sem lukkuðust bara nokkuð vel. Um kvöldið var svo tónópartý í Mosfellsbæ í risa bjálkahúsi þar sem ég borðaði sennilega heila sítrónu og kyssti hund. Þaðan var svo haldið niður í bæ. Þar sem hópurinn var af misjöfnum aldri var sumum ekki hleypt inn á skárri staðina og enduðu flestir inni á Sirkus eftir mikið flakk en það er nú staður sem ég get ekki mælt með. Frábært kvöld með skemmtilegu fólki (þ.e.a.s engu af ykkur)!
28.3.03
Auj hvað það er subbulegt að fara í próf á laugardögum. Það er eitt slíkt hjá mér á morgun eldsnemma í fyrramálið að eglískum tíma eða klukkan ellefu! Ég er búinn að vera í hófi mjög duglegur að læra fyrir það en hef samt trú á því að þetta reddist. Svo eru tónleikar tónskólans líka á morgun klukkan 17:00 í Seltjarnarneskirkju þar sem við Brynjar lemjum á trommur af miklum þokka (ég þó meiri). Skemmtilegast finnst mér að spila Jón Leifs en þar gengur mikið á. Ég held að Siggi gæti jafnvel fengið raðfullnæginu í salnum án þess að fólk myndi taka eftir því.
27.3.03
Yess!
Það er kominn nýr pie þáttur! Þvílík gleði! Það er SVO fyndið hvað Weebl er leiðinlegur við Bob :)
Það er kominn nýr pie þáttur! Þvílík gleði! Það er SVO fyndið hvað Weebl er leiðinlegur við Bob :)
Ég hringdi í bankann minn áðan og bað um námsráðgjafa. Ég höndlaði stöðuna þó vel og kom vel út úr þessu :/
Svo var ég að skrá mig í námskeiðin sem ég ætla að taka á næsta skólaári.
Fyrir jól: Erfðafræði, Vistfræði, Almenn haffræði 1 og Sjávarvistfræði.
Eftir jól: Þroskunarfræði, þróunarfræði, Dýralífeðlisfræði og Dýrafræði B.
Ég er bara nokkuð sáttur við þetta :)
Svo var ég að skrá mig í námskeiðin sem ég ætla að taka á næsta skólaári.
Fyrir jól: Erfðafræði, Vistfræði, Almenn haffræði 1 og Sjávarvistfræði.
Eftir jól: Þroskunarfræði, þróunarfræði, Dýralífeðlisfræði og Dýrafræði B.
Ég er bara nokkuð sáttur við þetta :)
Það er nú spurning hvort það hafi verið vont eða gott að kúlurnar fóru ekki í gegnum þennan hjálm. Þetta andlit er alla vega ekki að gera góða hluti.
26.3.03
Ég var að borga VISA reikninginn minn og nú er ég orðinn sudda fátækur. Ég var að velta því fyrir mér að selja Snorra en ég held að það fáist bara ekkert fyrir hann. Í mesta lagi fyrir einni kippu. Góðum sálum er því bent á reikningsnúmerið 319-26-4910 sem stendur opið fyrir frjálsum framlögum.
Þar sem ég á nú að vera að læra fyrir prófið á laugardaginn fann ég 30 spurninga próf á netinu sem ég ákvað að taka.
Túlkun á niðurstöðunum
Þú hlaust 145 stig.
Flestir karlar ná stigafjölda á bilinu 0 til 180 og flestar konur 150 til 300. Heilar sem eru karlmiðaðir eru yfirleitt undir 150 stigum. Þeim mun nær núlli sem þeir eru, þeim mun afdráttarlausari karlheilar eru þar á ferðinni og testósterónmagnið að líkindum í meira lagi. Þessir einstaklingar búa yfir góðri rökvísi og skilgreiningarhæfni, eiga auðvelt með að tjá sig með orðum, eru agaðir í betra lagi og vel skipulagðir. Þeim mun nær núllinu þeir eru, þeim mun hæfari eru þeir til að gera kostnaðaráætlanir og spá fyrir um niðurstöður út frá tölfræðilegum athugunum án þess að tilfinningar hafi þar minnstu áhrif.
Niðurstöður sem hljóða upp á mínustölu benda til að heilinn sé ofur karlmiðaður. Það sýnir að mikið magn testósteróns var til staðar á fyrri þróunarstigum fóstursins. Þeim mun lægri sem stigafjöldinn er hjá konu, þeim mun meiri líkur eru á að hún hafi lesbískar tilhneigingar. Heilar sem eru kvenmiðaðir fá yfirleitt meira en 180 stig. Þeim mun hærri sem talan er, þeim mun kvenmiðaðri er heilinn og þeim mun meiri líkur á að einstaklingurinn búi yfir afgerandi sköpunargáfu, listrænum hæfileikum og sé músíkalskur. Þessir aðilar munu oftar en ekki taka ákvarðanir sem byggjast á innsæi eða hvatvísi og eru leiknir við að skilgreina vandamál með lágmarksupplýsingar í höndunum. Þeir eru og náttúraðir til að leysa vandamálin af skapandi innsæi. Þeim mun hærra yfir 180 sem stigagjöfin er hjá karli, þeim mun meiri líkur eru á því að hann sé samkynhneigður. Karlar sem eru neðan við núllið og konur sem eru yfir 300 hafa heila sem starfa með svo ólíkum hætti að þau eiga líkast til ekkert sameiginlegt annað en að búa á sömu plánetunni. Stigagjöf frá 150 til 180 ber vott um sveigjanleika í hugsun hjá báðum kynjum eða fótfestu í herbúðum beggja. Þessir einstaklingar sýna hvorki ákveðnar hneigðir til karlmiðaðrar né kvenmiðaðrar heilastarfsemi og eru venjulega sveigjanlegir í hugsun sem er vitaskuld afbragðs eiginleiki fyrir alla sem þurfa að leysa vandamál. Þeir hafa og tilhneigingu til að vingast bæði við karla og konur.
Takið prófið hér!
Túlkun á niðurstöðunum
Þú hlaust 145 stig.
Flestir karlar ná stigafjölda á bilinu 0 til 180 og flestar konur 150 til 300. Heilar sem eru karlmiðaðir eru yfirleitt undir 150 stigum. Þeim mun nær núlli sem þeir eru, þeim mun afdráttarlausari karlheilar eru þar á ferðinni og testósterónmagnið að líkindum í meira lagi. Þessir einstaklingar búa yfir góðri rökvísi og skilgreiningarhæfni, eiga auðvelt með að tjá sig með orðum, eru agaðir í betra lagi og vel skipulagðir. Þeim mun nær núllinu þeir eru, þeim mun hæfari eru þeir til að gera kostnaðaráætlanir og spá fyrir um niðurstöður út frá tölfræðilegum athugunum án þess að tilfinningar hafi þar minnstu áhrif.
Niðurstöður sem hljóða upp á mínustölu benda til að heilinn sé ofur karlmiðaður. Það sýnir að mikið magn testósteróns var til staðar á fyrri þróunarstigum fóstursins. Þeim mun lægri sem stigafjöldinn er hjá konu, þeim mun meiri líkur eru á að hún hafi lesbískar tilhneigingar. Heilar sem eru kvenmiðaðir fá yfirleitt meira en 180 stig. Þeim mun hærri sem talan er, þeim mun kvenmiðaðri er heilinn og þeim mun meiri líkur á að einstaklingurinn búi yfir afgerandi sköpunargáfu, listrænum hæfileikum og sé músíkalskur. Þessir aðilar munu oftar en ekki taka ákvarðanir sem byggjast á innsæi eða hvatvísi og eru leiknir við að skilgreina vandamál með lágmarksupplýsingar í höndunum. Þeir eru og náttúraðir til að leysa vandamálin af skapandi innsæi. Þeim mun hærra yfir 180 sem stigagjöfin er hjá karli, þeim mun meiri líkur eru á því að hann sé samkynhneigður. Karlar sem eru neðan við núllið og konur sem eru yfir 300 hafa heila sem starfa með svo ólíkum hætti að þau eiga líkast til ekkert sameiginlegt annað en að búa á sömu plánetunni. Stigagjöf frá 150 til 180 ber vott um sveigjanleika í hugsun hjá báðum kynjum eða fótfestu í herbúðum beggja. Þessir einstaklingar sýna hvorki ákveðnar hneigðir til karlmiðaðrar né kvenmiðaðrar heilastarfsemi og eru venjulega sveigjanlegir í hugsun sem er vitaskuld afbragðs eiginleiki fyrir alla sem þurfa að leysa vandamál. Þeir hafa og tilhneigingu til að vingast bæði við karla og konur.
Takið prófið hér!
24.3.03
Beggi benti mér á ruglað lyftaramyndband núna áðan. Við horfðum á fullt af þessu á vinnuvélanámskeiðinu hjá Isal í fyrra og meðal annars eitt ótextað á þýsku eins og þetta. Í þessum myndböndum er verið að sýna hvað má og hvað má ekki og var okkur m.a. kennt að góna ekki á kvenfólk á meðan á lyftaravinnu stendur. Það gerir hann Claus hér með hörmulegum afleiðingum. Þetta myndband byrjar nákvæmlega eins og venjuleg lyftaramyndbönd en endar í algjöru rugli.
Splatter lyftaramyndband!
Splatter lyftaramyndband!
23.3.03
Allir að mæta á píanótónleika Arnar Magnússonar í Sigurjónssafni núna á eftir klukkan átta. Hann spilar þar verk eftir Chopin og Mozart. Þrusustuð. Kostar þúsund kall fyrir námsmenn en 1500 krónur fyrir aðra! Hönkið ég sel miðana áður en gengið er inn í salinn!
21.3.03
20.3.03
Af því ég nennti ekki að læra áðan fór ég að horfa á Gettu betur sem var að enda. Mér fannst alveg óendanlega fyndið að gaurinn í MS liðinu sem skrollar eins og óður maður skuli heita Ásbjörn (Ég heiti Ásbjöcchhhn). Ég hefði þó viljað sjá MH fara áfram án þess þó að hafa fellt tár við úrslitin. Þessi Anna Pálína er svo skemmtileg týpa :)
18.3.03
Go fish!
Ég var að koma heima af kynningu á þeim þremur brautum sem ég þarf að velja á milli fljótlega. Þær eru almenna líffræðin, sameindalíffræðin og svo fiskifræðin. Ég sem einu sinni var harðákveðinn í því að fara í sameindalífræðina var kominn í vafa fyrir áramót vegna almennu lífræðinnar en nú held ég að mig langi í fiskifræðina! Það er verið að vinna í því að byggja hér upp eina af bestu fiskifræðibrautunum í heiminum og stöðug eftirspurn er eftir fólki með menntun sem þessa.
Þegar maður hugsar annars um fiskifræðing sér maður nú ekki fyrir sér mjög hressan gaur en ég er samt svo skemmtilegur að ég má vel við því að verða fiskifræðingur! Ég var nú svo sem einu sinni ákveðinn í að verða organisti og er því orðinn vanur að velja mér kúl starfsvettvang.
Ég var að koma heima af kynningu á þeim þremur brautum sem ég þarf að velja á milli fljótlega. Þær eru almenna líffræðin, sameindalíffræðin og svo fiskifræðin. Ég sem einu sinni var harðákveðinn í því að fara í sameindalífræðina var kominn í vafa fyrir áramót vegna almennu lífræðinnar en nú held ég að mig langi í fiskifræðina! Það er verið að vinna í því að byggja hér upp eina af bestu fiskifræðibrautunum í heiminum og stöðug eftirspurn er eftir fólki með menntun sem þessa.
Þegar maður hugsar annars um fiskifræðing sér maður nú ekki fyrir sér mjög hressan gaur en ég er samt svo skemmtilegur að ég má vel við því að verða fiskifræðingur! Ég var nú svo sem einu sinni ákveðinn í að verða organisti og er því orðinn vanur að velja mér kúl starfsvettvang.
Good night and may god continue to bless America. . . .
Af hverju heldur guð með könunum? Af hverju halda kanar alltaf að guð skipti sér svona mikið af þeim. Þetta kemur m.a. berlega ljós í Survivor þáttunum þar sem guði er þakkað hægri vinstri fyrir hitt og þetta. Kanar eru asnar!
Ég er kannski þreyttur og pirraður en undanfarið hafa Bandaríkjamenn farið mjög í taugarnar á mér. Þeim er alveg sama hvað öðrum þjóðum finnst og móðgast hreinilega þegar einhver er á móti þeim. Það að breyta frönskum kartöflum í Freedom fries á bandaríska þinginu er náttúrulega með ólíkundum asnalegt.
Og það sem er kannski mest pirrandi er að íslenska ríkistjórnin styður stefnu Bandaríkjanna og Bretlands! Ég hvet ykkur því öll til að mæta í í fyrramálið klukkan 9:30 að Stjórnarráðinu til að mótmæla því. Ég verð þó fjarverandi ;)
Af hverju heldur guð með könunum? Af hverju halda kanar alltaf að guð skipti sér svona mikið af þeim. Þetta kemur m.a. berlega ljós í Survivor þáttunum þar sem guði er þakkað hægri vinstri fyrir hitt og þetta. Kanar eru asnar!
Ég er kannski þreyttur og pirraður en undanfarið hafa Bandaríkjamenn farið mjög í taugarnar á mér. Þeim er alveg sama hvað öðrum þjóðum finnst og móðgast hreinilega þegar einhver er á móti þeim. Það að breyta frönskum kartöflum í Freedom fries á bandaríska þinginu er náttúrulega með ólíkundum asnalegt.
Og það sem er kannski mest pirrandi er að íslenska ríkistjórnin styður stefnu Bandaríkjanna og Bretlands! Ég hvet ykkur því öll til að mæta í í fyrramálið klukkan 9:30 að Stjórnarráðinu til að mótmæla því. Ég verð þó fjarverandi ;)
17.3.03
Trymblar eru töff!
Brynjar hringdi í mig í dag og sagði að það vantaði basstrommuleikara í samvinnuverkefni Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Verkin sem vantaði í eru Balletsvítur eftir Stravinsky og svo Rímnadansarnir hans Jóns Leifs. Ég sló auðvitað til!
Það verða stífar æfingar næstkomandi kvöld fram að tónleikunum sem verða á laugardaginn 29. mars klukkan 17:00 í Seltjarnarsneskirkju. Heavy!
Brynjar hringdi í mig í dag og sagði að það vantaði basstrommuleikara í samvinnuverkefni Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Verkin sem vantaði í eru Balletsvítur eftir Stravinsky og svo Rímnadansarnir hans Jóns Leifs. Ég sló auðvitað til!
Það verða stífar æfingar næstkomandi kvöld fram að tónleikunum sem verða á laugardaginn 29. mars klukkan 17:00 í Seltjarnarsneskirkju. Heavy!
Ég fór á The pianist í kvöld með nokkrum subbum þar sem sóðalegastir voru Brynjar og Gústi. Þetta er alveg mögnuð mynd og hvet ég alla til að kíkja á hana nema Hauk sem ekki hefur þroskann til þess.
15.3.03
Jess!
Tónleikarnir gengu vonum framar í dag og ef þokki minn hefði verið aðeins meiri er ég hræddur um að raðfullnægingaralda hefði gengið yfir áhorfendur sem hefði nú sennilega truflað flutninginn. Þetta var sem sagt flutt af hæfilegum þokka.
Eftir tónleikana bauð hljómsveitarstjórinn okkur píanistunum heim til sín í kaffi. Mér fannst ég ekki passa sérlega vel inn í hópinn þar sem allir voru helmingi eldri en ég og hámenntaðir tónlistarmenn. Þetta var samt mjög gaman og fékk ég m.a. að heyra viðstaddan kyrja klámvísur eftir Einar Benidiktsson :)
Tónleikarnir gengu vonum framar í dag og ef þokki minn hefði verið aðeins meiri er ég hræddur um að raðfullnægingaralda hefði gengið yfir áhorfendur sem hefði nú sennilega truflað flutninginn. Þetta var sem sagt flutt af hæfilegum þokka.
Eftir tónleikana bauð hljómsveitarstjórinn okkur píanistunum heim til sín í kaffi. Mér fannst ég ekki passa sérlega vel inn í hópinn þar sem allir voru helmingi eldri en ég og hámenntaðir tónlistarmenn. Þetta var samt mjög gaman og fékk ég m.a. að heyra viðstaddan kyrja klámvísur eftir Einar Benidiktsson :)
Þá syttist í þetta! Var að koma heim frá rennslinu sem gekk mun betur en æfingin í gærkvöldi þar sem tempóið var alveg kreisíj! Ég er því aðeins rólegri núna fyrir vikið. Það eru 45 mínutur þangað til ég þarf að leggja af stað og í millitíðinni þarf ég að klæða mig í jakkaföt. Foj!
14.3.03
Bandaríska lesbían (sem er reyndar ekki jafn rammkynvilt og ég hélt fyrst) sem er búin að dvelja heima hjá okkur með pásum undanfarna daga fer heim til Írlands á morgun. Hún var reyndar nærri því búin að taka þá ákvörðun að vera hér viku lengur bróður mínum til mikillar skelfingar. Hann hefur nefnilega þurft að sofa á dýnu inni í stofu og er farinn að sakna rúmsins síns mjög mikið. Hún kemur svo aftur næst í kringum 17. júní til þess að detta í það!
Það var ekki píanótími í dag því kennarinn minn er veðurtepptur á Ísafirði. Það er ekki einu sinni víst að hann nái í bæinn fyrir hljómsveitaræfinguna klukkan sjö í kvöld. Það væri ekki sniðugt því hann spilar á eitt píanóið :/
12.3.03
Ein pæling . . .
Ef maður er að leggja í stæði og keyrir á. . . . er maður þá að leggja á?
Ef þið hlóguð ekki að þessu ættuð þið í snarhasti að kíkja á þetta!
Ef maður er að leggja í stæði og keyrir á. . . . er maður þá að leggja á?
Ef þið hlóguð ekki að þessu ættuð þið í snarhasti að kíkja á þetta!
Ég var á þriggja tíma hljómsveitaræfingu áðan og er alveg búinn á því. Það er jafnvel hugsanlegt að ég fari bara snemma að sofa í kvöld þó ég reikni nú ekki með því. Rarr! Ég er alla vega búinn að komast að því hvenær tónleikarnir eru. Þeir verða á laugardaginn næsta í Seltjarnarneskirkju klukkan 14:00. Þar verða flutt verkin Simple symphony eftir Benjamin Britten og svo konsert fyrir þrjú píanó og strengi BWV 1064 eftir J. S. Bach. Seinna verkið verður flutt af meiri þokka þar sem ég tek þátt í þeim flutningi. Ég á samt eftir að vera SVO stressaður. Það er ókeypis inn á þessa tónleika og ef þið viljið stressa mig með nærveru ykkar eruð þið velkomin. (Nema þau ykkar sem ég fíla ekki)
9.3.03
Ég mun seint jafna mig á því að Klassík fm 100,7 sé hætt og er ég jafnvel farinn að hallast að því að það verði minn bani. Ég tók rúntinn til Eddu núna rétt áðan til að skila henni Friends diskunum sem ég er búinn að vera með svo lengi (það verður enn bið í skrifarann Siggi :Þ) og ég gerði lítið annað alla leiðina en að skipta um útvarpsstöðvar. Það er vitaskuld stórhættulegt og eykur líkurnar á því að maður lendi í slysi töluvert. Ég er þó tilbúinn að taka áhættuna því allar útvarpsstöðvarnar sökka!
8.3.03
Ég, Maggi og Siggi leigðum okkur alveg mest steikta japanska mynd í gær, Battle royale. Hún fjallar um bekk sem er hent á eyju til að taka þátt í leik þar sem þau þurfa að drepa alla félaga sína og aðeins einn getur unnið. Þetta er frekar blóðugur subbuskapur með lúmskan húmor og er það mikið ánægjuefni að Battley royale 2 kom út í ár.
Ánægjufréttir fyrir þá sem halda því stöðugt fram að ég sé grasasni. Ég er víst af Grasaættinni en hér er upplýsingarvefur um hana í sambandi við ættarmót sem halda á í sumar. Ég held að ég verði þar með meiri töffurum því ég hef lært grasafræði. Rock on!
Þetta próf er nokkuð skemmtileg. Ég er nú samt ekki alveg svona grænn!
Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:
Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið
Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:
Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið
7.3.03
Þetta stefnir í að vera rólegheitahelgi hjá mér. Ég var næstum því búinn að gubbast í vísó í dag en hætti svo við. Þó að það sé ókeypis bjór í þessum ferðum endar maður alltaf á því að kaupa sér eitthvað niðri í bæ og því hef ég ekki efni á eins og er.
Svo sefur Snorri brósi alltaf svo ógeðslega lengi á daginn þannig að ég og lessan fengum okkur kaffi og spjölluðum saman og hún er nú alveg ágæt. Það er verst að ég ætla að reyna að selja hana. Hún virðist þekkja nokkuð mikið af fólki í tónlistarheiminum og er m.a. málkunnug Sigur Rósar meðlimum og svo hefur hún farið baksviðs og spjallað við Radiohead sem hún sagðist hafa heimildir fyrir að ætluðu að koma til Íslands bráðum. Það gæti orðið stuð. . . .
Svo sefur Snorri brósi alltaf svo ógeðslega lengi á daginn þannig að ég og lessan fengum okkur kaffi og spjölluðum saman og hún er nú alveg ágæt. Það er verst að ég ætla að reyna að selja hana. Hún virðist þekkja nokkuð mikið af fólki í tónlistarheiminum og er m.a. málkunnug Sigur Rósar meðlimum og svo hefur hún farið baksviðs og spjallað við Radiohead sem hún sagðist hafa heimildir fyrir að ætluðu að koma til Íslands bráðum. Það gæti orðið stuð. . . .
5.3.03
Maður þroskast nú með aldrinum þó Haukur sé þar sorgleg undantekning á og nú er ég búinn að komast að því að bjór niðri í bæ er dýr. Ég er orðinn sudda fátækur og þarf að reyna að verða mér úti um pening á einhvern hátt. Hvað ætli fáist mikið fyrir bandaríska lessu?
Hvað er svo málið með Sigga? Hann auglýsti hér fyrir nokkru með millifótinn háspenntan að hann væri að koma sér upp síðu en svo er bara ekkert að gerast. Haukur er í svipuðum málum en hann hafði þó afsökun því hann baðaði lyklaborðið sitt upp úr kóki. Nú hefur hann enga nema eigið andleysi!
Hvað er svo málið með Sigga? Hann auglýsti hér fyrir nokkru með millifótinn háspenntan að hann væri að koma sér upp síðu en svo er bara ekkert að gerast. Haukur er í svipuðum málum en hann hafði þó afsökun því hann baðaði lyklaborðið sitt upp úr kóki. Nú hefur hann enga nema eigið andleysi!
3.3.03
Glóðvolgar fréttir!
Haldiði ekki að hún Juilie hans Snorra (bandaríska lessan) hafi bara ekki verið að labba hingað inn rétt í þessu. Það verður athyglisvert að sjá hvort hún reyni við mig núna ;)
Haldiði ekki að hún Juilie hans Snorra (bandaríska lessan) hafi bara ekki verið að labba hingað inn rétt í þessu. Það verður athyglisvert að sjá hvort hún reyni við mig núna ;)
Voðalega virðist íslensk pólitík vera kominn á lágt plan. Hún virðist snúast um sífelldar persónuárásir og málefnaleg umræða er fjarri góðu gamni. Hann sagði þetta og hún sagði hitt og þessi var að segja þetta sem ekki er satt en ég sagði hitt. Það var um lítið annað fjallað í dag en það sem Dabbi kóngur sagði um Jón Ásgeir í útvarpinu í morgun og hafa ásakanir flogið á báða bóga í síðan þá og ekki tók við betra á Stöð 2 og í Kastljósinu þar sem Dabbinn sat fyrir svörum. Maður nennir ekki að hlusta á svona tuð en Davíð vildi fá málefnalega umræðu en tuðaði samt að vana um Bjöggu og hennar lágkúru. Ef hann er svona óhemju málefnalegur hann Dabbi hvað var hann þá að pæla með þessum ásökunum í morgun? Þetta var kannski eitthvað snjallt plott hjá honum sem kemur þá í ljós á næstu dögum.
2.3.03
Með tengli skal tengil gjalda
Orðspeki mín og almenn viska breiðist út á ógnarhraða og aðdáendum mínum fer sífellt fjölgandi. Það að Hlín hafi bætt mér í tenglasafn sitt er skýrt merki þess. Hún kýs þó að kalla mig sóðaling sem ég er aðeins upp að vissu marki. Hún er sennilega mun sóðalegri en ég og húkir hún sem Subbu Hlín í tenglunum hjá mér fyrir vikið!
Orðspeki mín og almenn viska breiðist út á ógnarhraða og aðdáendum mínum fer sífellt fjölgandi. Það að Hlín hafi bætt mér í tenglasafn sitt er skýrt merki þess. Hún kýs þó að kalla mig sóðaling sem ég er aðeins upp að vissu marki. Hún er sennilega mun sóðalegri en ég og húkir hún sem Subbu Hlín í tenglunum hjá mér fyrir vikið!
Var aftur dreginn í sull og gums niðri í bæ. Hardcore parið Sigga og Manni voru í mesta ruglinu fram eftir nóttu en auminginn hann Maggi fór fyrr heim. Þetta var dýrt spaug og næstu helgi vona ég að sjálfsaginn virki.
1.3.03
Sá gríðargóði sjálfsagi sem ég er einmitt svo vel þekktur fyrir brást mér í gær. Ég freistaðist til að fara með tveimur subbum að sötra bjór og kom ekki heim fyrr en fimm í nótt. Ég hafði ætlað mér að vera rólegur vegna hljómsveitaræfingarinnar daginn eftir en hún virtist ekki skipt eins miklu máli eftir tvo bjóra. Í röðinni á Hverfisbarnum vorum við að reyna að hjálpa Hauki að hössla með því að tala um að hann hefði nú verið í Vöku sem vann kosningarnar. Auk þess ræddum við mikið um hvað hann væri myndarlegur og líkur David Beckham. Hann kunni ekki að meta þessa viðleitni hjá okkur þrátt fyrir alla athyglina sem hann fékk. Við hittum svo Ástu hans Ingibölls sem var á djamminu en Böllurinn var heima að bora í nefið. Auk þess hitti ég Hlín sem virðist fara að verða fastur liður þegar ég fer niður í bæ. Ég held hún eigi bara heima þar.