Pleasure, pleasure!

31.12.02

Eitthvað finnst mér ég nú kannast við þetta útlit hér!

30.12.02

Ég sit núna heima hjá Hauki að drepast úr leiðindum yfir lokaþættinum í Temptation Island. Hér með mér sitja stjörf yfir þættinum Siggi, Haukur, Edda og Viktoría og segir það meira um þau en margt annað.

Þessi þáttur er álíka hallærislegur og þau!

Leiðrétting: Edda er undanskiling hallærislegheitunum því hún hefur ekki fylgst með þættinum.

28.12.02

The two towers
Ég fór í gærkvöldi á Hringadróttinssögu í lúxussalnum í Smárabíói alveg eins og við gerðum við fyrri myndina í fyrra. Mér fannst hún bara nokkuð góð en alls ekki eitthvað miklu betri en fyrri myndin eins og margir voru búnir að segja. Mér fannst fyrri parturinn vera alltof hægur og væminn og það fór í taugarnar á mér hvað mikið er búið að breyta sögunni. Annars var orrustan um Hjálmsdýpi alveg klikkuð! Ég mæli auðvitað hiklaust með myndinni sem er alveg frábær.

25.12.02

Fjölskyldumatarboð eru oft svo skemmtilega kjánaleg. Alltaf þegar vandræðaleg þögn myndast er hún brotin upp með klassískum setningum eins og:

Gasalega er þetta gott!
Hvar var kjötið keypt?
En hvað matarstellið er fallegt.
(Ítrekun á því hvað maturinn er góður)
Já já . . . .


Var einmitt að koma heim úr matarboðið þar sem allar þessar setningar voru notaðar.

Undanfarið er pabbi búinn að monta sig óhemju yfir sigri sínum um daginn en í gær fór hann svo að kvarta undan sudda harðsperrum eftir átökin. Það er ljóst að ég hef gríðar þokka minn ekki úr föðurættinni.

24.12.02

Ekki fékk ég möndluna í ár heldur hún móðir mín sem undibjó skálirnar. Undarlegt . . .

Annars vil ég nú bara óska ykkur gleðilegra jóla!

Þvílík gleði! Nýr jólaþáttur með Weebl og Bob.

23.12.02

Hvar ertu jólastuð? Ég komst ekki einu sinni í fíling við að skreyta jólatréð. Ætli skatan kippi þessu ekki í liðinn. Annars er Haukur mongó kominn með nýtt útlit sem og hún Sigga Beib.Skötudagur
Þrátt fyrir ótal krufningar á kvikindinu undanfarið get ég ekki beðið eftir því að fá ólgandi kæsta skötu í kvöld. Ég er búinn að pota upp í rassinn á því og skoða í því sáðrásirnar en það skiptir engu máli.

Kæst skata rúlar!

22.12.02

Ghost ship
Beggi var svo elskulegur að bjóða mér, Hauki og Manna í bíó eftir prófið á föstudaginn. Þar sem lítið var um myndir sem hægt var að velja úr varð Ghost ship fyrir valinu. Það er sama hversu lélegar hryllingsmyndir eru, ég er alltaf eins og argasti aumingi á þeim. Þessi mynd var þar engin undantekning og dauðlangaði mig heim í hléi vegna hræðslu. Oftar en ekki kúrði ég mig lengst niður í sæti og lokaði augunum þegar eitthvað subbulegt var í nánd. Þessi mynd er afbragðs afþreying fyrir aumingja.

Ég er algjör töffari. Nú getið þið séð hversu margir dyggir aðdáendur mínir eru að skoða síðuna akkúrat núna ef þið lítið sem snöggvast efst í dálkinn hægra megin. Tölvukunnátta mín er með ólíkindum.

Þetta er nokkuð skondið.

Dæs
Ég held að líf mitt hafi óvænt náð hápunkti sínum í gærkvöldi. Ég fékk að snerta indversku prinsessun Leoncie 3 sinnum og náði augnsambandi við hana og allt! Ég var að fagna próflokum með hópi af misskemmtilegum subbum og fór svo með þeim á háskólaballið á Broadway. Leoncie tróð upp í hléinu og flutti misskilin meistarverk eins og Sexy loverboy af stakri snilld.

Mér fannst frekar fyndið hvað hún var treg að snerta Viktoríu :)

21.12.02

Spurning um þokka
Vegna þess að ég hef verið að kalla Snorra fitubollu núna undanfarið, sem hann er, þá skoraði hann á mig í armbeygjukeppni núna áðan. Pabbi var dómari sem vildi svo ólmur taka þátt í lokin. Þar sem ég lagði mikið á mig til þess að vera ákaflega þokkafullur á meðan á ósköpunum stóð laut ég í lægra haldi fyrir Snorra 19-21. Pabbi rústaði okkur svo báðum en ekki átakalaust enda eldrauður og veinandi allan tímann. Þokkinn var víðsfjarri.

19.12.02

Þá er tönnin fokin á nýjan leik úr henni ömmu minni nú við brúnkökuát. Þau ruku rétt í þessu út gömlu hjónin í von um að fá hana skrúfaða aftur í.

18.12.02

Jesús
Það hlaut að koma að því. Hallærislegasta jólaskraut sem ég hef séð er komið upp í gluggann á íbúðinni fyrir ofan okkur. Þessi asnalegheit eru árlegur viðburður sem drógust eitthvað á langinn í ár. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að renna hér framhjá og kíkja á þetta.

Jólailmur
Ég á það til að finna rotnunarlyktina af rottunni sem ég krauf nú í vetur við ólíklegustu tækifæri. Hún er föst í kollinum á mér. Það minnir mig á kallinn sem lést í kjallaraíbúðinni í blokkinni minni þegar ég bjó í Seljahverfinu. Hann var svo mikill einstæðingur að enginn saknaði hans og nokkru seinna gaus upp lykt í stigaganginum. Og enn saknaði hans enginn og lyktin jókst. Ég mundi eftir henni í mörg ár!

Ég nenni ekki að byrja að læra aftur þrátt fyrir að kaffipásan mín er búin. Ég hef það of gott þessa stundina. Sit hér í lazyboy stólnum hennar ömmu með kaffi í hönd. Hún varð annars fyrir því óláni í gær að missa tönn við brauðát. Tannlæknirinn bombaði henni á sinn stað í morgun og skulum við vona að hún tolli. Litli frændi minn hringdi svo í hana áðan og spurði hana hvort hún hefði verið að missa barnatönn. Úff . . . ég er farinn að skrifa um ekki neitt til að þurfa ekki að fara að læra.

Færeyjar
Beggi var rétt í þessu að benda mér á algjöra snilld. Hér er hægt að hlusta á Rás 2 í Færeyjum í beinni. Varið ykkur þó á að hlusta of mikið á þetta því sólheimaglottið gæti bara festst á ykkur við það. Í þessum rituðu orðum eru þeir að spila lagið "You are so funky and cool" og svo er rappað inn á milli á færeysku! Lengi lifi Færeyjar!

17.12.02

Þá hefst lokaspretturinn. Sumir hlaupa öskrandi í mark en aðrir labba.

Ég er tiltölulega nývaknaður og er að pæla í að fara að horfa á Friends :)

Reynir Axelsson tónskáld
Haldiði að ég hafi svo ekki bara átt Hringrásir eftir hann Reyni Axelsson stærðfræðikennara allan tímann á diski! Er einmitt að hlusta á það núna. Þetta er mjög skemmtilegt lítið sönglag fyrir píanó og bassabaritón. Hann gerir margt áhugavert og undarlegt í þessu 3 mínútna stykki. Raddbeitingin er oft furðulegri en maður á að venjast og svo vitnar hann í lagið Í dag skein sól auk þess sem hann notar ragtime undirspil á köflum. Mæli með þessu fyrir áhugasama nemendur. Beggi var alltaf að segja mér að blístra þetta í prófum þegar maður bæði hann um hjálp. Þið getið nálgast Hringrásir í fyrri útgáfu Íslenska einsöngslagsins.

16.12.02

Ég er heavy að vona að ég hafi ekki verið að labba út úr námslánabana. Þetta var subbupróf með suddahvörfum og ég frétti að einn samnemandi minn hafi meira að segja farið að væla. Ég vona þó að kennarinn verði örlátur við yfirferðina svo ég þurfi ekki að selja mömmu eða stela öllu steini léttara þegar ég fer í heimsókn til fjölskyldu og vina. Hvort sem ég náði þessu eða ekki er reikningurinn 319-26-4910 ætíð opinn.

Ehh . . . Er draugur í bloggernum mínum? Ég var búinn að skrifa langan pistil uppfullan af spaklegu viti með mynd og öllu en svo rann þetta saman í einhverja klessu hér að neðan og ég get ekki farið í edit eða neitt. Viskan er því að eilífu týnd ykkur til ama!

Úff

15.12.02

Undanfarnir dagar haf einkennst af subbulegu eirðar- og viðburðarleysi. Ég hef átt frekar erfitt með að einbeita mér að náminu og væri sennilega bara búinn að týna geðheilsunni ef ég hefði ekki Weebl og Bob til að horfa á. Get ekki beðið eftir próflokum á föstudaginn!

Þetta hér er annars áhugaverð lesning en fjallað hefur verið um þetta á hádramatískan hátt á mörgum síðum núna undanfarið. Þetta er vissulega algjörlega út í hött og þessari Betu til lítils sóma og eitthvað sem Haukur gæti lent í enda firrtur allri siðferðiskennd. En hey! Hún er víst búin að biðjast afsökunar.

14.12.02

Sigur Rósar tónleikarnir: Krítík hönks!
Þeir voru magnaðir! Ég er nýkominn heim og er bara alveg eftir mig. Nýju lögin þeirra voru geggjuð og krafturinn á köflum með ólíkindum. Stelpurnar í strengjakvartettnum máttu hafa sig allar við í hamaganginum og áttu stundum ekki einu sinni séns. Ég heldi ég slái botninn í þessa greinargóðu krítík mína með orðum subbukana sem stóð fyrir aftan mig á leiðinni út: Freaking insane!

13.12.02

Tóm hamingja
Er rétt ólagður af stað á seinni Sigur Rósar tónleikana í Háskólabíói en ég hef einmitt aldrei farið á tónleika með þeim. Ég fer með Sigga Bleika sem var með ólíkindum dónalegur við mig í símann í dag. Sagðist hann ekki nenna að tala við mig sem mér finnst ákaflega ólíklegt í ljósi persónuleika míns. Tel ég mig því hafa hringt í hann í miðri svölun sjálfssnertifýsnar sinnar.


Þessi dagur kemst ekki í afreksskrána mína.

12.12.02

Ég sá áðan á Stöð 2 umfjöllun um húsmóður í Vesturbænum sem heldur úti síðu þar sem allt er látið flakka. Hún stundaði meira að segja símavændi hér áður fyrr. Hana er hægt að nálgast hér.

Ég sé fyrir mér sambærilegt viðtal Sigga eftir 20 ár.

Subbulegheit
Ég er að reyna að læra fyrir lífræna efnafræðiprófið sem er núna á mánudaginn og það er bara ekkert að ganga. Ég get engan veginn einbeitt mér. Það er alveg merkilegt hvað dýrafræðin er miklu skemmtilegri en þetta sull og maður er jafnvel farinn að velta fyrir sér að beygja inn á braut stígvélalífræðinnar. Það var eitthvað sem ég sór að gera ekki þegar ég byrjaði í þessu í haust því þá mun ég enda á beygluðum trabant eftir árás hreindýrahjarðar uppi á öræfum við talningatilraunir. Af hverju hef ég ekki áhuga á einhverju sem gefur pening?

Það er svo gaman að enduruppgötva tónlist! Þið sem ekki þekkið sinfoníur Schuberts skuluð gjöra svo vel að kynna ykkur þær og gleyma þeim síðan! Það er þess virði!

11.12.02

Jess!
Ég bara nánast missti mig þegar Helgi benti mér á að nýr pie þáttur hefði litið dagsins ljós. Hann er sá sýrðasti hingað til!

Urr
Athugasemdakerfið er með einhvern lufsuskap enn á ný! Það er alveg hægt að skilja eftir athugasemdir en það birtist ekki neðan bloggsins hvað þær eru orðnar margar. Lufsuskapur!

Ég er búinn að vera að læra núna fyrir dýrafræðiprófið á morgun í nokkra daga og mér finnst þetta alveg óhemju skemmtilegt! Þróunarfræðin kemur bara mest á óvart! Þetta er sko annað en djöfulsins verkfræðifögin í fyrra. Þið vibbarnir hafið vorkunn mína þó hrokafullir séuð.

9.12.02

Mér finnst fólkið sem er eftir í Survivor vera upp til hópa leiðindalufsur. Ég held eiginlega ekki með neinum þarna og skil varla af hverju ég er að horfa á þetta. Mun sennilega halda þeirri stefnu þó óbreyttri. Mér finnst alveg merkilegt að heimska alkabeljan hún Jan sé þarna enn inni. Ég myndi drekkja henni í pisspásu hjá myndavélaköllunum ef ég væri keppandi. Hún er heimsk og engin ógn og hægt að stjórna því hvernig hún kýs og það er sennilega ástæðan fyrir því að hún sé ekki löngu farin.

Það er nú meira hvað sumir virðast vera með sína eigin sjálfsfróun og annarra á heilanum!

8.12.02

Aðventupælingin
Hin vikulega aðventupæling er að þessu sinni tileinkuð Gústa og hans brenglaða hugsunarhætti. Eftirfarandi texti er tekinn beint upp af síðunni hans:

Jólasveinar ganga um gólf er ekki gott lag en fyrir utan það virðist mikils misskilnings gæta varðandi textann við lagið. Allir syngja hátt og snjallt: „Upp á stóóóól steendur mín kaaannaaa!!“ og una vel við sitt. Þegar betur er að gáð á þessi lína ekkert skylt við það sem á eftir kemur þ.e.: „níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna“. Hmmmmmm...? Vitrir menn sem hafa nennt að pæla í þessu komust að því að textinn hafi verið upprunalega: „Upp á hól stend ég og kanna!!“ sem á mun betur við. Það var því bara einhver hópur heyrnardaufra fávita sem breytti þessu. Njótið vel!!!

Viktoría varð víst eitthvað sár yfir því að hafa verið skilin út undan í þessari orðtakasmíð sem nú er svo greinilega í tísku. Því skal nú kippt í liðinn.

Ef maður fyllist alveg gríðarlegri löngun til svölunar sjálfssnertifýsnar sinnar þegar maður sér mynd af álfi er hægt að segja að það sé einhver Viktoría í manni.

Letieðli mitt er víst orðið það víðfrægt að nokkrar subbur eru farnar að segja ef þær eru latar að það sé einhver Egill í þeim. Þetta finnst mér frekar fyndið og vonast til að þetta festist í sessi. Á svipaðan hátt er hægt að segja:

Að það sé einhver Maggi í manni þegar maður finnur sig knúinn til að redda sér á einhvern hátt þegar maður er búinn að segja tóma vitleysu.
Að það sé einhver Siggi í manni þegar maður heldur einhverju fram af sannfæringu sem ekki er rétt.
Að það sé einhver Haukur í manni þegar maður missir sig yfir hlutum sem engu máli skipta.

6.12.02

Ég held að versti óvinur minn um þessar mundir sé snooze valmöguleikinn á símanum mínum. Þessi andskoti hefur stolið frá mér ófáum stundunum. Svo þarf ég að fara að klippa á mér táneglurnar. Ég nenni því ekki hálfur!

4.12.02

Tóm hamingja fyrir þá sem vit á hafa!
Beggi fann nefnilega Risk á netinu :)

3.12.02

Nokkuð skemmtilegt ljóð hér sem mamma benti mér á utan á mjólkurfernu.

Sumarið

Sumarið kemur líkt og dagblaðið
ekki alltaf á réttum tíma,
en kemur þó.
En væri það ekki betra
ef sumarið gæti komið
á hverjum degi
og dagblaðið aðeins einu sinni á ári?


Sverrir Norland
Hlíðaskóla, Reykjavík

Jess!
Nýr pie þáttur!

Það eru nú fleiri en ég sem hafa lagst í þau subbulegheit að breyta útlitinu á síðunni sinni svona rétt fyrir próf.

2.12.02

Hell on earth!
Eitt það hallærislegasta sem kanasubburnar gera er að leiklesa á ensku með hreim yfir viðtöl við fólk sem fara fram á öðru tungumáli. Ég sá áðan þátt þar sem gosið í eyjum var tekið fyrir og það gert alveg æsispennandi. Þar voru tekin viðtöl við nokkra aðila og einn talaði á íslensku en yfir hann var einmitt lesið með einhverjum ömurlegum hreim sem líktist þýskum. Þetta var samt frekar fyndið. Lokaorðin voru eitthvað á þessa leið: The villagers hope they never have to face this hell on earth again!

Hér með auglýsi ég eftir drifkrafti!

1.12.02

Lotningin finnst víða.

Annars dreymdi mig í nótt að ég hefði hitt afa minn á djamminu. Hann settist hjá mér og vinum mínum við borðið og var að reyna að vera eitthvað hress en þetta var bara eitthvað of vandræðalegt. Hann fann því einhverja afsökun til að fara. Alveg steikt!

Aðventuþynnka
Kíkti á nýjustu Bond myndina í gærkvöldi með fullt af misskemmtilegum subbum. Hún var nokkuð góð og þrusufljót að líða þótt ýmislegt í henni hafi farið í taugarnar á mér. Að henni lokinni fóru þær allra subbulegustu heim en við Hulda, Manni og Haukur kítkum á Kofann. Umræðurnar þar voru á mjög háu og þroskuðu plani og aðeins stórmerkilegir hlutir ræddir. Við fengum okkur fleiri en nokkra bjóra og nú hef ég afsökun til þess að gera ekkert af viti í dag :)