Hulda og Rándýr
Ég dreif fagurmótaðan líkama minn út að hlaupa núna í kvöld, annað en Haukur sem slasar sig viljandi til þess að þurfa ekki að hreyfa sig. Eins og venjulega vekur það ætíð mikla lukku þegar ég dríf mig út. Annað hvort vaða allar húsmæðurnar út í glugga og mynda rakaský yfir hlaupahringnum eða þá, eins og í kvöld, að bíll ákveður að elta mig flautandi og bjóðandi mér far.

Ég fór í sund í Árbæjarlaugin með Huldu og Marinó í fyrsta sinn í LANGAN tíma án linsa þar sem ég fann þær ekki. Það hreinlega sökkar þar sem ég er nánast staurblindur en maður veit t.d. ekki hvort það sé einhver í lauginni sem maður þekkir. Svo hitti Hulda frænda sinn og Manni elti hana eins og rakkinn sem hann er og þau skildu mig s.s. einan eftir á meðan þau áttu við hann innihaldslaust spjall. Ég reyndi að vera kúl svona einn á meðan en það gengur voðalega illa þegar maður sér ekkert og veit ekki alveg hvert maður á að horfa. Ég var því eins og gónandi gimp og hef sennilega verið álitinn einn af þessum þroskaheftu enda var nóg af þeim í lauginni í gær.
Á laugardaginn eru endurfundir 80 og 81 árganganna, eða "reunion", eins og það er kallað á sneplinum sem sendur var heim. Ég veit ekki hvort orðið mér finnst hallærislegra að nota. Mér heyrist vera ágætis stemmning fyrir þessu nema hjá Begga sem er í miklu sálarstríði við að ákveða hvort hann ætli að fara. Ég er að pæla í að mæta í kjólfötunum mínum og krefjast þess að ég verði þéraður. Þetta gæti orðið stuð ;)