Pleasure, pleasure!

30.4.04

Þá eru Marinó og Hulda loksins búin að fá Gosa, rándýrt gaukskvikindi sem kostaði fleiri hundruð þúsund. Þau tóku ekki vel í tillögu mína um að kalla hann Rándýr sem mér finnst mjög viðeigandi. Það er alla vega eins gott að hann hrökkvi ekki upp af í bráð. En engu að síður:
Til hamingju!


Hulda og Rándýr

Þrátt fyrir að ég sé búinn að vera hauglautur í dag (eins og aðra daga) líður mér engu að síður eins og ég sé búinn að lesa yfir mig.

28.4.04

. . . ekki að þetta sé mér eitthvað hjartans mál. Ég er bara frekar andlaus bloggari:


27.4.04

Hah! Nú er ég í nærbuxum af Snorra!

Ég er farinn að standa Snorra brósa oftar og oftar að því að vera í nærbuxunum mínum. Mér er hætt að lítast á blikuna. . .

26.4.04

Manni Trölli er búinn að bomba inn myndunum síðan í "afmælinu" hans Sigga á föstudaginn. Þar sem ókeypis áfengi var í boði urðu flestir frekar subbulegir. Á myndunum má m.a. sjá nauðgunartilraun fyrir þá sem fíla slíkt!


Rugl og gubb

Marinó og Hulda drógu mig út á línuskauta í gær og virðist ég hafa haldið þokka mun betur en búist hafði verið við. Engu að síður glottu allir sem leið áttu hjá auk þess sem ég datt á rassinn tvisvar sinnum. Þetta var samt þvílíkt stuð og Manni gaf mér gömlu línuskautana sína þ.a. þetta gæti verið eitthvað sem ég kem til með að mastera eins og allar aðrar íþróttir sem ég kem nálægt. Pís ád!

24.4.04

Ég fór með Sigga bleika á myndina Timeline í kvöld eingöngu af því við höfðum báðir lesið bókina. (Hönkið ég á hana meira að segja áritaða). En já . . . ekki fara á þessa mynd.

23.4.04

Ískápurinn okkar andaðist núna í dag en hann hefur verið góður fjölskylduvinur í 21 ár. Þetta hefur verið erfiður dagur. Öll samúð í formi peninga er vel þegin.

22.4.04

Dugnaður Eddu og vanmáttur Sigga
Edda pæja er búin að bomba myndunum úr afmælinu sínu inn á netið. Þær eru svona litlar af því að Siggi kunni ekki að breyta stærðinni. Þarna má sjá margar þokkafullar myndir af mér!

21.4.04

Þetta nýja náttúrufræðihús er svo mikil lufsa. Venjulega er hér skítkalt en um leið og hitnar smá úti þá verður hér ólíft sökum hita. Ég ætla því að hönkast hjá afa og ömmu í dag!

20.4.04

Ég dreif fagurmótaðan líkama minn út að hlaupa núna í kvöld, annað en Haukur sem slasar sig viljandi til þess að þurfa ekki að hreyfa sig. Eins og venjulega vekur það ætíð mikla lukku þegar ég dríf mig út. Annað hvort vaða allar húsmæðurnar út í glugga og mynda rakaský yfir hlaupahringnum eða þá, eins og í kvöld, að bíll ákveður að elta mig flautandi og bjóðandi mér far.

Hann keyrði fyrst framhjá mér í fyrri hringnum, en eins og spakir vita þá hleyp ég tvo í kringum hverfið í hvert skipti. Þá keyrði hann löturhægt á undan mér en gafst svo upp og hélt sinn veg. Þegar ég var svo kominn aftur á sama stað í seinni hringnum kom hann aftur flautandi eins og vitleysingur og keyrði svo á undan mér inn á milli húsa og beið mín þar. Þegar ég hljóp svo framhjá fór hann af stað en þá ég sá hag mínum best borgið með því að hlaupa inn á milli blokka og stinga hann þar með af. Það tókst ekki. Þegar ég hljóp framhjá Hólagarði beið hann þar á bílastæðinu og setti á háu ljósin þegar ég fór þar um. Svo þegar ég kom fyrir næst horn beið hann mín þar einnig og kveikti á ljósunum. Þá brast ég í grát. . .

Nei, nei . . . . en þetta var samt algjör steik :)

19.4.04

Strætóbílstjórinn sem keyrði mig heim úr skólanum í kvöld var eitthvað svo einstaklega almennilegur og kurteis, fyrst við mig og svo fylgdist ég með honum eiga við aðra farþega. Þegar inn kom svo svört kona var eitthvað allt annað uppi á teningnum. Hún sýndi honum græna kortið sitt bara eins og aðrir og hélt inn í vagn en hann æpti á eftir henni: Fröken! Svo góndi hann á kortið hennar og ataði út öllum öngum áður en konan fékk að setjast. Þetta var eins og atriði í Fóstbræðrum. Ég fór svo að hugsa um hvernig Haukur yrði sem strætóbílstjóri og hvort hann yfir höfuð myndi hleypa öðrum kynþáttum inn og þá sér í lagi asískum.

18.4.04

Ich bin einem Hunk!
Þar sem ég nenni ekki að læra er ég búinn að vera að dunda mér að því í kvöld að troða inn glósum á netið af einskærri góðmennsku. Svo er ég einnig búinn að upphönka síðuna örlítið eins og glöggir taka eftir ef þeir smella á Gamalt blogg eða Myndir. Svona smekkvísi er ekki öllum gefin . . .

Ég fór á endurfundi Hólabrekkuskóla í gærkvöldi og það var alveg þvílíkt gaman. Maður hitti þarna fullt af fólki sem maður hefur ekki hitt heillengi og ekki skemmdi það fyrir að ég var áberandi myndarlegastur á svæðinu. Svo voru margir sem voru að spyrja mig út í blöð sem ég og vinir mínir gáfum út í 11 og 12 ára bekk sem hétu Kjaftæði og Brussugangur og við seldum á 25 kr. Maður þyrfti eiginlega að skanna þau inn og troða þeim á netið. Manni risatröllaböllur tók fullt af myndum sem nálgast má hér!


Nokkrar eldhressar Hólasubbur

17.4.04

Ú jé!
Þá er kominn nýr pie þáttur og er þetta sá veglegasti hingað til. Algjör steik! Allir að smella hér nema Siggi sem fílar þetta ekki!

16.4.04

Gott föstudagskvöld hjá mér! Er búinn að vera að lesa um svipgerðarbreytingar og hugsanlega þróun sem fiskveiðar valda á mikið veiddum stofnum. Maður ætti kannski bara að fara út að hlaupa!

Ullabjakk
Getur einhver fundið ógeðslegra orð á íslensku en saurkunta?

Ég fór í sund í Árbæjarlaugin með Huldu og Marinó í fyrsta sinn í LANGAN tíma án linsa þar sem ég fann þær ekki. Það hreinlega sökkar þar sem ég er nánast staurblindur en maður veit t.d. ekki hvort það sé einhver í lauginni sem maður þekkir. Svo hitti Hulda frænda sinn og Manni elti hana eins og rakkinn sem hann er og þau skildu mig s.s. einan eftir á meðan þau áttu við hann innihaldslaust spjall. Ég reyndi að vera kúl svona einn á meðan en það gengur voðalega illa þegar maður sér ekkert og veit ekki alveg hvert maður á að horfa. Ég var því eins og gónandi gimp og hef sennilega verið álitinn einn af þessum þroskaheftu enda var nóg af þeim í lauginni í gær.

15.4.04

Á laugardaginn eru endurfundir 80 og 81 árganganna, eða "reunion", eins og það er kallað á sneplinum sem sendur var heim. Ég veit ekki hvort orðið mér finnst hallærislegra að nota. Mér heyrist vera ágætis stemmning fyrir þessu nema hjá Begga sem er í miklu sálarstríði við að ákveða hvort hann ætli að fara. Ég er að pæla í að mæta í kjólfötunum mínum og krefjast þess að ég verði þéraður. Þetta gæti orðið stuð ;)

14.4.04

Jæja! Þá er það komið á hreint. Bush er búinn að segja að Guð hafi valið Bandaríkin til þess að koma á friði í heiminum. Þá veit maður loksins hverjum maður á að halda með. Það er spurning hvort Guð haldi Bush áfram í embætti líka fyrst svona er í pottinn búið.


Bla bla bla

Mynd af algjörri subbu í boði Begga. Hann leitar svona viðbjóð uppi.

13.4.04

Mig vantar einhvern með mér í fyrirlesturinn minn á morgun til að tjá það sem ég segi með dansi. Ég held að það gæti verið sniðugt.

Þar sem batterýið í fartölvunni minni er ónýtt og hleðslutækinu er haldið föngnu af móður minni þarf ég að húka í heimilistölvunni í dag við gerð fyrirlestrar sem ég þarf að flytja á morgun. Snorri skreið á lappir áðan og uppgötvaði sér til skelfingar að hann kæmist ekki í tölvuna fyrr en í kvöld í fyrsta lagi og hefur setið síðan inni í sófa og gónt út í loftið. Þetta grey . . .

12.4.04

Orðspeki mín, hnyttni og umfram allt fagurt útlit hefur farið eins og eldur um sinu um netið síðan ég byrjaði með þessa síðu fyrir nokkru. Nú hefur enn einn bloggarinn séð ljósið og bombað mér í tenglasafnið af spaklegu viti. Ég veit samt ekki hver þetta er! Hjálp?

9.4.04

Eftir að foreldrar mínir hættu að gefa mér páskaegg fyrir mörgum árum hefur mér ekki verið neitt sérlega vel við páskana. Ég veit ekki einu sinni hvað gerðist á páskadag og hvað þá annan í páskum. Svo núna í seinni tíð er maður alltaf í þvílíku samviskustríði við sig þar sem maður á að vera að læra þrátt fyrir að maður nenni því ekki hálfur. Páskarnir sökka!

5.4.04

Það fólk sem er í strætóskýlum en ákveður engu að síður að veifa strætó að stoppa hefur ætíð farið skemmtilega í taugarnar á mér.

Gömlu kallarnir sem setjast framarlega í strætó og góna svo í sífellu aftur fyrir sig eru einnig mjög skemmtilega asnalegir.

Ég var s.s. að koma heim í strætó.

Það er naumast drama nánast þremur árum eftir útskrift ;)

Ég hef löngum haft óbilandi trú á ágæti míns eigins útlits og líkama. Mér finnst það hafi verið staðfest núna. Eins og er þá er atvinnuljósmyndari að taka myndir af mér við fartölvuna mína frá mörgum sjónarhornum. Þetta er eitthvað fyrir háskólann segir hann. Meira veit ég ekki. . . nema að ég sé hönk!

Karen stundi tvisvar sinnum í þróunarfræðifyrirlestrinum í dag þegar hún var að skoða póstinn sinn. Hún gaf frá sér svona lágt mmmm sem samt heyrðist mjög vel. Þetta var ferlega vandræðalegt og bendir til þess að pósthólfið hennar sé yfirfullt af sóðaskap!

Ég var að koma úr lokaprófinu í Fiskifræðinni og gekk bara vel. Nú á ég bara eftir að taka tvö lokapróf á þessari önn sem er einkar ljúft.

Ég þarf svo að vera mættur niður á Reykjavíkurhöfn klukkan hálf átta í fyrramálið því fiskivistfræðin er að fara að leika sér. Við ætlum m.a. að veiða á friðuðum svæðum. úlala . . .

Lifi Haukur og megi honum batna sem fyrst!

4.4.04

Ég fór á Passion of the Christ í gær með Begga skegga og var svo sem alveg opinn fyrir því að frelsast eða játa á mig glæpi út af öllu umtalinu í kringum myndina. Það gerðist hins vegar ekki. Myndin var engu að síður mjög góð og setti ýmislegt í rökrétt samhengi fannst mér. Svo þegar við komum út af myndinni var okkur réttur bæklingur frá Krossinum og öðrum trúfélögum. Ég hef nú engan áhuga á að fara á samkomur þar en myndin fær mann samt til að vilja kíkja aðeins í Biblíuna.

Svo er ég að fara í próf á morgun klukkan átta í stærðfræðilegri fiskifræði. Hvað er málið með próf klukkan átta á mánudögum? Ég gæti snappað!

2.4.04

Æj hvað mig langar í bjór á kaffihúsi í kvöld . . .

Haukur fatli er mættur hingað í náttúrufræðihúsið á hækjunum sínum og er þokkinn með ólíkindum. Fatlahljóðin í hækjunum heyrast langar leiðir hérna enda er hér svo hljóðbært. Lifi Haukur!

1.4.04

Það er verið að gefa ókeypis kökur í húsinu við hliðina á Sigga í dag.

Pirrandi annars að fara í upprifjunartíma 1. apríl. Ég trúði ekki orði af því sem kennarinn sagði (haha).

Þetta hér er þó alla vega skondið. . . .