Pleasure, pleasure!

31.1.03

Jess!
Þetta hér er algjör snilld!

Finnið 5 villur!
Aldrei hef ég lagt fyrir aðdándur mína jafn þunga þraut og þessa. Það er nánast ómögulegt að koma auga á muninn hér á milli jafnvel fyrir þá allra klókustu. Sameiginlegur þokki skín hér úr myndunum. Ég sé sáralítinn mun hér á!

Við vorum send niður í Elliðarárdal í gær í verklegum lífmælingum til að mæla vaxtarsprota á furum bæði við skógarjaðar og inni í skógi. Það er svo sem gott og blessað en ég varð nánast úti! Það var SVO kalt og ógeðslegt veður. Haukur sagði mér að leggjast bara niður og hann myndi lofa að koma og ná í mig seinna. Það hljómaði ekki sem verst. Ég var allavega hættur að finna fyrir puttunum mínum. Hefði kannski bara átt að stinga þeim inn í 37 gráður!

30.1.03

Helgi hönks!
Föstudagur:
Matarboð hjá Sigga pigga!
Tónskólapartý!


Laugardagur.
Matarboð hjá Helgu!
Hattapartý


Það er erfitt að vera hönk. Allir vilja hafa líkama manns nálægt sér!

29.1.03

Þegar ég labbaði heim frá ömmu áðan varð ég var við undarleg teikn á lofti. Ég starði á þau alla leiðina heim og áttaði mig bara alls ekki á því hvað þetta var. Að lokum var ég farinn að búast við því versta eins og loftsteinahríð eða geimveruárás. Þegar ég kom svo heim rak ég alla familíuna út á svalir til þess að sýna þeim þessa væntanlegu orsök endaloka okkar en þá benti Snorri mér á af spaklegu viti að þetta eru skíðalyfturnar í Bláfjöllunum.

Viðbrögð mín við skíðalyftuljósunum má sennilega rekja til áts míns á súrsuðum hvalsrengjum og hrútspungum stuttu áður.

Snökt
Hið gríðar mikla hönk Jón Leifs er ákaflega fjarskylt mér. Við erum skyldir í tíunda og sjöunda lið og finnst mér það óviðunandi. Ég fer hér með fram á það við Íslendingabók.is að ættir okkar verði reknar aftur og betur saman!

28.1.03

Þar sem það eru nú liðin næstum því tvö ár síðan hin geysivinsæla keppni um hönk vikunnar hófst hér á síðunni þykir mér rétt að athuga hvort staðföstum aðdáendum mínum þætti sniðugt ef ég byrjaði með þessa hámerkilegu keppni á ný.
27.1.03

Ég ofmat þroska Hauks í dag er ég skrapp á klósettið í fyrirlestrarhléi í örverufræðinni í morgun. Ég gerði þau banvænu mistök að skilja úlpuna eftir inni í sal og í henni var farsíminn minn. Þar sem Haukur þroskast aðeins um þrjá mánuði á meðan venjulegt fólk þroskast um ár (og ég um tvö ár) átti hann ákaflega erfitt með að hemja sig þegar hann áttaði sig á því að síminn minn lá varnarlaus í úlpunni rétt hjá honum. Þegar fyrirlesturinn var svo kominn aftur á fullan skrið hringdi síminn minn á hæstu stillingu í úlpunni og kúlaða Jón Leifs stefið mitt hljómaði um þéttsetinn sal 3 í Háskólabíói. Haukur á þakkir skildar í andhverfum heimi.

Svona breytingar taka alltaf lengri tíma en maður gerir ráð fyrir!

Þar sem ég á að vera að læra ákvað ég að skipt um útlit.

26.1.03

Ég hata kommentkerfið mitt, blogtrakkið og lufsudraslið sem á að sýna hvað margir eru að skoða síðuna hverju sinni. Þar að auki hata ég sunnudaga því á eftir þeim koma mánudagar!

24.1.03

Hörmungar og Skelfing!
Ég fékk lykilorð og notendanafn að Íslendingabók núna í dag og er búinn að rekja saman ættir minna og ýmissa mismerkilegra. Það sem kom mér mest á óvart, og til mikillar skelfingar, er að Haukur fasisti og listahatari er sá sem er mér skyldastur af þeim gimpum sem hanga stöðugt í kringum mig.

Svo fór ég The hot chick áðan (fékk sko boðsmiða) og fannst hún bara alveg þrusufín. Það var kannski bara af því ég bjóst ekki við neinu en hún átti allavega marga þrusugóða punkta.

Mæta í frumulíffræði á morgun? Hmm . . .

22.1.03

Hér er í gamni útlensk umfjöllun um Tilveruna. Geggjað eða eitthvað . . . .

Rapp og Haukur að reyna að vera kúl
Hvað er málið með þessa íslensku rappöldu sem virðist vera að ganga yfir núna? Hún er alveg mest asnaleg og gubbaði ég í hárið á mér í gær þegar ég sá eitthvað myndband með þremur stelpum rappandi um strák sem þær elska svo mikið. Það væri gaman að heyra hvað Gústi rapptjokkó hefur um þennan viðbjóð að segja.

Svo vil ég hvetja ykkur til þess að benda Hauki á að það sé ekkert kúl við það að labba með hendur fyrir aftan bak þegar maður er í hvítum sloppum í verklegri lífefnafræði. Maður verður ekkert virðulegri fyrir vikið og hvað þá Haukur. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart í ljósi þess hvað honum finnst vera kúl í lífinu.

21.1.03

Ohh . . . mig vantar slopp fyrir verklega lífefnafræði á morgun. Einhver indæl sál sem getur lánað mér slíkt í þessari viku? Annars er Haukur hönk dagsins fyrir að lána mér 40 krónur í strætó svo ég komist heim héðan af Grensás.

Draumar líffræðinema
Mig dreymdi í nótt að ég hefði verið að vinna í Byko og einn kúnninn hefði spurt mig um lím til að líma saman lungnafrumur. Ég vissi vitanlega ekki svarið við þeirri spurningu en benti honum á að tala við eina kassadömuna sem var alltaf í lungnauppskurðum. Hún hlyti að vita svarið.

20.1.03

Djö!
Ég, pabbi og Snorri vorum að gera grín að mömmu fyrir það að vera ekki sérlega góður bílstjóri. Nú er hún komin í verkfall og neitar að þvo af okkur þvottinn fyrr en við biðjum hana afsökunar!

Hann var nú hálfgert gubb og rugl landsleikurinn við Ástrali áðan í handbolta. Við unnum þá 55-15 en það sem mér finnst frekar fyndið er að þeir unnu sér rétt til þáttöku á HM fyrir Eyjaálfuna með því að vinna Ný Sjálendinga 51-7 að því er mér heyrðist.

Annars ákvað pabbi upp úr þurru að fara á The two towers núna í kvöld og þar sem mamma er með hita ákvað hann að bjóða mér og Snorra með sér núna klukkan átta. Ekki slæmt það. Ég næ reyndar ekki að klára að lesa kaflann í lífrænu efnafræðinni sem ég byrjaði á áðan en ég held nú að ég lifi það af.

19.1.03

Viðbjóður!
Lífið er ömurlegt! Nú er klukkan að verða tólf á sunnudegi sem þýðir að eftir nokkrar mínútur kemur mánudagur. Ég þarf að vakna í skólann eftir sjö tíma. Þetta er hreinasti og argasti viðbjóður og dugnaðarforkum sem mér ekki bjóðandi!

5 villur
Það er enginn vandi að ruglast á þessum tveimur því það er ekki aðeins útlitið sem er nánast nákvæmlega eins heldur innra eðli þeirra einnig. Báðir búa þessir gaurar yfir gríðarlegum þokka eins og svakaleg velgengni þeirra í kvennamálum ber vitni.

Haukur var reyndar búinn að að grátbiðja mig um að stilla honum upp við hliðina á Aragorn en þetta á betur við.

Þetta er búið að vera undarlegt laugardagskvöld. Einhverra hluta vegna hefur mig langað að læra í allt kvöld. Ég horfði þó líka á Friends með mömmu og pabba en alltaf þegar kom þáttur sem ég hafði nýlega séð fór ég inn í herbergi og las mér til um DNA. Þetta er alveg furðulegt. Ég er meira að segja að pæla í því núna að kíkja aðeins á genakaflann í The Cell.

18.1.03

Hvað eru Spaugstofumenn orðnir lélegir? Ég byrjaði að horfa á þáttinn þeirra áðan sem er ádeila á Kárahnjúkavirkjun og þetta er bara alveg það ömurlegasta!

Þá er Íslensk erfðagreining búin að opna Íslendingabók sem er ættfræðigrunnur Íslendinga. Þetta er víst eini ættfræðigrunnurinn í heiminum sem nær til heillrar þjóðar og eru 95% Íslendinga frá landnámi skráðir í grunninn. Hægt er að skrá sig til að fá ókeypis aðgang að grunninum sem er frábært.

Annars sá ég Kára Stefánsson í þáttaröðinni um Íslandssöguna á þessari öld þar sem tekið var viðtal við hann þegar hann var við nám í mr. Hann talaði alveg eins og geimvera þá líka! Ég hélt að hann hefði fengið þennan subbuhreim þegar hann bjó úti. Bjakk!

Hvað er ömurlegra en sú árátta manns að reyna að vera fyndinn þegar maður er fullur? Sér í lagi þegar fólkið sem maður er að gantast við er edrú. Ég stóð í slíkum ömurlegheitum rétt áðan en eintómi osturinn sem ég var að borða fékk mig til að átta mig á asnaskap mínum. Halli og Helga, (ég veit nú samt ekki hvort Helga var edrú) . . . . ég fyrirlít sjálfan mig og vonast til þess að þið fyrirgefið mér! ("Þið" gildir vitaskuld aðeins ef Helga var edrú sem ég efast um)

17.1.03

Finnið fimm villur!
Ég hef ákveðið að halda áfram þeim bráðskemmtilega leik þar sem skarpir dunda sér við að finna fimm atriði sem eru ólík milli tveggja keimlíkra mynda.

Það er aldrei að vita hverjir verða svo teknir fyrir hér á næstu dögum.

16.1.03

Strætó of snemma
Ég rak tærnar á mér í tölvuborðið í gærkvöldi og harkaði af mér enda hönk. Þegar ég vaknaði svo í morgun var vísifingurstáin marin og nú haltra ég eins og kjáni. Þetta er ekki svona venjulegt "haltr" heldur meira svona eins og ég sé hreinlega bara spassi. (Nú geta hnyttnir eflaust séð sér leik á borði og skilið eitthvað sniðugt eftir í athugasemdakerfinu mínu).

Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um ekki neitt núna er að ég tók einum strætó of snemma og sit nú í tölvuverinu á Grensás og það er enginn á msn-inu nema Siggi og eins og allir vita þá er hann ekki skemmtilegur.

Svo sá ég að Sigga var að tala um að hún er að lesa Bjólfskviðu. Ég hef alltaf verið frekar forvitinn um hana og fór því að leita og fann hana hér! (Það fovitinn að þetta er í fyrsta skipti sem ég leita að henni). Allavega lítur hún út fyrir að vera áhugaverð.

Ég er kúl. . . .

15.1.03

Jeij
Enn meira af töffara Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í sumar. Mamma var að benda mér á þátt í útvarpinu um hátíðina núna rétt áðan og viti menn, þá er bara verið að spila útsetningu míns hóps og að henni lokinni er spiluð upptaka af æfingu þar sem ég er að tjá mig á ensku eins og hönkið sem ég er! (Sagði nú engin ósköp en var áberandi þokkafullur samt sem áður). Um útsetninguna hafði Beggi þetta að segja: Þetta hljómar nú bara eins og þegar sinfonían er að hita upp fyrir tónleika.

Fyrsta árs verkfræðinemar og vinir þeirra athugið!
Það er kannski orðið of seint að minnast á það núna EN:

Ég á tölfræði og burðarþolsbækurnar síðan í fyrra enn til "lítið notaðar". (hahaha) Ef þið vitið um einhverja sem ólmir vilja bítta á þeim og pening þá endilega látið mig vita.

Mechanics of materials *rétt útgáfa*
Introduction to probability and statistic for engineers and scientists *rétt útgáfa*

Ehh?

Urg
Ég þoli ekki þegar Snorri skepna fær vini sína í heimsókn þegar ég er heima. Þá safnast þessi sóðalegu gimp hans fyrir framan tölvuna og hlusta saman á dauðarokk og viðbjóð sem Snorri hefur verið að finna á netinu. Þar sem tölvan er í miðri íbúð get ég hvergi flúið. Mér finnst með ólíkindum að hann sýni veikum öldungnum ekki meiri tillitssemi en þetta!

Svo fór ég að pæla í því áðan þegar ég fékk mér vatnsglas: Ég læt renna í glasið og svo helli ég því úr eins og fyrsta sem fer í það sé eitthvað verra en það sem ég læt renna í það næst. Þetta er kjánakækur. Kannist þið við þetta eða er ég bara kreisíj?

Burt séð frá mínum geðveilum þá eru þetta hér frábærar fréttir! Búinn að bíða eftir þessu frekar lengi!

14.1.03

Umræðan um hattapartýið stigmagnast!

Þegar ég var að taka til um daginn í tölvunni minni fann ég myndina af mér sem var alltaf á upphafsíðu gömlu síðunnar minnar. Sigga mixaði hana fyrir mig einhverntíman í fyrndinni. Ég er algjört hönk á henni!

Svo skannaði inn myndina af mér sem birtist í spégrímunni og er hún hér í gamni. Það var svolítið erfitt að ná henni almennilega því hún er inni í miðri bók. Ég reikna þó með því að allir sem skoða þessa síðu hafi séð hana.

Það að veikjast í byrjun annar er orðin hefð hjá mér. Ég er að verða jafn heilsulítill og rauðhærði auminginn hann Marinó!

13.1.03

Hattapartýið
Missti mig enn á ný og skannaði inn allar myndirnar sem ég á úr hattapartýinu síðan í fyrra. Þær eru nú svo sem ekkert sérlega margar.

1 2 3 4 5 6 7 8

Kóngamyndirnar
Ég fór að velt því fyrir mér í gærkvöldi hvað væri sniðugt að skanna inn fyrst ég var ekki með myndaalbúmið mitt og duttu mér þá strax í hug kóngamyndirnar síðan í 3. bekk í Verzló. Þar var ég í hlutverki konungs sem píndi vini mína, oftast Brynjar, á einhvern asnalegan hátt. Hann var þá alltaf nakinn, vælandi og með laufblað yfir typpinu. Valdimar Kristjónsson tók að sér að geyma þær og hefur alltaf verið á leiðinni að skila mér þeim en ekki hef ég fengið þær enn. Legg ég til að þið aðdáendur mínir þjarmið nú vel að honum.

Auj
Ég er andvaka og dagur dauðans byrjar klukkan átta í fyrramálið. Ég get þó glatt mig við þá tilhugsun að ég hitti stórfurðulegu strætó kunningja mína í fyrramálið í troðfullum vagninum.

12.1.03

Missti mig aðeins í að skanna inn fleiri myndir. Ég hafði þó úr litlu að moða því myndaalbúmið mitt er að ég held hjá Sigga en við eigum alltaf eftir að yfirfara myndirnar frá París. Við höfum stefnt að því í tvö ár. Þegar hann sleppir því úr sínum snertnu krumlum mun ég sennilega skanna inn myndirnar frá Krít og setja þær á netið.

Raðfullnægingar aðvörun! Fjórir hönkar og útgeislunin gríðarleg!

Ég held að mynd svipuð þessari sé til frá flestum fylleríum þar sem Haukur er í glasi

Önnur mynd úr árlega hattapartýinu hans Brynjar. Kominn tími til að allir þrýsti á hann að endurtaka leikinn!

Jeij
Mamma og pabbi fóru út að versla í dag og komu heim með skanna. Afi og amma vilja fara að skanna inn fullt af gömlum myndum svo þau borga fyrir hann og fær hann að vera hér því þau kunna ekkert á svona dót. Ég er búinn að skanna inn eina mynd síðan úr árlega hattapartýinu hjá Brynjari í febrúar í fyrra og líst mér nokkuð vel á apparatið. Myndina geta gríðar áhugasamir einnig séð í fullri stærð hér!

Eitthvað kannast maður nú við þetta hér.

Þokkaleysi
Var að koma heim frá Hauki þar sem við góndum á vídjó ásamt hinum bleika snertisjúka Sigga. Það verður að segjast eins og er að þokki Hauks var í algjöru lágmarki og útgeislunin nánast innhverf. Það getur þó verið að hann hafi verið í hlutverkaleik sem hinn þögli ómannblendni Aragorn eða þá að hann hafi verið sár vegna svika Marinós sem ætlaði með honum niður í bæ í kvöld. Slíkt þýðir lítið því allir heilvita menn hafa ætíð hið fornkveðna í huga er þeir eiga við þesslags kvikindi: Sjaldan reynast rauðhærðir vel.

11.1.03

Það er alveg æðislegt að vera byrjaður aftur í skólanum og fá þá tækifæri til þess að taka strætó eldsnemma á morgnana á ný. Ég hef hitt marga kunnulega samferðamenn síðan fyrr í haust og voru endurfundirnir ánægjulegir. Má þar nefna útlendinginn með samvöxnu augabrúnirnar, dvergvaxna mr-inginn og geðveikt ljótu gömlu konuna sem lítur fyrir að vera þroskaheft. Ég get varla beðið eftir mánudeginum!

9.1.03

Bloggið hjá Ara er orðið mun skárra en það var til að byrja með og verður hann því þess heiðurs aðnjótandi að fá link hér á bloggsíðuna sína. Í byrjun talaði hann bara um tölvuna sína og fékk það hvaða lífsglaða mann sem var til að gubba í hárið á sér.

Svo er Siggi ógeð byrjaður að blogga aftur öllum til ama þó síðan hans nýja er ekki kominn í fullan gang enn. Nýja urlið er nokkuð flott: Siggi.ari.is

Mesta böggið:
Þegar maður fullur tilhlökkunar telur sig hafa hellt upp á kaffi en áttar sig á, sjálfum sér og líkama til hræðilegrar skelfingar, að kaffivélin var ekki í sambandi!

8.1.03

Lagðist það lágt í kaffifíkn minni að hita upp gamla kaffið síðan í morgun í örbylgjunni. Sit núna með ólgandi gamalt kaffi, fiktandi í tölvunni minni og hlusta á útvarpsþátt á Rás1 um Þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem ég var á í sumar. Ég veit ég er kúl!

7.1.03

Manni í gubbi
Það er alveg merkilegt hvað hægt að sýna öðru fólki mikinn dónaskap. Það að bregða sér til Hveragerðis í sund og svara mér ekki í símann er í sjálfu sér ekki ófyrirgefanlegt en engu að síður ákaflega ótillitssamt. Það sem mér þótti þó með ólíkindum var að þegar ég loksins náði sambandi úr númeri sem hann þekkti ekki þóttist hann vera upptekinn næsta rúma klukkutíma! Þetta er fyrir neðan allar hellur og ætti hann að fara að hugsa sinn gang rauðhausinn sá!

Svo mætti Maggi sem alltaf þykist vera svo ákveðinn fara að halda fjölskyldufund á sínu heimili með það að markmiði að minnka blaður fjölskyldumeðlima sinna í símann svo hægt sé að ná sambandi við hann í þau fáu skipti sem maður þarf þess!

Fökkíngs tölvur!
Þeir sem geta lánað mér win 98 eða 2000 plís hafið samband geðheilsu minnar vegna sem hætta er á að fuðri hreinlega upp á næstunni!

5.1.03

Var að koma heim frá Magga kjána en ég var að sækja windows 2000 stýrikerfið hans Sigga til hans. Rétt áður en ég fór gaf hann mér bókina 101 reasons not to do ANYTHING sem yfirfull er af réttlætandi speki sem ég hef að hans mati gott af að hafa á takteinunum

It is easier to admire hardwork if you don´t do it
-anon-

I have spent my life laboriously doing nothing
-Grotius-

Time you can enjoy wasting is never wasted time
-anon-

Auj!
Ég er búinn að þyngjast um tæp tvö kíló í jólafríinu enda búinn að éta eins og ég veit ekki hvað. Heldur vildi ég vera eins og Jónas í fyrra sem grenntist um jólin. Það er nú reyndar kannski svolítið sikk þannig að ég tek þetta til baka!

Annars dreymdi mig í nótt að ég væri í Hogwarts skóla með Eddu, Hauki og fleiri subbum nema að hann var staðsettur á lóðinni fyrir utan hjá afa og ömmu afgirtur með gaddavír. Svo var pabbi að þvælast þarna fyrir utan að ræna bíla sýndist mér en var hrakinn burt af pabba sínum sem leit alveg eins út og hann nema bara eldri. Ég held að ég hafi vaknað fljótlega eftir það.

4.1.03

Þá er Hilmar Örn Hilmarsson bara orðinn allsherjargoði ásatrúarmanna á Íslandi. Hann er einmitt gaurinn sem semur tónlistina fyrir flestar myndir Friðriks Þórs auk þess sem hann gerði Hrafnagaldur Óðins með Sigur Rós. Ég hef heyrt að hann sé frekar sérvitur og trúi til að mynda á galdra og því er hann kjörinn í þetta starf. Go Hilmar!

Svo þoli ég ekki komment kerfið mitt sem samt er það flottasta. Það er alltaf að detta út! Kemur samt oftast aftur ef maður ýtir á refresh.

3.1.03

Ó mig auman!
Mamma er að fara að byrja í háskólanum núna á mánudaginn og fékk ég því smá tuð frá henni áðan fyrir að hafa ekki byrjað að elda af sjálfsdáðum í kvöld. Mér fannst þetta heldur ósanngjarnt því ég kann ekkert að elda! Hún kemur til með að sjást lítið hér á heimilinu á næstunni og það er því kannski eins gott að fara að reyna að læra þetta.

2.1.03

Getur einhver bent mér á leiðbeingar varðandi flutning á þessari síðu yfir á háskólasvæðið? Tripod sökkar feitt!

1.1.03

Gleðilegt ár!
Fór til Begga eftir miðnætti í nótt þar sem nokkrir sátu að sumbli. Hópurinn skiptist fljótlega í tvær fylkingar eftir þroska þar sem Haukur, Marinó og Viktoría skipuðu hina óæðri en ég, Edda, Beggi, Siggi og Fjóla vorum vitaskuld í þeirri þroskaðari. Um sex leytið vildi óæðri grúbban fara til Hauks en við sem vit höfðum sögðum bara fökk! Ég labbaði því heim vegna fátæktar.