31.10.01
30.10.01
29.10.01
28.10.01
Annars fer að líða að því að ég taki tenglasafnið mitt í gegn sökum subbuskaps sumra síðueiganda. Þeir taka þetta til sín sem vilja.
Ehh. . . . Ég er svona að skríða á fætur núna og mig hryllir við því sem bíður mín. Atburðir gærkvöldsins voru sennilega ekki til þess að bæta námsgetu mína í dag. Það var þó það gaman í gær að ég sé ekki eftir neinu. Við fórum í afmæli til Sveinbjörns þar sem glæsilegar veitingar voru til boða og þaðan til Ágústu þar sem helvítið hann Maggi neyddi í mig Whisky. Það er nú meiri djöfulsins viðbjóðurinn og batnar sennilega ekki þegar það er staupað. Frá Ágústu fórum við Viktoría, Haukur, Maggi, Beggi og Hrund niður í bæ þar sem við dönsuðum svo eins og kjánar langt fram á nótt. Menn voru misdrukknir :)
27.10.01
Nafn: Ágúst
Heimasíða: http://agflyg.tripod.com
Skilaboð: Hvernig nennirðu að velta tenglasafninu þínu svona mikið fyrir þér, þú skrifar varla um annað!
Ástæðan er sú að þetta tenglasafn skiptir SVO marga SVO miklu máli og ég fjalla bara um hluti á minni síðu sem skipta máli! Skynja ég annars einhverja öfundsýki þar sem þín síða er ekki hinna á meðal?
Auk finnst mér vafasamt að Erla sé í raun í Noregi. Takið eftir því að greinar hennar sem eiga að vera skrifaðar þaðan eru allar með íslenskum stöfum.
26.10.01
Hvernig skiljið þið eftirfarandi texta? Er þetta skrifað af einhverri belju sem er að væla yfir því hvursu mörg neikvæð orð eru kvenkyns?
Tað undrar meg, at so nógvar plágur eru kvennkynsorð; orkan, tora, lús, sjúka, øvundsjúka, yvirvekt og so plágan sjálv. Plágur hava tað við at herja á heilt óvæntað, tær kunnu koma nær og hvar sum helst. Henda plágan, sum eg tosi um, er eisini allastaðni; á konsertum, til sjónleik, á fjalli, á floti, til fyrilestrar, á fundum, ja, tær ganga eisini í kirkju. Í mun til omanfyrinevndu kvennkynsplágur er hendan tó menniskjaskapt, ikki serliga gomul og hon gerst minni og minni í stødd í takt við, at plágan gerst størri og størri í útbreiðslu
25.10.01
Það hefur nú löngum verið svoleiðis að smásálir og aumingjar sem þjóðfélagið hefur að háði og spotti af eðlilegum og fullgildum ástæðum stofni með sér einhvers konar samtök þar sem viðbjóður hittir viðbjóð, þeim sjálfum til uppbyggingar. Hér er dæmi um slíkt og vil ég vara viðkvæma við þessu.
24.10.01
Mikið afskaplega þykir mér skrítið að næstæðsti vefguðinn sem veitir fólki næstmestu ánægjuna með skrifum sínum hefur bara ekki gert neitt af viti í langan tíma. Mér finnst það vera skylda mín að færa tengilinn að síðunni hans niður í óæðri tengla og setja þar með gríðarlegan þrýsting á hann til að virkja síðuna sína á ný. Þetta mál er allt hið sóðalegasta.
23.10.01
22.10.01
Þórir verður að bíða spenntur í orðsins fyllstu merkingu enn um sinn því það mistókst hjá mér að setja inn linkinn að stöffinu sem honum finnst svo hot. Ég þarf bara að tala við Snorra bróður minn aftur og þá getur Þórir losað um spennuna eins og honum er einum lagið
21.10.01
20.10.01
19.10.01
Ég er nú bara að pæla hvort fólk viti almennt af verkfalli tónlistarkennara sem skellur á núna á mánudaginn. Þetta verður örugglega langt og blóðugt sem er ekki gott.
Annars þykir mér ákaflega vænt um litlar og góðar stuðningsyfirlýsingar af þessu tagi hér. :) Lifi síðueigandinn!
18.10.01
Hvað er málið með veðrið? Það er 16 stiga hiti úti sem myndi nú bara teljast meira en þokkalegt á miðju sumri. Ég og Guðný fórum því niður í bæ og fengum okkur ís í blíðunni og horfðum á endur. Svo hitti Guðný einhverjar stelpur og fór að kyssa þær. Maður fer nú að velta ýmsum hlutum fyrir sér. . . . . . . .
En núna þarf ég að fara að forrita með gleði í hjarta.
17.10.01
Ég vildi bara vekja athygli ykkar á glæsilegu vefsetri Ingibjörns sem hann hefur setið sveittur við að hanna undangengnar vikur. Maður getur nú ekki annað en dáðst að þessari frumlegu útfærslu hans en greinilegt er að hér er listamaður á ferð. Tenglaskiptingin hjá honum þykir mér bráðsniðug og á hann hrós skilið!
16.10.01
The cellphones here are quite big. Everyone is running in and out.
Mér finnst þetta furðulegt orðalag. Burtséð frá því er þetta alveg rétt. Það er enginn friður fyrir þessum símum. Það er þó ekki þeim að kenna að námsgeta mín í dag var ekki upp á marga fiska. Ætli hún hafi ekki verið svipuð og hjá þokkalega gefnum hana.